Færslur: Eystrasalt

Rússar auka enn vígbúnað sinn í Kalíníngrad
Rússneska varnarmálaráðuneytið tilkynnti í gær að herþotur búnar ofurhljóðfráum eldflaugum hafi verið sendar til rússnesku hólmlendunnar Kalíníngrad og séu þar í viðbragðsstöðu. Kalíníngrad liggur að Eystrasalti og á landamæri að ESB- og NATO-ríkjunum Litáen og Póllandi. Ofurhljóðfráar eldflaugar ferðast á fimmföldum hraða hljóðsins eða þaðan af hraðar og eru því erfiðari viðfangs fyrir eldflaugavarnakerfi hvers konar.
19.08.2022 - 04:31
Völlur á Bandaríkjamönnum á vellinum
Bandaríkjaher hefur aukið umsvif sín undanfarið á Keflavíkurflugvelli. Sérfræðingur í alþjóðamálum og fyrrverandi sendiherra telur það koma til vegna aukins eftirlits með ferðum Rússa. Það tengist aukinni spennu milli þeirra og Úkraínumanna.
Minnst tveggja saknað eftir árekstur á Eystrasalti
Tvö flutningaskip lentu í árekstri á Eystrasalti í morgun með þeim afleiðingum að öðru þeirra hvolfdi. Minnst tveggja manna er saknað. Þetta kemur fram á vef sænska ríkissjónvarpsins SVT. Haft er eftir Jonasi Franzen, talsmanni sænsku siglingamálastofnunarinnar, að áreksturinn hafi orðið á milli Ystad og Borgundarhólms og að áhafnir skipa á vettvangi hafi heyrt hróp frá mönnum sem sem að líkindum hafi lent í sjónum, en enginn hefur fundist enn.
13.12.2021 - 06:36
Finnsk farþegaferja strandaði við Álandseyjar
Finnska farþegaferjan Grace strandaði í gær, skömmu áður en hún kom til Maríuhafnar á Álandseyjum. Um borð eru 331 farþegi og 98 manna áhöfn.
22.11.2020 - 04:35
Þjóðverjar mótmæla hugmyndum um viðskiptabann
Þýski utanríkisráðherrann Heiko Maas lýsir yfir vanþóknun sinni við Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna vegna hótana Bandaríkjamanna um að beita viðskiptabanni á höfnina í Sassnitz við Eystrasalt. Ástæðan er tengsl borgarinnar við lagningu Nord Stream 2 gasleiðslunnar.
10.08.2020 - 16:10
Sænski herinn ánægður með herskyldu
Yfirstjórn sænska hersins fagnar fyrirætlunum um að taka herskyldu upp að nýju. Nokkrir erfiðleikar hafa verið með að fá nægilega marga unga Svía til að ganga í herinn. Micael Bydén, yfirmaður heraflans, segir að atvinnuhermenn og herskyldir, þjóni saman í framtíðinni.
10.03.2017 - 16:54
Finnar ætla að efla varnir
Finnska stjórnin hefur samþykkt nýja varnarmálaáætlun fyrir landið. Gert er ráð fyrir að varnir verði efldar og meira fé varið til landvarna. Stjórnin kynnti nýju áætlunina og og Jussi Niinistö, varnarmálaráðherra, sagði að aukningin væri hófleg. Komi til styrjaldarástands er gert ráð fyrir að 280 þúsund manns verði í finnska heraflanum í stað 230 þúsunda eins og núverandi áætlun segir til um.
20.02.2017 - 21:30