Færslur: Eysteinn Sigurðarson

Fram og til baka
„Þetta var eins og Disneyland fyrir víkinga“
Hlutverk höfuðskúrksins í fjórðu seríu víkingaþáttanna The Last Kingdom, sem eru nú í sýningu á streymisveitunni Netflix, er í höndum Eysteins Sigurðarsonar sem landsmenn þekkja meðal annars úr sjónvarpsmyndinni Mannasiðum. Eysteinn býr í London með Salóme Gunnarsdóttur leikkonu.
Sýning um ekki neitt – skilur ekkert eftir sig
„Verk Annie Baker hefur greinilega upp á margt að bjóða, en ég tel að það hafi ekki komist nægilega vel til skila í þessari uppsetningu Borgarleikhússins,“ segir Guðrún Baldvinsdóttir, leikhúsrýnir Víðsjár, um uppsetningu Borgarleikhússins á Ræmunni. Hún telur jafnframt að staðfæring uppfærslunnar að íslenskum veruleika kunni að hafa orðið henni að falli. „Ef þýðandi og leikstjóri hefðu leyft verkinu að gerast í því umhverfi sem það kemur úr hefði það mögulega getað sagt íslenskum áhorfendum meira um þeirra eigin samtíma en úr varð með staðfæringunni.“
Hrikalega fyndin og raunsæ ræma
„Þetta er svona amerískt leikverk í mjög raunsæjum stíl með þremur sterkum karakterum,“ segir Snæbjörn Brynjarsson, annar leikhúsrýnir Kastljóss, um Ræmuna eftir Anny Baker í uppsetningu Borgarleikhússins.