Færslur: Eyjafjöll

Nánast allt gler brotnaði í nótt: „Þetta var bara rugl“
Bóndi á bænum Fitjarmýri undir Eyjafjöllum segist aldrei hafa upplifað annan eins veðurham og í nótt. Vindhviður mældust 54 metrar á sekúndu á svæðinu í gærkvöld og léku íbúðarhúsið á bænum grátt.
14.01.2020 - 13:06
Sluppu ómeiddir í bílveltu undir Eyjafjöllum
Bílaleigubíll valt á hringveginum við Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum í morgun. Tveir erlendir ferðamenn voru í bílnum. Ferðamennirnir voru á jepplingi og misstu hann yfir á öfugan vegarhelming í hálkunni sem myndaðist þegar hlýnaði í morgun. Þar valt bíllinn. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Suðurlandi voru mennirnir í bílbeltum og sluppu ómeiddir.
14.12.2015 - 17:00
Umbætur við Seljalandsfoss í augsýn
Tillaga að nýju deiliskipulagi við Seljalandsfoss og Hamragarða undir Eyjafjöllum var kynnt á opnum íbúafundi á Hvolsvelli í vikunni. Þar er gert ráð fyrir miklum umbótum í aðkomu og bílastæðum, þjónustumiðstöð, auknum og bættum göngustígum og fleiru. Skipulagsnefnd og sveitarstjórn Rangárþings Eystra fjalla um tillöguna í næstu viku.