Færslur: Eyjafjarðarsveit

Rýmingu bæjanna undir Hleiðargarðsfjalli aflétt
Ákveðið hefur verið að aflétta rýmingu sem gilti fyrir bæina Gilsá 1 og 2 í Eyjafirði og sumarbústað við þann síðarnefnda.
Sex smit tengd sömu sundlaug í Eyjafjarðarsveit
Átta hafa nú verið greindir með virkt COVID-19 smit í Eyjafjarðarsveit. Þá eru fjórtán íbúar í sveitinni komnir í sóttkví. Sex tilfelli má rekja til hóps sem hittist í sundi í síðustu viku.
13.10.2020 - 16:28
Fréttaskýring
Kartöfluræktun lítur betur út í ár
Bændur segja að kartöfluræktun líti vel út í ár. Þurrkar hafi þó haft áhrif. Kristján Gestsson, bóndi á bænum Forsæti IV í Flóahreppi, segir afnám innflutningsverndar á kartöflum í sumar sjálfsagðan hlut, þar sem bændur eigi ekki nóg, sökum slakrar uppskeru í fyrra.
Viðtal
„Enginn fullgildur gangnamaður án talstöðvar“
Vanir gangnamenn, rösk ungmenni og kyrrsetufólk að sunnan. Svona var hópurinn sem gekksuður hlíðar Hólafjalls, innst í Eyjafirði, um liðna helgi, samansettur. Það er tekið að hausta og þá þurfa sauðfjárbændur að safna liði og sækja fé sitt á fjall. Spegilinn fór í göngur og ræddi göngur á Eyjafjarðarsvæðinu við Birgi H. Arason, fjallskilastjóra Eyjafjarðarsveitar. Hlýða má á umfjöllunina í spilaranum hér fyrir ofan.
14.09.2018 - 19:27
Ásta leiðir K-listann í Eyjafjarðarsveit
Ásta Arnbjörg Pétursdóttir leiðir K-listann í Eyjafjarðarsveit í komandi sveitarstjórnarkosningum. K-listinn er nýr framboðslisti í Eyjafjarðarsveit. Framboðin H-listi og Hinn listinn sem buðu fram í síðustu sveitastjórnarkosningum hafa sameinast í nýjan lista undir nafninu K-listinn.
Jón leiðir F-listann í Eyjafjarðarsveit
Jón Stefánsson leiðir F-listann í Eyjafjarðarsveit fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Hann var einnig oddviti listans fyrir síðustu kosningar. Listinn fékk þá 47,8 prósent atkvæða og fjögur sæti af sjö í sveitarstjórn.