Færslur: Exit

„Exit svipti Norðmenn hluta af sakleysi sínu“
Sjötíu prósent af því sem gerist í norsku sjónvarpsþáttunum Exit er satt. Því klikkaðri sem hlutirnir eru því líklegra er að þeir hafi gerst í raunveruleikanum. Þetta segir Øystein Karlsen, leikstjóri og handritshöfundur þáttanna. Hann telur þættina hafa opnað augu Norðmanna fyrir því að þeir séu ekki jafn sléttir og felldir og þeir töldu sig vera. „Þeir áttu þátt í að svipta okkur hluta af því sakleysi sem við flöggum á þjóðhátíðardaginn þegar við veifum norska fánanum í þjóðbúninginum.“
29.08.2021 - 14:26
Fyrsta þáttaröð Exit aðgengileg á ný
Vegna mikillar eftirspurnar er fyrsta þáttaröðin um norsku útrásarvíkingana komin aftur í spilara RÚV. Einnig verður hægt að nálgast hana í helstu myndlyklum.
24.03.2021 - 11:49
Lestarklefinn
Lýjandi nautnalíf norskra plebba
Önnur þáttaröð Exit, um hömlulaust líferni norskra auðmanna, er innihaldsrýr en skemmtileg afþreying segja gestir Lestarklefans. „Þetta eru í grunninn þættir um plebba.“
23.03.2021 - 12:20
Gagnrýni
Exit 2: ekki bara fleiri bílar, typpi og kókaínlínur
Þökk sé nýju sjónarhorni veitir önnur sería Exit áhorfendum óhugnanlega og raunsæja innsýn í reynsluheim kvenna sem búa við andlegt og líkamlegt ofbeldi, segir Katrín Guðmundsdóttir sjónvarpsrýnir.
Hefndarför og hórarí nýríkra Norðmanna
Norsku útrásarvíkingarnir ógeðfelldu í Exit snúa aftur á skjáinn í nýrri þáttaröð. Nú hyggja konurnar í lífi þeirra á hefndir.
07.03.2021 - 20:00
Norsku útrásarvíkingarnir reyndust frekir á fóðrum
Fjölmiðlanefnd hefur lagt 1,2 milljóna króna stjórnvaldssekt á RÚV fyrir að hafa haft norsku þættina Exit aðgengilega fyrir alla í spilara á vefnum ruv.is. Síminn kvartaði vegna málsins til nefndarinnar, óskaði eftir inngripi hennar og hvatti til hámarkssekta. RÚV hefur verið gert að fjarlægja þættina af vefnum fyrir 5. júní.
01.06.2020 - 16:44
Lestarklefinn
Vonaði að persónurnar myndu allar deyja
„Ef ég hefði vitað að mér þyrfti að líða illa í viku til að koma í þennan þátt hefði ég sagt nei,“ segir Gunnar Dofri Ólafsson sem kíkti í Lestarklefann og ræddi norsku siðblindingjana í þættinum Útrás ásamt öðrum álitsgjöfum. Hann viðurkennir að þrátt fyrir að þættirnir veki mikinn óhug og vanlíðan séu þeir gott sjónvarp.
25.02.2020 - 09:07
Lestarklefinn
Exit, myndlist og þýsk kvikmyndagerð
Rætt um norsku þættina Exit, þýsku kvikmyndina Systemsprenger og sýningu Sol LeWitt í Listasafni Reykjavík.
21.02.2020 - 17:09
Síminn kvartar undan norsku útrásarvíkingunum í Exit
Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri sölusviðs hjá Símanum, hefur sent fjölmiðlanefnd kvörtun vegna norsku þáttanna Exit. Þættirnir, sem eru ekki sýndir í sjónvarpi heldur eru eingöngu aðgengilegir á vef RÚV og í RÚV-appinu, eru stranglega bannaðir innan 16 ára.
04.02.2020 - 11:39
Fjölmiðlar · Innlent · Exit · Síminn · rúv
Holskefla kvartana vegna Exit til norska útvarpsráðsins
Norska sjónvarpsþáttaröðin Exit sem fjallar um úrkynjaðan og siðspilltan lífstíl manna úr fjármálaheiminum hefur orðið til þess að kvörtunum góðborgara hefur rignt yfir Norska ríkissjónvarpið NRK frá frumsýningu þeirra síðasta haust.
02.02.2020 - 11:30