Færslur: Evrópusambandið

Bóluefni Janssen fær grænt ljós í Evrópu
Lyfjastofnun Evrópu gaf í dag út skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni gegn kórónuveirunni sem lyfjafyrirtækið Janssen framleiðir. Þetta er fjórða tegundin sem stofnunin gefur markaðsleyfi fyrir í löndum Evrópska efnahagssvæðisins. Hin eru framleidd hjá Pfizer-BioNTech, Moderna og AstraZeneca. Janssen er dótturfyrirtæki bandaríska risafyrirtækisins Johnson & Johnson með höfuðstöðvar í Beerse í Belgíu. Heilbrigðisyfirvöld hér á landi hafa pantað 235 þúsund bóluefnisskammta frá Janssen.
11.03.2021 - 13:59
ESB reiknar með 100 milljónum bóluefnaskammta á mánuði
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, gerir ráð fyrir að aukinn kraftur færist í bólusetningaraðgerðir aðildarríkjanna frá næstu mánaðamótum, í takt við stóraukna framleiðslu og aðgang að bóluefnum. Í viðtali við þýsku blöðin Stuttgarter Zeitung og Stuttgarter Nachrichten segir von der Leyen að gangi áætlanir bóluefnaframleiðenda eftir geti Evrópusambandið reiknað með allt að tvöfalt fleiri bóluefnaskömmtum í apríl en í mars, eða 100 milljónir skammta.
Sputnik til skoðunar hjá Lyfjastofnun Evrópu
Lyfjastofnun Evrópu hefur tekið til skoðunar Sputnik, rússneska bóluefnið við kórónuveirunni. Verði bóluefnið samþykkt verður það hið fyrsta sem tekið er í notkun í Evrópusambandsríkjum framleitt utan Vesturlanda. 
04.03.2021 - 11:53
Sendiherra ESB í Venesúela rekin úr landi
Isabel Brilhante Pedrosa, sendiherra Evrópusambandsins í Venesúela, var rekin úr landi í dag. Henni voru gefnir þrír sólarhringar til að hverfa á brott. Þing landsins samþykkti samhljóða að nærvera hennar væri óæskileg.
ESB gagnrýnir aðgerðir sex aðildarríkja
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gagnrýnir þær hertu sóttvarnaraðgerðir sem Þýskaland og fimm önnur aðildarríki hafa tekið upp á landamærum sínum vegna kórónuveirufaraldursins og segir þær tilefnislausar. Framkvæmdastjórnin hefur sent formlegt bréf um úrbætur og væntir svara í næstu viku.
24.02.2021 - 10:14
Útilokar atkvæðagreiðslu um sameinað Írland næstu árin
Michéal Martin, forsætisráðherra Írska lýðveldisins, útilokar að efnt verði til kosninga um sameinað Írland á næstunni. Þá er hann sannfærður um að ákvæði Brexit-samningsins um fyrirkomulag mála á landamærum Írlands og Norður-Írlands haldi, þrátt fyrir byrjunarörðugleika.
20.02.2021 - 05:37
Ísland enn með fæst smit á hverja 100 þúsund íbúa
Ísland er enn það ríki innan Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins sem er með fæst kórónuveirusmit á hverja hundrað þúsund íbúa.
Vill hertar aðgerðir gegn Rússum
Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, segist engin merki sjá um að Rússar vilji bæta samskiptin við bandalagsríkin. Hann hyggst leggja til að refsiaðgerðir gegn þeim verði hertar.
09.02.2021 - 17:52
Borrell ýjar að refsiaðgerðum ESB gegn Rússum
Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, gagnrýnir Rússa fyrir að hafna uppbyggilegum samskiptum og ýjar að mögulegum refsiaðgerðum. Borrell var í tveggja daga opinberri heimsókn í Rússlandi í vikunni. Á meðan á þessari stuttu dvöl hans stóð var stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny leiddur fyrir rétt öðru sinni á skömmum tíma, ákærður fyrir ærumeiðingar, og þrír diplómatar Evrópusambandsríkja reknir úr landi fyrir að vera viðstaddir mótmæli gegn stjórnvöldum og fangelsun Navalnys.
08.02.2021 - 01:49
Líkur á þjóðstjórn á Ítalíu fara vaxandi
Líkurnar á því að Mario Draghi, fyrrverandi forstjóra Seðlabanka Evrópu, takist að mynda þjóðstjórn á Ítalíu jukust til muna í dag þegar tveir af stærstu flokkum landsins lýstu stuðningi við þau áform, með skilyrðum þó.
07.02.2021 - 02:30
Lofa viðbrögðum við brottrekstri sendiráðsstarfsmanna
Þjóðverjar, Pólverjar og Svíar hafa brugðist hart við þeirri ákvörðun Rússa að vísa starfsmönnum utanríkisþjónustunnar frá þessum löndum heim. Þýsk stjórnvöld segja að þessu verið ekki látið ósvarað.
06.02.2021 - 12:40
Borrell segir samskiptin við Rússa stirð
Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, sagði samskiptin við Rússa stirð um þessar mundir þegar hann gekk á fund Sergeis Lavrovs, utanríkisráðherra Rússlands, í Moskvu í morgun. 
05.02.2021 - 10:08
Ítalíuforseti vill að Mario Draghi leiði þjóðstjórn
Sergio Mattarella, forseti Ítalíu, hyggst fara þess á leit við Mario Draghi, fyrrverandi forstjóra Seðlabanka Evrópu, að leiða þjóðstjórn sem ætlað er að takast á við neyðarástandið sem skapast hefur í heilbrigðiskerfi og efnahagslífi landsins vegna COVID-19.
Vill að ESB miðli málum á milli Bandaríkjanna og Írans
Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, vill að Evrópusambandið leiði viðræður um endurkomu Bandaríkjanna að kjarnorkusáttmálanum við Íran. Bæði Bandaríkjastjórn og stjórnvöld í Teheran segjast reiðubúin að ganga aftur til samninga, en hvorugt ríkjanna vill taka fyrsta skrefið.
02.02.2021 - 01:45
BioNTech lofar Evrópusambandinu fleiri skömmtum
Þýska líftæknifyrirtækið BioNTech sem tók þátt í þróun bóluefnis gegn kórónuveirunni í samvinnu við bandaríska fyrirtækið Pfizer ætlar að sjá Evrópusambandinu fyrir 75 milljónum aukaskammta af bóluefninu á öðrum ársfjórðungi. Tímaritið Der Spiegel hefur þetta í dag eftir Sierk Poetting, fjármála- og rekstrarstjóra fyrirtækisins.
ESB dregur í land eftir hörð mótmæli
Evrópusambandið dró í kvöld ákvörðun sína til baka um að fylgjast sérstaklega með bóluefni sem væri sent til Norður-Írlands frá Írlandi. Ákvörðunin vakti mikla reiði jafnt meðal breskra og írskra stjórnvalda.
29.01.2021 - 23:51
Bóluefni AstraZeneca fær grænt ljós í Evrópu
Lyfjastofnun Evrópu heimilaði í dag notkun bóluefnis bresk-sænska lyfjafyrirtækisins AstraZeneca á Evrópska efnahagssvæðinu. Heimilt verður að nota það til að bólusetja alla sem eru orðnir átján ára og eldri. Heilbrigðisráðherra Þýskalands fór fram á að leyfið yrði skilyrt, þar sem bóluefnið veitti ekki næga vörn þeim sem væru orðnir 65 ára og eldri. Á það var ekki fallist.
Ætla að birta samninginn við AstraZeneca
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ætlar að birta samninginn sem gerður var við bresk-sænska lyfjafyrirtækið AstraZeneca um kaup á bóluefni við kórónuveirunni. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnarinnar, greindi frá þessu í viðtali við þýska fjölmiðilinn Deutschlandfunk. Verið er að fara yfir hvaða upplýsingar í samningnum þarf að má út, í samvinnu við fyrirtækið. 
Ræddu bætt samskipti ESB og Bandaríkjanna
Þeir Josep Borrell, yfirmaður utanríkismála hjá Evrópusambandinu, og Antony Blinken, nýskipaður utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ræddu í gær leiðir til þess að endurreisa og laga sambandið á milli þeirra. Í yfirlýsingu frá bandaríska utanríkisráðuneytinu segir að Blinken hafi lýst þakklæti sínu til Borrell fyrir leiðtogahlutverk ESB undanfarin ár.
29.01.2021 - 03:49
ESB vill láta rannsaka lyfjaverksmiðju í Belgíu
Evrópusambandið fer fram á rannsókn á lyfjaverksmiðju í Belgíu sem framleiðir bóluefni gegn kórónuveirunni fyrir bresk-sænska lyfjafyrirtækið AstraZeneca. Þjóðverjar mæla gegn því að lyf fyrirtækisins verði notað til að bólusetja fólk sem orðið er 65 ára.
Segja AstraZeneca að standa við samninga
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins er farin að þrýsta á stjórnendur lyfjafyrirtækisins AstraZeneca um að standa við fyrirheit um afhendingu bóluefna til sambandsins. Evrópusambandið samdi snemma við AstraZeneca um fjármögnun rannsókna fyrirtækisins og kaup á bóluefni þess. Forsvarsmenn fyrirtækisins sögðu nýlega að Evrópusambandið fengi færri bóluefnaskammta í fyrstu en stefnt hefði verið að. Þetta sætta forsvarsmenn ESB sig ekki við og krefjast þess að fyrirtækið standi við samninga. 
Belgar banna ónauðsynleg ferðalög til og frá landinu
Stjórnvöld í Belgíu hyggjast banna ónauðsynleg ferðalög til og frá landinu til að hamla útbreiðslu nýrra og meira smitandi afbrigða af kórónaveirunni, sem veldur COVID-19. Bannið tekur gildi á miðvikudag, stendur út febrúar og tekur jafnt til ferðalaga á landi, sjó og í lofti.
23.01.2021 - 04:09
Michel þrýsti á að Navalny yrði sleppt
Charles Michel, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, hringdi í morgun í Vladimir Pútín, forseta Rússlands, og þrýsti á að rússneska stjórnarandstöðuleiðtoganum Alexei Navany yrði sleppt úr haldi.
22.01.2021 - 10:59
Ungverjar fyrstir ESB-þjóða til að leyfa Sputnik V
Ungverjaland er fyrsta Evrópusambandsríkið sem heimilar innflutning og notkun rússneska bóluefnisins Sputnik V í baráttunni við COVID-19. Ráðuneytisstjóri Viktors Orbans, forsætisráðherra, staðfesti í gær að heilbrigðisyfirvöld hefðu gefið grænt ljós á notkun hvorutveggja Sputnik V og bóluefnisins frá Oxford-AstraZeneca.
Myndskeið
Of snemmt að dæma Evrópusamflot um bóluefni sem mistök
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að það sé allt of snemmt að komast að þeirri niðurstöðu að það hafi verið mistök að fara í samflot með Evrópusambandinu um kaup á bóluefni. Hann var þó ekki tilbúinn að gefa því einhverja gæðaeinkunn.
21.01.2021 - 15:35