Færslur: Evrópuráðið

„Kom á óvart hversu fáir sóttu um“
Forsætisráðuneytið hefur auglýst eftir tveimur dómaraefnum til að taka við stöðu íslensks dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Kjósa átti um nýjan dómara við dómstólinn í þessari viku á þingi Evrópuráðsins en tveir umsækjendur af þremur drógu umsókn sína til baka í síðustu viku. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, vonar að umsóknir berist um stöðuna.
22.06.2022 - 17:49
Rússar reknir úr Evrópuráðinu
Bjarni Jónsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, segir það hafa verið stórkostlega stund þegar mikil samstaða náðist í Evrópuráðsþinginu um að vísa Rússum úr því.
Viðtal
Rússar að segja sig úr samfélagi siðaðra þjóða
Með því að segja sig úr Evrópuráðinu og mannréttindastarfi í Evrópu má segja að Rússar hafi sagt sig úr samfélagi siðaðra þjóða áður en þeim er vísað þaðan út. Þetta segir Bjarni Már Magnússon prófessor við Háskólann í Reykjavík og sérfræðingur í þjóðarrétti um brotthvarf Rússa úr Evrópuráðinu.
Leyfa áframhaldandi eftirlit í hafinu við Sómalíu
Fulltrúar allra þeirra fimmtán ríkja sem aðild eiga að Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna samþykktu í gær tillögu Bandaríkjamanna um að viðhalda áætlun sem veitir ríkjum heimild til að senda herskip inn í landhelgi Sómalíu til að verjast sjóræningjum.
Réttarhöld yfir Kavala halda áfram í Tyrklandi á morgun
Réttarhöldum yfir tyrkneska stjórnarandstöðuleiðtoganum Osman Kavala verður fram haldið á morgun föstudag. Sendiherrar tíu Evrópuríkja mótmæltu í síðasta mánuði töfum á málinu og Tyrkland gæti átt yfir höfði sér fyrirtöku hjá Mannréttindadómstóli Evrópu vegna þess.
Stjórn Orbans sækir enn að réttindum hinseginfólks
Ríkisstjórn Viktors Orbans og flokks hans í Ungverjalandi hefur lagt fram frumvarp til laga, sem bannar allt það sem „ýtir undir samkynhneigð“ eins og þar stendur. Amnesty International, samtök hinseginfólks og fleiri mannréttindasamtök fordæma löggjöfina og segja að með henni sé gróflega vegið að réttindum samkynhneigðra og ungs fólks yfirhöfuð.
Þingmenn hvetja stjórnvöld til að viðurkenna þjóðarmorð
Hópur þingmanna úr nokkrum stjórnmálaflokkum hefur lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að íslensk stjórnvöld viðurkenni að framið hafi verið þjóðarmorð á Armenum á tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar.
Öll fórnarlömb mansals eiga rétt á aðstoð
Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands og fulltrúi í framkvæmdateymi um mansal í Bjarkarhlíð fagnar breytingatillögu dómsmálaráðherra varðandi mansalsákvæði almennra hegningarlaga.
Aðgengi almennings að opinberum skjölum staðfest
Ísland hefur nú staðfest samning Evrópuráðsins um aðgang að opinberum skjölum, kenndan við Tromsö í Noregi. Þeim ríkjum sem staðfesta hann ber að virða samræmdar lágmarksreglur um upplýsingarétt almennings.
Réttað um framsal Assange til Bandaríkjanna
Málflutningur varðandi fyrirhugað framsal Julians Assange til Bandaríkjanna hefst í London í dag. Vestra gæti hann staðið hann frammi fyrir réttarhöldum vegna birtingar gagna sem varða framferði Bandaríkjamanna í stríðunum í Afganistan og Írak.
Pólland segir sig frá sáttmála gegn kynbundnu ofbeldi
Pólland hyggst segja sig frá sáttmála Evrópuráðsins, sem miðar að því að draga úr heimilisofbeldi og ofbeldi gegn konum. Dómsmálaráðherra Póllands tilkynnti þetta á laugardag. Ráðherrann, Zbigniew Ziobro, sagði sáttmálann, sem oftast er kenndur við Istanbúl, vera „skaðlegan" þar sem hann brjóti gegn réttindum foreldra með því að skikka skóla til að kenna börnum eitt og annað um málefni kynjanna, kynvitund og kynhneigð.
26.07.2020 - 01:52
Viðtal
Rannsakar stöðu pólitískra fanga í Rússlandi
Evrópuráðsþingið hefur falið Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmanni Pírata, að vinna skýrslu og þingsályktun um málefni pólitískra fanga í Rússlandi. Mannréttindasamtök telja að þar séu landi séu um þrjú hundruð manns í haldi vegna skoðana sinna.
01.07.2020 - 22:11
Viðtal
Fangelsismálin snúast alltaf um peninga
Aðbúnaður í fjórum íslenskum fangelsum er ekki alls kostar viðunandi, segir í bráðabirgðaskýrslu pyntinganefndar Evrópuráðsins. Málið snýst alltaf um peninga, sagði Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu, félags fanga, í Morgunútvarpinu á Rás 2.
08.07.2019 - 09:54
Krefjast aðgerða í fangelsismálum hérlendis
Í bráðabirgðaskýrslu pyntinganefndar Evrópuráðsins um aðbúnað í fjórum íslenskum fangelsum segir að bæta megi ýmis atriði er varða málefni fanga hér á landi og hefur hún veitt stjórnvöldum þriggja mánaða frest til að skila ítarlegri aðgerðaáætlun um endurbætur.
05.07.2019 - 08:38
Ættum að gera alþjóðastarfi hærra undir höfði
Nýr framkvæmdastjóri Evrópuráðsins verður kosinn í næstu viku. Fulltrúi Íslands segir alþjóðastarf ekki fá næga athygli hérlendis, en allt slíkt samstarf hafi mikla þýðingu fyrir smáþjóð eins og Ísland.
22.06.2019 - 12:53
Flokki hægri öfgamanna hafnað
Í dag hafnaði framkvæmdastjórn Evrópuráðsþingsins að viðurkenna nýjan stjórnmálahóp hægri öfgamanna á þinginu. Andstaða gegn viðurkenningunni var leidd af Rósu Björk Brynj­ólfs­dóttur, þing­manni Vinstri grænna, og Þór­hildi Sunnu Ævars­dótt­ur, þing­flokks­for­manns Pírata.
23.05.2019 - 17:18
Þingforseti sviptur völdum
Forsætisnefnd þings Evrópuráðsins samþykkti í dag að svipta Pedro Agramunt þingforseta völdum. Hann hafði það helst til saka unnið að taka sér ferð á hendur til Sýrlands í síðasta mánuði, þar sem hann hitti Bashar al-Assad Sýrlandsforseta að máli.
28.04.2017 - 17:56