Færslur: Evrópuráðið

Réttað um framsal Assange til Bandaríkjanna
Málflutningur varðandi fyrirhugað framsal Julians Assange til Bandaríkjanna hefst í London í dag. Vestra gæti hann staðið hann frammi fyrir réttarhöldum vegna birtingar gagna sem varða framferði Bandaríkjamanna í stríðunum í Afganistan og Írak.
Pólland segir sig frá sáttmála gegn kynbundnu ofbeldi
Pólland hyggst segja sig frá sáttmála Evrópuráðsins, sem miðar að því að draga úr heimilisofbeldi og ofbeldi gegn konum. Dómsmálaráðherra Póllands tilkynnti þetta á laugardag. Ráðherrann, Zbigniew Ziobro, sagði sáttmálann, sem oftast er kenndur við Istanbúl, vera „skaðlegan" þar sem hann brjóti gegn réttindum foreldra með því að skikka skóla til að kenna börnum eitt og annað um málefni kynjanna, kynvitund og kynhneigð.
26.07.2020 - 01:52
Viðtal
Rannsakar stöðu pólitískra fanga í Rússlandi
Evrópuráðsþingið hefur falið Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmanni Pírata, að vinna skýrslu og þingsályktun um málefni pólitískra fanga í Rússlandi. Mannréttindasamtök telja að þar séu landi séu um þrjú hundruð manns í haldi vegna skoðana sinna.
01.07.2020 - 22:11
Viðtal
Fangelsismálin snúast alltaf um peninga
Aðbúnaður í fjórum íslenskum fangelsum er ekki alls kostar viðunandi, segir í bráðabirgðaskýrslu pyntinganefndar Evrópuráðsins. Málið snýst alltaf um peninga, sagði Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu, félags fanga, í Morgunútvarpinu á Rás 2.
08.07.2019 - 09:54
Krefjast aðgerða í fangelsismálum hérlendis
Í bráðabirgðaskýrslu pyntinganefndar Evrópuráðsins um aðbúnað í fjórum íslenskum fangelsum segir að bæta megi ýmis atriði er varða málefni fanga hér á landi og hefur hún veitt stjórnvöldum þriggja mánaða frest til að skila ítarlegri aðgerðaáætlun um endurbætur.
05.07.2019 - 08:38
Ættum að gera alþjóðastarfi hærra undir höfði
Nýr framkvæmdastjóri Evrópuráðsins verður kosinn í næstu viku. Fulltrúi Íslands segir alþjóðastarf ekki fá næga athygli hérlendis, en allt slíkt samstarf hafi mikla þýðingu fyrir smáþjóð eins og Ísland.
22.06.2019 - 12:53
Flokki hægri öfgamanna hafnað
Í dag hafnaði framkvæmdastjórn Evrópuráðsþingsins að viðurkenna nýjan stjórnmálahóp hægri öfgamanna á þinginu. Andstaða gegn viðurkenningunni var leidd af Rósu Björk Brynj­ólfs­dóttur, þing­manni Vinstri grænna, og Þór­hildi Sunnu Ævars­dótt­ur, þing­flokks­for­manns Pírata.
23.05.2019 - 17:18
Þingforseti sviptur völdum
Forsætisnefnd þings Evrópuráðsins samþykkti í dag að svipta Pedro Agramunt þingforseta völdum. Hann hafði það helst til saka unnið að taka sér ferð á hendur til Sýrlands í síðasta mánuði, þar sem hann hitti Bashar al-Assad Sýrlandsforseta að máli.
28.04.2017 - 17:56