Færslur: Evrópudómstóllinn

Pólverjar skulda Evrópusambandinu 160 milljónir evra
Pólland skuldar Evrópusambandinu 160 milljónir evra í sektir vegna tregðu þarlendra stjórnvalda við að fella úr gildi umdeild lög um breytingar á dómskerfinu. Sektarfjárhæðin verður dregin frá greiðslum sambandsins til Póllands.
Heimsglugginn: Mikil áhrif Jenis av Rana í Færeyjum
Jenis av Rana og Miðflokkur hans hafa gífurleg áhrif í færeyskum stjórnmálum þó að flokkurinn sé ekki stór segir Hjálmar Árnason, formaður Færeysk-íslenska verslunarráðsins. Bogi Ágústsson ræddi við hann í Heimsglugga vikunnar á Morgunvakt Rásar-1.
Milljarðasekt yfir Google staðfest
Áfrýjunardómstóll Evrópusambandsins, Almenni dómstóllinn, staðfesti í dag ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB, að sekta bandaríska netþjónusturisann Google um 2,4 milljarða evra fyrir brot á samkeppnisreglum. Fyrirtækið getur vísað málinu til Evrópudómstólsins, sem kveður upp endanlegan dóm.
Telja skilmála lána með breytilegum vöxtum ólöglega
Skilmálar og framkvæmd lána með breytilegum vöxtum standast ekki lög. Þetta er mat Neytendasamtakanna sem nú hafa sent stóru bönkunum bréf þar sem þess er krafist að skilmálar lánanna séu lagfærðir. Sömuleiðis skuli leiðrétta hlut þeirra sem hallað hefur verið á.
Samkomulagið samræmist ekki persónuverndarlögum ESB
Evrópudómstóllinn hefur ógilt ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem fjallar um að vernd persónuupplýsinga samkvæmt samkomulagi Evrópusambandsins og Bandaríkjanna sem kallast Data Protection Shield sé fullnægjandi.
Króatíu óheimilt að framselja Íslending til Rússlands
Evrópudómstóllinn hefur úrskurðað að króatískum stjórnvöldum sé óheimilt að framselja íslenskan ríkisborgara til Rússlands eins og rússnesk stjórnvöld fara fram á. Maðurinn hefur verið í gæsluvarðhaldi í Króatíu í níu mánuði.
Samkynja hjón hafa sama rétt
Makar ríkisborgara innan Evrópusambandsins hafa rétt á búsetu með mökum sínum innan ESB-ríkja óháð kyni, samkvæmt úrskurði Evrópudómstólsins. Adrian Coman höfðaði mál eftir að bandarískum eiginmanni hans var neitað um búsetu í Rúmeníu.
05.06.2018 - 18:54