Færslur: Esja

Varað við snjóflóðum í fjöllum nærri þéttbýli
Vegna mikilla snjóalaga kann að skapast hætta á snjóflóðum úr fjöllum í eða við þéttbýli. Það á meðal annars við um Esjuna en Slysavarnafélagið Landsbjörg varar við að þar kunni að skapast töluverð hætta af snjóflóðum.
17.02.2022 - 15:22
Maður fluttur á slysadeild eftir fjallahjólaslys
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út að Esjunni í dag um klukkan hálf þrjú, vegna manns sem slasaðist við fjallahjólreiðar. Maðurinn nokkuð hátt uppi þegar slysið varð, eða um 300-400 metra. Hann var fluttur niður af fjallinu á sexhjóli, þangað sem hægt var að koma honum í sjúkraflutningabíl.
02.10.2021 - 20:55
Björgunarsveitir hjálpuðu strönduðum sæförum við Akurey
Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kallaðar til bjargar fjórum mönnum í strönduðum gúmmíbát á skeri við Akurey í Kollafirði. Vel gekk að bjarga mönnunum en á sama tíma barst hjálparbeiðni frá göngumanni í Esjunni.
19.09.2021 - 23:35
Myndskeið
Mætti melrakka á Esjunni
Refur sást á vappi á Esjunni síðdegis í dag. Sigríður Lárusdóttir, göngukona sem gekk fram á refinn, hélt í fyrstu að hún hefði heyrt gelt í hundi.
13.07.2020 - 19:21
Grjóthrunið í Esju líklega af mannavöldum
Grjóthrun í Esju yfir göngustíg þar sem fólk var á ferð í gær varð líklega af mannavöldum, segir jarðverkfræðingur. Göngufólk átti sig ekki á því að litlir steinar sem falli undan því geti komið skriðum af stað. 
06.07.2020 - 12:43
Tvær konur sluppu naumlega undan grjótskriðu í Esjunni
Á ellefta tímanum í morgun sluppu tvær konur naumlega undan stórri grjótskriðu sem féll í Esjunni. Önnur þeirra hlaut smávægileg meiðsl. Lögregla metur nú hvort setja eigi varúðarmerkingar á svæðið.
05.07.2020 - 14:50
Sóttur á Esju með þyrlu
Maður var sóttur á Esjuna með þyrlu Landhelgisgæslunnar á fimmta tímanum í dag eftir að hafa slasast á fæti.
20.06.2020 - 19:01
Göngufólk getur nú gengið örna sinna við Esjuna
Þremur salernum hefur verið komið fyrir hjá Mógilsá við upphaf gönguleiðarinnar á Esjuna. Næstu daga á að tengja salernishúsið við lagnir og ganga frá umhverfi þess. Gert er ráð fyrir að salernin verði opnuð í næsta mánuði. Áætlaður kostnaður við verkið, sem er a vegum Reykjavíkurborgar, er 35-40 milljónir króna að sögn fulltrúa borgarinnar.
18.05.2020 - 14:37
Myndskeið
Esjustígur lagður með þyrlu
Viðgerðir á einni vinsælustu gönguleið í nágrenni höfuðborgarsvæðisins hófust í morgun þegar leiðin á Esju upp að Steini var lagfærð. Nota þurfti þyrlu til að koma jarðvegi upp í fjallið.
12.05.2020 - 23:05
Viðtal
Segir aðstæður við leit hafa verið krefjandi
Lárus Steindór Björnsson, vettvangsstjóri Landsbjargar, segir að hæfasta fólk björgunarsveitanna hafi verið kallað út til leitar að manni sem grófst undir snjóflóði í Móskarðshnúkum fyrr í dag. Hann fannst eftir um klukkustundar leit og nærri tveimur klukkutímum eftir að flóðið féll. Lárus segir að krefjandi aðstæður hafi verið við leitina. Á leitarsvæðinu sé á og kalt í veðri.
29.01.2020 - 17:07