Færslur: Esja

Sóttur á Esju með þyrlu
Maður var sóttur á Esjuna með þyrlu Landhelgisgæslunnar á fimmta tímanum í dag eftir að hafa slasast á fæti.
20.06.2020 - 19:01
Göngufólk getur nú gengið örna sinna við Esjuna
Þremur salernum hefur verið komið fyrir hjá Mógilsá við upphaf gönguleiðarinnar á Esjuna. Næstu daga á að tengja salernishúsið við lagnir og ganga frá umhverfi þess. Gert er ráð fyrir að salernin verði opnuð í næsta mánuði. Áætlaður kostnaður við verkið, sem er a vegum Reykjavíkurborgar, er 35-40 milljónir króna að sögn fulltrúa borgarinnar.
18.05.2020 - 14:37
Myndskeið
Esjustígur lagður með þyrlu
Viðgerðir á einni vinsælustu gönguleið í nágrenni höfuðborgarsvæðisins hófust í morgun þegar leiðin á Esju upp að Steini var lagfærð. Nota þurfti þyrlu til að koma jarðvegi upp í fjallið.
12.05.2020 - 23:05
Viðtal
Segir aðstæður við leit hafa verið krefjandi
Lárus Steindór Björnsson, vettvangsstjóri Landsbjargar, segir að hæfasta fólk björgunarsveitanna hafi verið kallað út til leitar að manni sem grófst undir snjóflóði í Móskarðshnúkum fyrr í dag. Hann fannst eftir um klukkustundar leit og nærri tveimur klukkutímum eftir að flóðið féll. Lárus segir að krefjandi aðstæður hafi verið við leitina. Á leitarsvæðinu sé á og kalt í veðri.
29.01.2020 - 17:07