Færslur: Ermarsund

Þúsundir flutningabílstjóra eyða jólunum í bílum sínum
Þúsundir flutningabílstjóra af ýmsu þjóðerni þurfa að eyða jólunum í bílum sínum utan við ferjuhöfnina í Dover á Englandi, þar sem þeir bíða þess ýmist að verða skimaðir fyrir COVID-19 eða fá niðurstöður úr skimun sem þeir hafa þegar undirgengist. Breskir hermenn og franskir slökkviliðsmenn eru nú komnir á vettvang til að flýta fyrir.
25.12.2020 - 06:03
Deilt um lausn á straumi flóttamanna yfir Ermarsund
Straumur flóttamanna yfir Ermarsundið frá Frakklandi til Englands hefur vaxið mjög í sumar. Hátt í þúsund manns hafa farið þessa leið það sem af er þessum mánuði. Breskir stjórnmálamenn kenna glæpagengjum sem smygla flóttafólki um stöðuna og vilja senda þessa flóttamenn til baka. Hjálparsamtök segja vandann kerfislægan og hvetja Breta til að veita þessu fólki vernd.
22.08.2020 - 07:56
Bretar flykkjast heim áður en sóttkví skellur á
Tugþúsundir bresks ferðafólks eru í kapphlaupi við tímann að komast heim áður en nýjar reglur um sóttkví taka gildi klukkan fjögur næstu nótt.