Færslur: Ermarsund

10.000 flóttafólks farið sjóleiðina til Bretlands í ár
Minnst 10.000 flóttafólks og hælisleitenda hafa farið sjóleiðina til Bretlands frá Frakklandi það sem af er ári. Breska fréttastofan Press Association (PA) greinir frá þessu. Í frétt PA segir að þessum fjölda hafi verið náð í gær, þriðjudag, en að það verði að líkindum ekki staðfest opinberlega fyrr en í dag. Enn fleiri eru sögð hafa verið stöðvuð áður en þau lögðu á Ermarsundið eða áður en þau komust yfir það.
08.06.2022 - 05:32
Bárurnar syntu yfir Ermarsundið á 16 tímum
Sjósundshópurinn Bárurnar synti boðsund yfir Ermarsundið á þriðjudag og lauk því laust eftir klukkan átján, eftir nær sextán tíma sund. Greint er frá þessu á mbl.is. Bárurnar, sex hraustar afrekskonur, syntu frá Bretlandi til Frakklands. Ermarsundið er 34 kílómetra breitt þar sem það er mjóast en þar sem synda þarf undan straumi er sundið töluvert lengra.
08.06.2022 - 00:50
Bretar ætla að senda hælisleitendur til Rúanda
Bresk stjórnvöld hyggjast flytja hælisleitendur, sem koma til landsins á bátskænum eftir hættuför yfir Ermarsundið, til Afríkuríkisins Rúanda. Þar verður þeim komið fyrir í flóttamannabúðum á meðan unnið er úr umsóknum þeirra um hæli í Bretlandi. Þetta kemur fram í áætlun bresku ríkisstjórnarinnar, sem búist er við að innanríkisráðherrann Priti Patel leggi fram í dag, fimmtudag, samkvæmt bresku fréttastofunni PA Media.
14.04.2022 - 02:44
Metfjöldi flóttafólks sigldi yfir Ermarsund árið 2021
Metfjöldi flótta- og farandfólks fór yfir Ermarsund til Bretlands á síðasta ári eða yfir 28 þúsund. Það er þrefaldur fjöldi ársins 2020. Langflest lögðu í siglinguna á litlum kænum og sum komust aldrei á áfangastað.
Komið til bjargar á Ermarsundi á jólanótt
Nær sjötíu manns var komið til bjargar á Ermarsundi á jólanótt. Fréttastofa Sky hefur eftir bresku strandgæslunni að fólkinu hafi verið bjargað af tveimur litlum bátum um klukkan hálf tvö aðfaranótt jóladags, og siglt í land í Dover á suðurströnd Englands.
26.12.2021 - 11:04
Björguðu 138 flóttamönnum á Ermarsundi
Skipverjar á tveimur frönskum herskipum og björgunarbátum komu 138 flóttamönnum til bjargar á Ermarsundi í gær. Fólkið var á leið til Bretlands á bágbornu fleyi og lenti í vandræðum á för sinni.
18.12.2021 - 01:13
Hefja eftirlitsflug yfir Ermarsundi
Flugvél evrópska landamæraeftirlitsins, Frontex, verður með reglulegt eftirlitsflug yfir Ermarsundi frá miðri viku til að koma í veg fyrir mansal með flóttafólk. Þetta var ein niðurstaða fundar um flóttamannavandann við sundið sem haldinn var í Calais í dag.
28.11.2021 - 20:05
Funda um flóttann yfir Ermarsund - Bretar ekki með
Innanríkisráðherrar Frakklands, Belgíu, Hollands og Þýskalands koma saman til fundar í frönsku hafnarborginni Calais í dag. Þar munu þeir ræða ástandið við Frakklandsstrendur Ermarsunds og leiðir til að koma í veg fyrir að flóttafólk leggi þaðan á djúpið á manndrápsfleytum á vegum smyglara, í von um að komast til Bretlands. Þúsundir flótta- og förufólks hafa lagt í slíka hættuför á síðustu misserum.
28.11.2021 - 05:35
Misklíð Breta og Frakka eykst enn og flækist
Krytur Breta og Frakka heldur áfram að vinda upp á sig. Innanríkisráðherra Frakklands afturkallaði í gær boð sitt til breska innanríkisráðherrans á fund um straum flóttafólks yfir Ermarsundið. Ástæðan er bréf Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, til Emmanuels Macrons, Frakklandsforseta, þar sem hann leggur til að Frakkar taki aftur við hverjum þeim flóttamanni sem þaðan kemur til Bretlands.
27.11.2021 - 03:34
Koma í veg fyrir ferjusiglingar Breta á morgun
Fiskveiðideilur Breta og Frakka harðna enn. Á morgun ætla franskir sjómenn að koma í veg fyrir að breskar ferjur geti lagst að bryggju í þremur frönskum hafnarborgum við Ermarsund. Gerard Romiti, formaður sjómannasamtaka Frakklands, segir aðgerðina vera viðvörun til Breta.
25.11.2021 - 16:03
Macron vill neyðarfund vegna stöðu flóttafólks í Evrópu
Frakklandsforseti kallar eftir leiðtogafundi í Evrópusambandinu vegna stöðunnar í málefnum flóttafólks í aðildarríkjum sambandsins. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, gaf út tilkynningu þessa efnis eftir að 27 flóttamenn drukknuðu þegar gúmmíbátur þeirra sökk á Ermarsundinu á miðvikudag. Fólkið var á leið frá Frakklandi til Bretlands þegar loft tók að leka úr yfirfullum gúmmíbátnum með þeim afleiðingum að hann sökk. Ásakanir ganga á milli Frakklands og Bretlands vegna ástandsins við sundið.
25.11.2021 - 04:23
Yfir þrjátíu fórust á Ermarsundi í morgun
Yfir þrjátíu hafa fundist látnir eftir að bátur með flóttamönnum um borð sökk undan strönd Calais í Frakklandi í morgun. Slysið er það mannskæðasta í Ermarsundi síðan flóttamenn hófu að sigla yfir það.
24.11.2021 - 20:24
Spegillinn
Flóttamannamál og Brexit-deilur
Það eru væringar á jöðrum Evrópu vegna flóttamanna. Og þá einnig í Frakklandi þar sem flóttamenn safnast saman á ströndum Ermarsunds til að freista þess að komast til Bretlands. Löndin hafa freistað þess að leysa deilurnar, nú í kvöld funda innanríkisráðherrar landanna saman í París. Brexit, útganga Breta úr Evrópusambandinu, hefur gert þetta mál enn erfiðara viðureignar en ella.
15.11.2021 - 18:53
Metfjöldi flótta- og förufólks yfir Ermarsundið í gær
Um eitt þúsund manns komst sjóleiðina frá Frakklandi til Englands í gær án tilskilinna leyfa og pappíra. Í frétt BBC segir að aldrei hafi fleira flótta- og förufólk náð landi á Englandi á einum degi eftir slíka svaðilför. Var fólkinu fylgt í land í Dover af fimm björgunarbátum og fjórum skipum strandgæslunnar. Milt og stillt veður var á Ermarsundi í gær sem gerði það að verkum að fleiri hættu á ferðina en ella.
12.11.2021 - 06:19
Þúsundir flutningabílstjóra eyða jólunum í bílum sínum
Þúsundir flutningabílstjóra af ýmsu þjóðerni þurfa að eyða jólunum í bílum sínum utan við ferjuhöfnina í Dover á Englandi, þar sem þeir bíða þess ýmist að verða skimaðir fyrir COVID-19 eða fá niðurstöður úr skimun sem þeir hafa þegar undirgengist. Breskir hermenn og franskir slökkviliðsmenn eru nú komnir á vettvang til að flýta fyrir.
25.12.2020 - 06:03
Deilt um lausn á straumi flóttamanna yfir Ermarsund
Straumur flóttamanna yfir Ermarsundið frá Frakklandi til Englands hefur vaxið mjög í sumar. Hátt í þúsund manns hafa farið þessa leið það sem af er þessum mánuði. Breskir stjórnmálamenn kenna glæpagengjum sem smygla flóttafólki um stöðuna og vilja senda þessa flóttamenn til baka. Hjálparsamtök segja vandann kerfislægan og hvetja Breta til að veita þessu fólki vernd.
22.08.2020 - 07:56
Bretar flykkjast heim áður en sóttkví skellur á
Tugþúsundir bresks ferðafólks eru í kapphlaupi við tímann að komast heim áður en nýjar reglur um sóttkví taka gildi klukkan fjögur næstu nótt.