Færslur: Erlendir ferðamenn

„Myndi vilja sjá Akureyrarbæ gera eitthvað í þessu“
Þeir sem reka verslanir og veitingastaði í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri segja dapurlegt að engin upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn sé rekin í bænum. Rúmlega 50 þúsund ferðamenn komu í húsið í leit að upplýsingum árið 2019.
04.05.2022 - 11:54
Sexfalt fleiri gistinætur nú í mars en var í fyrra
Gistinætur á íslenskum hótelum voru sexfalt fleiri í mars en á sama tíma í fyrra. Einkum má rekja þá breytingu til erlendra ferðamanna en Íslendingar sækja enn mikið í dvöl á hótelum og öðrum gistihúsum.
11.04.2022 - 05:00
Sjónvarpsfrétt
Öðrum skíðamanninum haldið sofandi í öndunarvél
Vettvangsrannsókn hófst í Svarfaðadal í dag eftir að þrír bandarískir ferðamenn urðu þar undir snjóflóði í gærkvöldi. Einn þeirra lést í snjóflóðinu en hinir tveir eru alvarlega slasaðir. 
08.04.2022 - 22:10
Björgunarsveitir kallaðar út við gosstöðvarnar
Björgunarsveitir á Suðurnesjum voru kallaðar klukkan 18 í dag, þar sem tveir ferðemenn höfðu villst við gosstöðvarnar í Geldingadölum.
23.03.2022 - 20:50
Fyrirmyndarfarþegar til Hríseyjar
Hríseyingar hafa sett saman leiðarvísi til að tryggja að gestir sem koma með skemmtiferðaskipum sýni fólki og náttúru virðingu. Formaður Ferðamálafélagsins býst því einungis við fyrirmyndargestum í sumar.
21.03.2022 - 10:33
Ferðamaðurinn illa undirbúinn
Bandaríski ferðamaðurinn sem fannst laust fyrir miðnætti í gær, norður af Mýrdalsjökli, virðist vera reynslumikill.
15.03.2022 - 12:25
Telja sig vita hvar ferðamennirnir á Vatnajökli eru
Björgunarsveitir leita nú tveggja erlendra ferðamanna sem sendu frá sér neyðarkall af Vatnajökli í dag. Aðstæður á vettvangi eru ekki með besta móti, mikið hefur rignt þar undanfarið og því töluverður krapi, snjókoma og lélegt skyggni.
16,500 Rússar til Íslands 2019
Sextán þúsund og fimm hundruð rússneskir ferðamenn komu hingað til lands árið 2019 og hafði fjölgað um tæplega fimm þúsund á tveimur árum.
Sjónvarpsfrétt
Niceair ætlar að taka flugið frá Akureyri
Niceair er nýtt flugfélag sem ætlar að halda uppi reglulegu millilandaflug frá Akureyri. Framkvæmdastjóri félagsins segir sterkan rekstrargrundvöll vera bæði fyrir erlendan og innlendan markað.
Sjónvarpsfrétt
„Beint flug eina leiðin til að breyta ferðahegðun“
Eftir langvarandi neikvæð áhrif faraldursins á ferðamennsku eru erlendir gestir aftur farnir að streyma til landsins. Það á einnig við á landsbyggðinni. Stjórnendur ferðaþjónustufyrirtækja fyrir norðan segja beint millilandaflug til Akureyrar skipta þar öllu máli.
17.02.2022 - 16:37
Gistinóttum fjölgaði um 55% milli áranna 2020 og 2021
Gistinóttum á öllum gerðum skráðra gististaða fjölgaði um 55% milli áranna 2020 og 2021. Fjórir af hverjum tíu gestum voru Íslendingar sem keyptu sér samtals tvær milljónir nótta á gististað í fyrra.
Met­fjöldi skemmtiferðaskipa til Akureyrar í sumar
Búist við að metfjöldi ferðamanna komi til Akureyrar með skemmtiferðaskipum í sumar. 200 þúsund ferðamenn hafa boðað komu sína með um 200 skipum. Hafnarstjórinn segir spennandi tíma í vændum.
27.01.2022 - 11:15
Þjóðhagsspá Íslandsbanka
Telja að búast megi við ríflega milljón ferðamönnum
Ríflega milljón ferðamenn heimsækja Ísland árið 2022 gangi þjóðhagsspá Íslandsbanka eftir. Það er svipaður fjöldi og hingað kom árið 2015 en ríflega 40% færri en árið 2019. Sérfræðingar bankans gera ráð fyrir að ferðamönnum fjölgi enn næstu tvö til þrjú ár.
Omíkron setti mark sitt á áramótagleði heimsins
Nýtt ár er gengið í garð en ný bylgja drifin áfram af omíkron-afbrigði kórónuveirunnar setti svip sinn á hátíðahöld víða um heim. Mikið fjölmenni var þó á Skólavörðuholti þegar árið 2021 var kvatt og árið 2022 boðið velkomið.
Um 75 þúsund brottfarir erlendra farþega í nóvember
Um það bil 75 þúsund erlendir farþegar héldu á brott frá Keflavíkurflugvelli í nóvember sem er svipaður fjöldi og var í nóvember árið 2015. Bandaríkjamenn og Bretar töldu þriðjung þess fjölda. Um 47% fleiri Íslendingar hafa flogið brott gegnum Keflavík á þessu ári en því síðasta.
Örlítil glufa til viðbótar opnuð við landamæri Ástralíu
Ríkisstjórn Ástralíu tilkynnti í morgun að erlendum námsmönnum og erlendu fagmenntuðu starfsfólki verði að nýju heimilað að koma til landsins. Háskólar hafa kallað eftir breytingum á ströngum ferðareglum.
Ferðamenn venjast nýjum raunveruleika og eyða meiru
Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að hegðun ferðamanna á tímum heimsfaraldursins hafi gjörbreyst og hver ferðamaður eyði mun meiru en áður. Þó að smitstaðan á Íslandi sé slæm virðist vera að ferðamenn séu farnir að venjast nýjum raunveruleika.
16.11.2021 - 08:50
Takmarkanir á landamærum líkt því að veiða ekki kvótann
Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir það efnahagslega skynsamlegt að takmarkanir fyrir bólusetta ferðamenn séu ekki harðari hér á landi en í samkeppnislöndunum.
Beint flug á milli Amsterdam og Akureyrar
Beint millilandaflug til og frá Akureyri hefst að líkindum brátt aftur eftir faraldurinn. Hollenskt flugfélag hyggur á ferðir til Akureyrar á nýju ári, en beint millilandaflug til Akureyrar þyrfti þó að vera tíðara til að ferðaþjónusta á Norðurlandi gæti styrkst frekar.
Tekjur af neyslu erlendra ferðamanna tvöfaldast í júlí
Tekjur af útfluttri þjónustu jukust um hátt í 60 prósent á milli júlí 2020 og júlímánaðar í ár. Í þessum eina mánuði hefur verðmæti í þessum geira aukist um 56,4 milljarða á gengi hvors árs
Erlendir ferðamenn leigja helst ekki rafbíla
Rafbílum fjölgar á bílaleigum landsins en hleðslustöðvar eru of fáar til að erlendir ferðamenn vilji leigja þá til langferða. Til að svo geti orðið þyrfti að fjölga hleðslum við gististaði en það tekur tíma.
11.10.2021 - 12:41
Forstjóri Icelandair bjartsýnn fyrir veturinn
Ísland er ekki lengur á rauðum lista Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna sem ræður þarlendum ferðalöngum ekki lengur frá að ferðast til landsins. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir það vera afar jákvæðar fréttir og að Ísland sé enn eftirsóknarverður áfangastaður.
Myndskeið
Færri ferðamenn í september
Tuttugu prósentum færri ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll fyrri helming septembermánaðar en fyrri helming ágústmánaðar. Framkvæmtastjóri viðskipta og þróunar hjá ISAVIA segir að sóttvarnaaðgerðir á landamærum dragi úr vilja ferðamanna til að koma til Íslands. Aðgerðir hér séu meiri en í nágrannalöndunum og það fæli ferðamenn frá. 
Erfiður vetur framundan fyrir ferðaþjónustuna
Ákvörðun Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna að setja Ísland á hæsta hættustig í ágúst hafði merkjanleg áhrif á ferðaþjónustu, sérstaklega nú í september. Útlit er fyrir að veturinn verði ferðaþjónustunni erfiður og erlendir ferðamenn færri í ár en spáð var.
Skimunarskylda aflögð við landamæri Færeyja
Ferðalöngum til Færeyja verður ekki gert skylt að fara í skimun vegna COVID-19 við komuna til landsins frá og með morgundeginum 1. september. Landsstjórnin kynnti þessa ákvörðun í síðustu viku.