Færslur: Erlendir ferðamenn

Tekjur af neyslu erlendra ferðamanna tvöfaldast í júlí
Tekjur af útfluttri þjónustu jukust um hátt í 60 prósent á milli júlí 2020 og júlímánaðar í ár. Í þessum eina mánuði hefur verðmæti í þessum geira aukist um 56,4 milljarða á gengi hvors árs
Erlendir ferðamenn leigja helst ekki rafbíla
Rafbílum fjölgar á bílaleigum landsins en hleðslustöðvar eru of fáar til að erlendir ferðamenn vilji leigja þá til langferða. Til að svo geti orðið þyrfti að fjölga hleðslum við gististaði en það tekur tíma.
11.10.2021 - 12:41
Forstjóri Icelandair bjartsýnn fyrir veturinn
Ísland er ekki lengur á rauðum lista Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna sem ræður þarlendum ferðalöngum ekki lengur frá að ferðast til landsins. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir það vera afar jákvæðar fréttir og að Ísland sé enn eftirsóknarverður áfangastaður.
Myndskeið
Færri ferðamenn í september
Tuttugu prósentum færri ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll fyrri helming septembermánaðar en fyrri helming ágústmánaðar. Framkvæmtastjóri viðskipta og þróunar hjá ISAVIA segir að sóttvarnaaðgerðir á landamærum dragi úr vilja ferðamanna til að koma til Íslands. Aðgerðir hér séu meiri en í nágrannalöndunum og það fæli ferðamenn frá. 
Erfiður vetur framundan fyrir ferðaþjónustuna
Ákvörðun Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna að setja Ísland á hæsta hættustig í ágúst hafði merkjanleg áhrif á ferðaþjónustu, sérstaklega nú í september. Útlit er fyrir að veturinn verði ferðaþjónustunni erfiður og erlendir ferðamenn færri í ár en spáð var.
Skimunarskylda aflögð við landamæri Færeyja
Ferðalöngum til Færeyja verður ekki gert skylt að fara í skimun vegna COVID-19 við komuna til landsins frá og með morgundeginum 1. september. Landsstjórnin kynnti þessa ákvörðun í síðustu viku.
Skemmtiferðaskip með rannsóknarstofur um borð
Margfalt fleiri farþegar sigldu með skemmtiferðaskipum um landið í sumar en í fyrrasumar. Hafnarstjóri á Akureyri segir aðdáunarvert hvernig skipafélögin hafi hagað sóttvörnum hjá farþegum sínum.
26.08.2021 - 08:36
Myndskeið
Covid-þreyttir ferðamenn sækja í fámennið á Íslandi
Ekki hefur dregið úr aðsókn bandarískra ferðamanna hingað til lands þrátt fyrir að þeir séu varaðir við ferðum til Íslands. Þetta segir framkvæmdastjóri Hótels Húsafells. Ferðamenn sæki í mannfæðina og kyrrðina hér á landi. Þeim finnist þeir öruggari hér en í mannmergð í erlendum stórborgum.
17.08.2021 - 21:41
Þrjátíu ísraelskir ferðamenn smitaðir af COVID-19
Um þrjátíu manna hópur fullbólusettra Ísraelsmanna er smitaður af COVID-19 á ferðalagi sínu um Ísland. Samskiptastjóri almannavarna staðfestir í samtali við fréttastofu að nokkur hópur ísraelskra ferðamanna sé smitaður af COVID. Þetta er ekki sama ferðafólkið og greindist smitað í Vestmannaeyjum og greint var frá fyrir skemmstu.
Myndskeið
Líf og fjör á Ólafsvöku þrátt fyrir COVID-19
Fjölmenni var á Ólafsvöku, þjóðhátíð Færeyinga sem haldin var dagana 28. og 29. júlí síðastliðinn. Síðarnefndi dagurinn er dánardagur Ólafs helga Haraldssonar Noregskonungs og er þjóðhátíðardagurinn kenndur við hann. Lögþing Færeyinga tengist þessum degi órofa böndum enda er það er alltaf sett þá við hátíðlega athöfn.
Sjónvarpsfrétt
Aukið álag á Keflavíkurflugvelli út af nýju reglunum
Langar raðir mynduðust á Keflavíkurflugvelli eftir að nýjar landamærareglur tóku gildi á miðnætti. Erlendir ferðamenn sem ekki framvísa viðeigandi vottorði við komuna til landsins geta átt yfir höfði sér sekt, eða að vera vísað frá landi.
27.07.2021 - 21:46
Ferðaþjónustan illa í stakk búin fyrir niðursveiflu
Ætla má að glataður virðisauki í ferðaþjónustu árið 2020 vegna Covid-19 faraldursins sé tæpir 150 milljarðar. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu sem Ferðamálastofa birti í dag.
Metfjöldi í gegnum Vaðlaheiðargöng
Umferð um landið hefur verið með mesta móti síðastliðnar vikur. Umferð um Vaðlaheiðargöng hefur aukist mikið og er það góða veðrinu á norðanverðu landinu að þakka.
Ísraelsk flugfélög hefja ferðir til Íslands
Þota ísraelska flugfélagsins El Al lenti á Keflavíkurflugvelli í gær með hóp ísraelskra farþega innanborðs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia en ferðin í gær var sú fyrsta af fimm sem El Al býður upp á í sumar.
Sjónvarpsfrétt
Mörg hundruð fá störfin sín aftur á flugvellinum
Mörg hundruð manns hafa verið ráðin til starfa hjá fyrirtækjum á Keflavíkurflugvelli undanfarnar vikur. Margir sem misstu vinnu í faraldrinum hafa fengið gömlu störfin sín aftur og til stendur að ráða fleiri. Misvel gengur að fá fólk til starfa. 
Sjónvarpsfrétt
29 ferðamenn greinst frá 1. júlí — helmingur bólusettur
29 ferðamenn hafa greinst með COVID-19 hér á landi frá 1. júlí, þegar hætt var að skima bólusetta við landamærin. Um helmingur þeirra er bólusettur. Yfirlæknir COVID-göngudeildar segir þetta hafa verið viðbúið.
Bólusettir ferðamenn með COVID-19 í Farsóttarhúsi
Fimmtán ferðamenn með COVID-19 eru nú í Farsóttarhúsi. Fólkið hafði flest verið bólusett og greindist við PCR-skimun áður en það hugðist fara úr landi. Forstöðumaður Farsóttarhúsa segir óvíst hvort fólkið hafi smitast hér á landi eða komið smitað til landsins.   
Von á metfjölda farþegavéla til Keflavíkur um helgina
Framkvæmdastjóri Kynnisferða, sem bjóða upp á rútuferðir frá Leifsstöð, segir að fyrirtækið hafi þurft að ráða hátt í fimmtíu starfsmenn til að sinna auknum verkefnum.
Myndskeið
Atvinnuleysið fór úr 40% niður í 7%
Atvinnulausum hefur fækkað mikið í Mýrdalshreppi.  Allir veitingastaðir og hótel í Vík hafa nú verið opnuð aftur eftir að hafa verið lokuð í faraldrinum. Hótelstjóri segir að allt sé að verða eðlilegt aftur og telur ekki ólíklegt að Kötluþættir Baltasars Kormáks muni laða ferðamenn að svæðinu.
Tvöfalt fleiri gistinætur í maí á þessu ári
Greiddar gistinætur á öllum tegundum gististaða í maí síðastliðnum jukust um 104,0% samanborið við maí ári 2020. Þar af jukust gistinætur á hótelum um 173,6%, um 55,6% á gistiheimilum og um 51,6% á öðrum tegundum skráðra gististaða, að því er fram kemur á vef Hagstofunnar.
Landið rís hjá bílaleigum
Bókanir hafa tekið kipp hjá bílaleigum landsins undanfarna daga og dæmi um að bílafloti hjá einstökum leigum sé fullbókaður út ágúst.
Hegða sér öðruvísi við gosstöðvarnar
Ferðahegðun erlendra ferðamanna við gosstöðvarnar er öðruvísi en innlendra. Útlendingar eru gjarnari á að leggja í hann í slæmu veðri. Þúsundir fara að gosstöðvunum á degi hverjum og erlendum ferðamönnum hefur fjölgað mikið, segir Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík.
Þjónustuútflutningur dróst saman um 50%
Verðmæti þjónustuútflutnings dróst saman um 50 prósent á tímabilinu maí 2020 til apríl 2021 miðað við sama tímabil árið áður. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar.
28.06.2021 - 09:53
Ferðaþjónustan réttir úr sér
Ferðasumarið 2021 fer vel af stað á Norðurlandi og betur en vonir stóðu til. Mikið er um bókanir og víða fullbókað á hótelum. Staðan er mun betri en í fyrra þó ekki sé hún sambærileg því sem var árið 2019.
Samtök ferðaþjónustunnar vilja afnám sóttkvíar
Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir afnám sóttkvíar á landamærunum verða til þess að ferðaþjónusta hér á landi komist í fullan gang.