Færslur: Endurtalning

Ríkissaksóknari vísar frá kæru vegna talningar
Ríkissaksóknari hefur vísað frá kæru vegna framkvæmdar talningar í Norðvesturkjördæmi í þingkosningunum í fyrrahaust. Með því er ákvörðun héraðssaksóknara staðfest.
Nýrri kæru vegna talningamálsins vísað frá
Embætti héraðssaksóknara vísaði í júní frá kæru vegna talningar atkvæða í Norðvesturkjördæmi í Alþingiskosningunum fyrra. Indriði Stefánsson, varaþingmaður Pírata, hefur þegar skotið kærunni til ríkissaksóknara. 
Endurtalning hefur ekki áhrif í Húnaþingi vestra
Atkvæði í sveitarstjórnarkosningum í Húnaþingi vestra voru endurtalin í gærkvöldi eftir að beiðni þess efnis kom frá fulltrúum N-listans. Við endurtalningu komu upp tvö frávik frá fyrri talningu þar sem áður ógild atkvæði voru talin gild. Breytingin hefur þó ekki áhrif á niðurröðun fulltrúa.
20.05.2022 - 09:23
Endurtalning atkvæða í Húnaþingi vestra
Fulltrúar N-lista Nýs afls í Húnaþingi vestra hafa farið fram á endurtalningu atkvæða í sveitarfélaginu. Afar mjótt var á mununum á sjöunda manni inn í sveitarstjórn í kosningunum á laugardaginn en einungis munaði tveimur atkvæðum að N-listinn fengi þriðja mann inn á kostnað B-lista.
Vonast til að ljúka talningarumræðunni á morgun
Kosið verður um þrjár tillögur á Alþingi á morgun í tengslum við talningarmálið í Norðvesturkjördæmi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, starfandi forseti Alþingis, vonast til að hægt verði að ljúka umræðunni með atkvæðagreiðslu á morgun. Ef það verður er ríkisstjórninni ekkert að vanbúnaði að kynna nýja ríkisstjórn og nýjan stjórnarsáttmála. 
24.11.2021 - 18:09
Undirbúningsnefnd á minnst viku eftir
Gert er ráð fyrir að undirbúningskjörbréfanefnd muni starfa út næstu viku hið minnsta. Þetta segir Birgir Ármannsson formaður nefndarinnar. Nefndin er langt á veg komin með gagnaöflun, sem snýst að mestu um að varpa ljósi á talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi.
Níu þingmenn undirbúa álit um gildi Alþingiskosninganna
Níu þingmenn hafa verið tilnefndir í undirbúningskjörbréfanefnd, sem fjallar um kærur vegna framkvæmdar Alþingiskosninganna.
Sjónvarpsfrétt
Alþingi á síðasta orðið um ógildingu kosninga
Alþingi tekur lokaákvörðun um hvort kosið verður aftur í Norðvesturkjördæmi. Þetta segir Davíð Þór Björgvinsson landsréttardómari, fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstól Evrópu og stundakennari í stjórnskipunarrétti við HR. Einstaklingar geti farið með mál um framkvæmd kosninganna í gegnum dómskerfið, og jafnvel reynt að fá það tekið fyrir hjá Mannréttindadómstól Evrópu. Það geti þó aldrei orðið til þess að ógilda úrslit kosninga.
Vikulokin
Rósa Björk og Guðmundur kæra endurtalningu atkvæða
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, frambjóðandi Samfylkingarinnar, og Guðmundur Gunnarsson, frambjóðandi Viðreisnar, hafa ákveðið að kæra endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi til kjörbréfanefndar Alþingis. Sigurður Örn Hilmarsson, lögmaður þeirra, segir að sér virðist sem komin séu upp atriði sem kunni að varða ógildingu kosninganna í kjördæminu.
Spegillinn
Fylgi lýðhyggjuflokka dalar
Krafa um stöðugleika og sömu ríkisstjórn áfram, togast í einhverju á við óánægju fylgismanna Vinstri hreyfingarinnar grænt framboð í samtali ríkisstjórnarflokkanna nú segir Guðmundur Hálfdánarson prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Hann ber saman kosningarnar á Íslandi og Þýskalandi og segir að flug popúliskra flokka hafi lækkað.
Myndskeið
Grundvallaratriði að unnt sé að treysta kosningum
Formaður Flokks fólksins vonar að leiðrétting vegna talningar í Norðvesturkjördæmi verði farsæl og fagnar því að endurtalning sé trúverðug í Suðurkjördæmi. Formaður Samfylkingarinnar segir atvik sem þessi vond á marga vegu og setji fjölda fólks í óþægilega stöðu. 
28.09.2021 - 19:10
Spegillinn
Telur lögum ekki fylgt við endurtalningu
Við endurtalningu í Norðvesturkjördæmi flugu jöfnunarsæti á milli kjördæma, þó að þingstyrkur flokkanna hafi ekki breyst. Í Suðurkjördæmi var krafist endurtalningar því afar mjótt var á munum. Fyrrverandi þingmennirnir Jón Þór Ólafsson (P) og Silja Dögg Gunnarsdóttir (B) eru sammála um að staðan sé ekki góð. Óvissa rýri traust á lýðræði og Jón Þór efast um að farið sé að lögum.
Telur ekki þörf á endurtalningu í öllum kjördæmum
Landskjörstjórn kemur saman til fundar í dag þar sem óskað verður eftir skýrslu frá yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi um framkvæmd kosninganna. Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi kemur einnig saman í dag og tekur ákvörðun um mögulega endurtalningu.
Vinstri græn vilja endurtalningu í Suðurkjördæmi
Umboðsmaður Vinstri grænna sendi í kvöld formlega beiðni til yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi um endurtalningu atkvæða í alþingiskosningunum í gær. Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar, segir að beiðnin verði tekin fyrir á fundi eftir hádegi á morgun.
26.09.2021 - 20:33
Finnst skýringar yfirkjörstjórnar ekki halda vatni
Guðmundur Gunnarsson, oddviti framboðslista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi segir greinilegt það þurfi að kanna betur hverskyns mistök hafi orðið í talningu atkvæða í hans kjördæmi. Samkvæmt niðurstöðum kosninganna, eins og þær voru tilkynntar í morgun, var Guðmundur inni á þingi sem jöfnunarþingmaður, en eftir endurtalningu í dag kemst hann ekki á þing.

Mest lesið