Færslur: Endurtalning
Endurtalning hefur ekki áhrif í Húnaþingi vestra
Atkvæði í sveitarstjórnarkosningum í Húnaþingi vestra voru endurtalin í gærkvöldi eftir að beiðni þess efnis kom frá fulltrúum N-listans. Við endurtalningu komu upp tvö frávik frá fyrri talningu þar sem áður ógild atkvæði voru talin gild. Breytingin hefur þó ekki áhrif á niðurröðun fulltrúa.
20.05.2022 - 09:23
Endurtalning atkvæða í Húnaþingi vestra
Fulltrúar N-lista Nýs afls í Húnaþingi vestra hafa farið fram á endurtalningu atkvæða í sveitarfélaginu. Afar mjótt var á mununum á sjöunda manni inn í sveitarstjórn í kosningunum á laugardaginn en einungis munaði tveimur atkvæðum að N-listinn fengi þriðja mann inn á kostnað B-lista.
19.05.2022 - 13:23
Vonast til að ljúka talningarumræðunni á morgun
Kosið verður um þrjár tillögur á Alþingi á morgun í tengslum við talningarmálið í Norðvesturkjördæmi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, starfandi forseti Alþingis, vonast til að hægt verði að ljúka umræðunni með atkvæðagreiðslu á morgun. Ef það verður er ríkisstjórninni ekkert að vanbúnaði að kynna nýja ríkisstjórn og nýjan stjórnarsáttmála.
24.11.2021 - 18:09
Undirbúningsnefnd á minnst viku eftir
Gert er ráð fyrir að undirbúningskjörbréfanefnd muni starfa út næstu viku hið minnsta. Þetta segir Birgir Ármannsson formaður nefndarinnar. Nefndin er langt á veg komin með gagnaöflun, sem snýst að mestu um að varpa ljósi á talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi.
06.11.2021 - 18:05
Níu þingmenn undirbúa álit um gildi Alþingiskosninganna
Níu þingmenn hafa verið tilnefndir í undirbúningskjörbréfanefnd, sem fjallar um kærur vegna framkvæmdar Alþingiskosninganna.
03.10.2021 - 12:35
Alþingi á síðasta orðið um ógildingu kosninga
Alþingi tekur lokaákvörðun um hvort kosið verður aftur í Norðvesturkjördæmi. Þetta segir Davíð Þór Björgvinsson landsréttardómari, fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstól Evrópu og stundakennari í stjórnskipunarrétti við HR. Einstaklingar geti farið með mál um framkvæmd kosninganna í gegnum dómskerfið, og jafnvel reynt að fá það tekið fyrir hjá Mannréttindadómstól Evrópu. Það geti þó aldrei orðið til þess að ógilda úrslit kosninga.
03.10.2021 - 11:10
Rósa Björk og Guðmundur kæra endurtalningu atkvæða
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, frambjóðandi Samfylkingarinnar, og Guðmundur Gunnarsson, frambjóðandi Viðreisnar, hafa ákveðið að kæra endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi til kjörbréfanefndar Alþingis. Sigurður Örn Hilmarsson, lögmaður þeirra, segir að sér virðist sem komin séu upp atriði sem kunni að varða ógildingu kosninganna í kjördæminu.
02.10.2021 - 14:46
Fylgi lýðhyggjuflokka dalar
Krafa um stöðugleika og sömu ríkisstjórn áfram, togast í einhverju á við óánægju fylgismanna Vinstri hreyfingarinnar grænt framboð í samtali ríkisstjórnarflokkanna nú segir Guðmundur Hálfdánarson prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Hann ber saman kosningarnar á Íslandi og Þýskalandi og segir að flug popúliskra flokka hafi lækkað.
30.09.2021 - 11:09
Grundvallaratriði að unnt sé að treysta kosningum
Formaður Flokks fólksins vonar að leiðrétting vegna talningar í Norðvesturkjördæmi verði farsæl og fagnar því að endurtalning sé trúverðug í Suðurkjördæmi. Formaður Samfylkingarinnar segir atvik sem þessi vond á marga vegu og setji fjölda fólks í óþægilega stöðu.
28.09.2021 - 19:10
Telur lögum ekki fylgt við endurtalningu
Við endurtalningu í Norðvesturkjördæmi flugu jöfnunarsæti á milli kjördæma, þó að þingstyrkur flokkanna hafi ekki breyst. Í Suðurkjördæmi var krafist endurtalningar því afar mjótt var á munum. Fyrrverandi þingmennirnir Jón Þór Ólafsson (P) og Silja Dögg Gunnarsdóttir (B) eru sammála um að staðan sé ekki góð. Óvissa rýri traust á lýðræði og Jón Þór efast um að farið sé að lögum.
27.09.2021 - 19:24
Telur ekki þörf á endurtalningu í öllum kjördæmum
Landskjörstjórn kemur saman til fundar í dag þar sem óskað verður eftir skýrslu frá yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi um framkvæmd kosninganna. Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi kemur einnig saman í dag og tekur ákvörðun um mögulega endurtalningu.
27.09.2021 - 08:39
Vinstri græn vilja endurtalningu í Suðurkjördæmi
Umboðsmaður Vinstri grænna sendi í kvöld formlega beiðni til yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi um endurtalningu atkvæða í alþingiskosningunum í gær. Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar, segir að beiðnin verði tekin fyrir á fundi eftir hádegi á morgun.
26.09.2021 - 20:33
Finnst skýringar yfirkjörstjórnar ekki halda vatni
Guðmundur Gunnarsson, oddviti framboðslista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi segir greinilegt það þurfi að kanna betur hverskyns mistök hafi orðið í talningu atkvæða í hans kjördæmi. Samkvæmt niðurstöðum kosninganna, eins og þær voru tilkynntar í morgun, var Guðmundur inni á þingi sem jöfnunarþingmaður, en eftir endurtalningu í dag kemst hann ekki á þing.
26.09.2021 - 19:47