Færslur: Emmy verðlaunin

Succession besta dramað og Ted Lasso besta grínið
Bandarísku sjónvarpsverðlaunin Emmy voru afhent við hátíðlega athöfn í Los Angeles í nótt. Fjölskyldudramað Succession var tilnefnt til flestra verðlauna eða 25. Tilnefndir Íslendingar fengu ekki verðlaun að þessu sinni.
Stranger Things með 13 Emmy-tilnefningar
Emmy-verðlaunahátíðin fer fram 12. september og voru tilnefningarnar birtar í dag. Nýútgefna fjórða þáttaröð geysivinsælu þáttaraðarinnar Stranger Things, hlýtur alls 13 tilnefningar.
12.07.2022 - 18:38
Um Atlantsála hlaut Emmy-verðlaun í kvöld
Um Atlantsála eða Atlantic Crossing, norsk sjónvarpssería í átta hlutum sem fjallar um norsku krónprinsessuna Mörthu og áhrif hennar á heimsmálin á tíma seinni heimsstyrjaldarinnar hlaut alþjóðlegu Emmy-verðlaunin í kvöld.
Breska konungsfjölskyldan sigursæl á Emmy-hátíðinni
Fjórða syrpa bresku sjónvarpsþáttaraðarinnar The Crown sem fjallar um bresku konungsfjölskylduna og streymisveitan Netflix framleiðir var valin besta alvarlega þáttaröðin á 73. Emmy-sjónvarpsverðlaunahátíðinni í Los Angeles í nótt. Helstu leikendur fengu einnig verðlaun fyrir hlutverk sín.
The Crown valin besta þáttaröðin alvarlegs eðlis
Breska sjónvarpsþáttaröðin The Crown sem fjallar um bresku konungsfjölskylduna og streymisveitan Netflix framleiðir var valin besta alvarlega þáttaröðin á Emmy-sjónvarpsverðlaunahátíðinni í Los Angeles.
20.09.2021 - 02:20
Emmy sjónvarpsverðlaunahátíðin er hafin
Emmy-sjónvarpsverðlaunahátíðin er hafin í Los Angeles í Bandaríkjunum, utandyra í stóru tjaldin. Hátíðin er með smærra sniði en yfirleitt áður en þó öllu fjölmennari en á síðasta ári þegar Jimmy Kimmel kynnti hátíðina frammi fyrir tómum sal.
20.09.2021 - 00:44
Lofar fjöri og miklum glæsileika á Emmy-hátíðinni
Helstu stjörnur sjónvarpsins koma saman í fyrsta sinn um tveggja ára skeið þegar Emmy-verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í Los Angeles í Bandaríkjunum á morgun sunnudag. Framleiðandinn lofar glæsileika og fjöri.
Odenkirk að jafna sig á sjúkrahúsi
Heilsa bandaríska leikarans Bobs Odenkirk virðist fara batnandi en hann liggur á sjúkrahúsi eftir að hann hné niður í gær við upptökur á sjónvarpsþáttunum Better Call Saul.
Zendaya yngsti Emmy-verðlaunahafinn
Bandaríska leikkonan Zendaya er yngsti Emmy-verðlaunahafinn í ár, aðeins 24 ára gömul. Hún fékk verðlaun sem besta leikkona í dramahlutverk. Hún leikur Rue í þáttunum Euphoria.
21.09.2020 - 11:27
Watchmen og Schitt's Creek sigursæl á Emmy hátíðinni
Emmy sjónvarpsverðlaunahátíðin var haldin í nótt í 72. sinn en nú með harla óvenjulegu sniði. Sjónvarpsstjörnur og verðlaunahafar voru öll heima hjá sér. Sum voru uppáklædd en önnur á náttfötunum.
Emmy verðlaunin: Búist við velgengni Watchmen
Emmy sjónvarpsverðlaunahátíðin verður haldin í nótt í sjötugusta og annað sinn en nú með harla óvenjulegu sniði.
21.09.2020 - 00:21
Óvenjuleg Emmy-verðlaunahátíð á óvenjulegum tímum
Emmy verðlaunahátíðin verður með óvenjulegu sniði þetta árið, eins og flest á tímum heimsfaraldurs kórónuveiru.
19.09.2020 - 02:37
Emmy-hátíðin með óvenjulegu sniði í ár
Emmy-verðlaunahátíðin sem er nokkurs konar Óskarsverðlaunahátíð sjónvarpsiðnaðarins verður haldin á netinu í ár vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.
Watchmen, Succession og Maisel með flestar tilnefningar
Tilnefningar til Emmy-verðlaunanna voru tilkynntar á vef bandarísku sjónvarpsakademíunnar síðdegis í dag. Þættirnir Watchmen, Succession og The Marvelous Mrs. Maisel fengu flestar tilnefningar hver í sínum flokki.
28.07.2020 - 18:31
Eftirtektarverðustu klæði Emmy-verðlaunanna
Emmy-verðlaunin voru haldin með pompi og prakt í Los Angeles í gær. Mikið var um dýrðir og stjörnurnar settu svip sinn á fjólubláa dregilinn með misfallegum og misvelheppnuðum kjólum, jökkum og skikkjum.
23.09.2019 - 14:06
Krúnuleikar, Tsjernóbíl og Flóabæli sigursæl
Krúnuleikarnir og Flóabæli, eða Game of Thrones og Fleabag, hirtu mörg eftirsóttustu verðlaunin á lokahófi bandarísku Emmy-verðlaunanna í Los Angeles í nótt. Áttunda og síðasta syrpa blóðuga ævintýrabálksins Game of Thrones var valin besta, dramatíska sjónvarpsþáttaröðin og Peter Dinklage besti leikarinn í aukahlutverki. Tsjérnóbíl fékk næst flest verðlaun í ár.
Netflix með flestar Emmy-tilnefningar
Efnisveitan Netflix fékk flestar tilnefningar til Emmy-verðlauna í ár eða 112 talsins. Þetta er í fyrsti skipti sem streymisveita fær flestar tilnefningar en kapalstöðin HBO sem hefur verið með flestar tilnefningar undanfarin 17 ár kom næst með 108 tilnefningar.
13.07.2018 - 13:31
Kvikmyndabransinn fer í sparifötin
Stærstu verðlaunahátíðir bandaríska kvikmyndabransans eru framundan og marka upphaf „verðlaunatímabilsins“ svokallaða sem stendur fram á vor. Fjölmiðlar um allan heim fylgjast með enda litið svo á að hátíðirnar séu uppgjör á kvikmynda- og sjónvarpsframleiðslu ársins sem er að líða. Nú þegar liggur fyrir hvaða titlar eru sigurstranglegir á Óskarsverðlaunahátíðinni í mars.
Konur áttu sviðið á Emmy-verðlaununum
Emmy sjónvarpsverðlaunahátíðin, sem fram fór í Los Angeles í nótt, var söguleg fyrir margar sakir. Konur og þeldökkir, hópur sem lengst af hefur borið skarðan hlut frá borði á hátíðinni, unnu í helstu flokkum og met voru slegin.
18.09.2017 - 12:10