Færslur: Emmanuel Macron

Macron fundar með leiðtogum stjórnarandstöðunnar í dag
Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, fundar í dag, þriðjudag, með formönnum flokka stjórnarandstöðunnar á franska þinginu.
Sjónvarpsfrétt
Stjórnarkreppa í uppsiglingu í Frakklandi
Emmanuel Macron forseti Frakklands, hefur boðað leiðtoga stjórnmálaflokka á franska þinginu á sinn fund á morgun og miðvikudag, eftir að niðurstöður þingkosninganna sem fram fóru á sunnudag lágu fyrir.
20.06.2022 - 20:17
Morgunútvarpið
Tíðindin í Frakklandi líkist pólitískum jarðskjálfta
Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, missti meirihluta sinn á franska þinginu í kosningum sem fram fóru í landinu í gær. Miðjubandalag forsetans tapaði 100 þingsætum en Þjóðfylking Marie Le Pen bætti við sig í kosningunum og þá er nýtt vinstribandalag leitt af Jean-Luc Melenchon, næst stærst á eftir miðjubandalaginu.
20.06.2022 - 10:04
Bandalag Macron missir 100 þingsæti og tapar meirihluta
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, missti meirihluta sinn á franska þinginu í kosningum í landinu í dag. Miðjubandalag forsetans, Ensamble, hlaut 245 sæti á þinginu en þurfti 289 sæti til að halda meirihlutanum. Bandalagið tapar 100 þingsætum frá því í síðustu kosningum.
19.06.2022 - 23:56
Tvísýnar þingkosningar í Frakklandi í dag
Það ræðst í dag hvort Emmanuel Macron Frakklandsforseti nær að halda meirihluta í franska þinginu. Macron þarf meirihluta til þess að geta komið stefnumálum sínum í framkvæmd. Síðari hluti þingkosninganna í landinu fer fram í dag.
19.06.2022 - 11:40
Ræðst í dag hvort flokkur Macrons heldur meirihluta
Seinni hluti frönsku þingkosninganna fer fram í dag, sunnudag. Þá ræðst hvort Ensemble, þriggja flokka mið-hægribandalag Emmanuels Macron, Frakklandsforseta, verður áfram fjölmennasti flokkurinn á þinginu.
19.06.2022 - 04:00
Macron, Scholz og Draghi á leið til Kænugarðs
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, Olaf Scholz Þýskalandskanslari og Mario Draghi forsætisráðherra Ítalíu eru nú á leið í heimsókn til Kænugarðs, höfuðborgar Úkraínu. Þar munu þeir funda með Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu.
16.06.2022 - 05:44
Hætt við að stjórn Macrons missi meirihlutann á þingi
Sáralítill munur var á tveimur öflugustu framboðunum í fyrri umferð frönsku þingkosninganna í dag. Sameiginlegt framboð þriggja vinstri flokka fékk um 25,6 prósent atkvæða samkvæmt kosningaspá Ipsos, en sameiginlegt framboð miðju- og frjálslyndra hægriflokka, 25,2 prósent á landsvisu. Aðrar útgönguspár gera ráð fyrir nákvæmlega jafn miklu fylgi beggja framboða, 25,9 prósent.
12.06.2022 - 23:29
Stefnir í spennandi þingkosningar í Frakklandi
Fyrri umferð frönsku þingkosninganna fer fram í dag, tæpum tveimur mánuðum eftir að Emmanuel Macron var endurkjörinn í seinni umferð forsetakosninganna þar í landi. Skoðanakannanir benda til þess að sameiginlegt framboð þriggja vinstriflokka muni velgja miðjubandalagi stjórnarflokks forsetans verulega undir uggum.
12.06.2022 - 05:38
Ástralía
Milljarðabætur vegna samningsrofs við kafbátaverksmiðju
Áströlsk stjórnvöld tilkynntu í morgun að þau hefðu náð samkomulagi við franska stórfyrirtækið Naval Group um bætur fyrir að hafa rift samningi sínum við fyrirtækið um smíði fjölda dísilknúinna kafbáta fyrir ástralska flotann. Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, sagði stjórnendur Naval Group hafa samþykkt „sanngjarna og réttláta sátt“ um 555 milljónir evra, jafnvirði 77 milljarða króna, í bætur fyrir riftun samningsins, sem hljóðaði upp á margfalt hærri upphæð.
Macron vill hlífa Pútín við niðurlægingu
Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, gagnrýnir harðlega nálgun Emmanuel Macron, forseta Frakklands, í viðræðum við Vladimir Putin, forseta Rússlands. Macron hefur sagt það mikilvægt að stjórnvöldum í Rússlandi finnist þau ekki niðurlægð í vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Gæti tekið 15 til 20 ár að samþykkja Úkraínu í ESB
Evrópumálaráðherra Frakklands segir það geta tekið allt að 15 til 20 ár að samþykkja aðild Úkraínu að Evrópusambandinu. Það virðist slökkva í vonum Úkraínuforseta um skjóta inngöngu í sambandið.
Þýskalandskanslari
Rússar fá ekki að halda hernumdu úkraínsku landi
Rússar munu ekki komast upp með að endurskilgreina landamæri Úkraínu með því að hrifsa til sín úkraínskt land og bíða svo bara þar til stjórnvöld í Kænugarði og annars staðar sætta sig við orðinn hlut, sagði Olaf Scholz Þýskalandskanslari í viðtali á sjónvarpsstöðinni RTL á mánudag. Vesturlönd muni ekki sætta sig við einhliða friðarskilmála sem Rússar reyni að þvinga fram.
Gæti tekið áratugi að samþykkja aðild Úkraínu í ESB
Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, sagði í ræðu á þingi Evrópusambandsins í Strassborg í gær að það gæti tekið áratugi að samþykkja aðild Úkraínu að ESB.
10.05.2022 - 07:53
Áfrýjunardómstóll dæmir í fjársvikamáli Fillons
Áfrýjunardómstóll ákveður í dag hvort fangelsisdómur yfir François Fillon, fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands, verður staðfestur. Árið 2020 var hann á lægra dómstigi dæmdur til fimm ára fangavistar fyrir að misfara með opinbert fé.
Macron heitir því að sameina sundraða Frakka
Helsta verkefni Emmanuels Macron eftir að hafa náð endurkjöri sem forseti Frakklands verður að sameina þjóðina. Mikillar sundrungar hefur gætt innanlands undanfarin ár en Macron varð í gær fyrstur Frakklandsforseta í tuttugu ár til að tryggja sér endurkjör.
Frakkar velja milli Macrons og Le Pen í dag
Seinni umferð frönsku forsetakosninganna fer fram í dag. Kjörstaðir í sjálfu Frakklandi voru opnaðir klukkan sex og þeim verður lokað tólf klukkustundum síðar. Valið stendur milli miðjumannsins og forsetans Emmanuels Macron og hægri mannsins Marine Le Pen.
Sjónvarpstfrétt
Styttist óðum í úrslitastund í Frakklandi
Emmanuel Macron hefur enn forskot á Marine Le Pen í seinni umferð forsetakosninganna í Frakklandi samkvæmt skoðanakönnunum. Frakkar ganga að kjörborðinu á morgun, einn kjósenda segir að það verði líkt og að velja á milli svartadauða og kóleru.
Hörð lokabarátta í Frakklandi
Frambjóðendur í forsetakosningunum í Frakklandi á sunnudag keppast við að úthúða hvor öðrum á síðasta degi kosningabaráttunnar. Nýjustu skoðanakannanir sýna að Emmanuel Macron fær um það bil 55 prósenta fylgi. Leiðtogar þriggja Evrópuríkja ráða Frökkum frá því að greiða Marine Le Pen atkvæði.
Vinstrimenn geta ráðið úrslitum á sunnudaginn
Luiz Inacio Lula da Silva, forsetaframbjóðandi og fyrrverandi forseti Brasilíu, hvetur franska kjósendur til að sigrast á stjórnmálaöflum lengst til hægri með því að flykkjast um Emmanuel Macron núverandi forseta. Stjórnmálaskýrendur telja að niðurstöður seinni umferðar forsetakosninganna séu í höndum vinstrimanna.
Macron og Le Pen tókust hart á í sjónvarpskappræðum
Frönsku forsetaframbjóðendurnir Emmanuel Macron núverandi forseti og Marine Le Pen tókust hart á um samskiptin við Rússa og notkun slæðu múslimakvenna í sjónvarpskappræðum í kvöld. Fjórir dagar eru í seinni umferð forsetakosninganna.
Spenna eykst fyrir forsetakosningarnar í Frakklandi
Nýjustu skoðanakannanir í Frakklandi sýna að bilið breikkar milli forsetaframbjóðendanna Emmanuels Macrons og Marine Le Pen. Þau mætast í kappræðum í beinni sjónvarpsútsendingu í kvöld.
Navalní hvetur Frakka til að kjósa Macron
Alexei Navalní, helsti stjórnarandstæðingur Rússlands, hvetur franska kjósendur til að kjósa Emmanuel Macron, sitjandi forseta, þegar þeir ganga að kjörborðinu á sunnudag.
Stuðningsmenn Frakklandsforseta vara við bjartsýni
Skoðanakannanir í Frakklandi sýna að Emmanuel Macron á eftir að sigra Marine Le Pen í síðari umferð forsetakosninganna á sunnudaginn kemur. Macron hvetur fólk til að mæta á kjörstað - ella kunni Frakkar að lenda í svipaðri stöðu og Bretar í Brexit kosningunum og Bandaríkjamenn þegar Donald Trump náði kjöri.
Vill að Frakkar hætti alveg notkun jarðefnaeldsneytis
Báðir frambjóðendur í seinni umferð frönsku forsetakosninganna um næstu helgi, þau Emmanuel Macron og Marie le Pen, hafa lagt mikla áherslu á að byggja þurfi fleiri kjarnorkuver í Frakklandi til að draga úr þörf Frakka fyrir jarðefnaeldsneyti. Í gær bætti Macron enn í á fjölmennum kosningafundi í Marseille og sagðist vilja að Frakkland yrði fyrsta stóra ríki heims, sem hætti alveg að nota olíu, kol og gas, og nýti í staðinn kjarnorku og endurnýjanlega orkugjafa.
17.04.2022 - 02:56