Færslur: Emilíana Torrini

Kastljós
„Mér finnst bara leiðinlegt að vinna ein“
„Það eiginlega verða að vera húmoristar, annars nenni ég voðalega lítið að vinna,“ segir söngkonan Emilíana Torrini sem þykir leiðinlegt að semja tónlist ein. Þegar hún er á Íslandi er hún algjörlega heimavinnandi húsmóðir en fer utan til að semja lög.
Klassíkin okkar
„Maður á ekki að vera hræddur við geðveikina“
Emilíana Torrini og Markéta Irglová fluttu lagið Vertu úlfur, úr samnefndri leiksýningu, í Klassíkinni okkar á RÚV.
03.09.2021 - 22:30
Til marks um kraftinn og liðsandann í tónlistarsenunni
„Live from Reykjavík hefur sett viðmiðið hátt þegar kemur að því hvað tónlistarhátíð í streymi getur áorkað, og varpar ljósi á bæði þekkt nöfn og upprennandi bönd,“ segir í ítarlegri umfjöllun breska tónlistartímaritsins NME um tónlistarprógrammið sem sett var upp um helgina í staðinn fyrir Iceland Airwaves.
17.11.2020 - 16:06
Pylsuát Íslendinga lykillinn að velgengni HAM
Að sögn Óttars Proppé var hljómsveitin Ham ávallt með eindæmum óvinsæl hljómsveit og illa þokkuð. En þegar að sveitin hætti varð hún mjög vinsæl. Segir Óttar að pylsuát íslensku þjóðarinnar eigi stóran þátt í vinsældum Ham. Þeir höfðu þá gert tónlist fyrir myndina Sódóma Reykjavík en myndin fylgdi með á VHS spólu með öllum keyptum pylsupökkum um tíma.
23.02.2020 - 09:06
Tónlist
Emilíana fer yfir farsælan feril ásamt Sinfó
Emilíana Torrini kom fram á tónleikum ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands í Hörpu í maí á síðasta ári, þar sem hún söng mörg af sínum þekktustu lögum við undirleik Sinfóníuhljómsveitarinnar. Tónleikarnir verða sýndir í heild sinni á RÚV í kvöld.
17.04.2017 - 14:05