Færslur: EM 2020

Heimsglugginn
Tugir falla í mótmælum gegn alvöldum konungi
Mannskæðar óeirðir hafa verið í Eswantini í sunnanverðri Afríku. Þar hófust mótmæli vegna dauða Thabani Nkomonye, sem var 25 ára lögfræðinemi og stjórnarandstæðingur sem almennt er talið að lögreglan hafi myrt. Eswantini, sem áður hét Swaziland, er konungdæmi þar sem Mswati þriðji konungur fer með alræðisvald. Lögreglan og öryggissveitir hafa tekið af hörku á mótmælendum sem krefjast lýðræðisumbóta.
15.07.2021 - 09:44
Fölskvalaus gleði á Ítalíu og Ítalíu
Ítalir um allan heim réðu sér vart fyrir kæti eftir sigurinn á Evrópumótinu í fótbolta í gærkvöld. Starfsfólk veitingahússins Ítalíu í Reykjavík lét ekki sitt eftir liggja í fögnuðinum. 
12.07.2021 - 14:04
Yfir þúsund tístum verið eytt vegna kynþáttafordóma
Samfélagsmiðillinn, Twitter, hefur þegar eytt yfir þúsund tístum á miðlinum og lokað fyrir fjölda notenda eftir úrslitaleik Englands og Ítalíu í gærkvöld. Hefur það verið gert vegna fordómafullra ummæla sem notendurnir hafa ritað í garð þriggja leikmanna enska landsliðsins sem allir eru dökkir á hörund. Það eru þeir Marcus Rashford, Jadon Sancho og Bukayo Saka.
12.07.2021 - 13:48
Nítján lögreglumenn særðir og 49 handtekin í ólátum
Lundúnalögreglan handtók fjörutíu og níu í ólátum sem brutust út í Lundúnum eftir tap Englands gegn Ítalíu í úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu. Lögregla kveðst ætla að rannsaka uppruna hatursfullra skilaboða til landsliðsmanna.
Danir komast ekki á völlinn
Eftir martraðarkennda byrjun á Evrópumótinu í fótbolta eru Danir komnir í undanúrslit og mætir liðið Englendingum á Wembley í London á miðvikudag.
04.07.2021 - 15:05