Færslur: EM

Tólf stórlið stofna ofurdeild í skugga hótana
Forsvarsmenn tólf evrópskra fótboltafélaga sendu frá sér yfirlýsingu í kvöld þar sem þeir lýstu formlega yfir stofnun nýrrar, sjálfstæðrar ofurdeildar evrópskra knattspyrnufélaga, þrátt fyrir hótanir um útilokun félaganna og leikmanna þeirra frá deildarkeppni og alþjóðamótum.
18.04.2021 - 23:45
Erlent · Evrópa · Íþróttir · Fótbolti · fifa · UEFA · Meistaradeildin · EM · HM
„Við grétum af gleði“
Guðni Th. Jóhannesson, nýkjörinn forseti Íslands, kom heim frá Frakklandi í dag. Hann var að vonum uppnuminn eftir að hafa fylgst með Íslendingum leggja England að velli á Evrópumeistaramótinu. Hann ræddi við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, úti í Nice og segir að hann verði sér innan handar og það sé gott að geta gengið að því vísu.
28.06.2016 - 21:53
Okkar hlutverk er að „mingla“ við aðdáendur
Það er mikill öryggisviðbúnaður í Saint-Étienne en minna um sorp. Íslenskir áhangendur landsliðsins hafa verið sér og sínum til sóma og lögreglan hefur meiri áhyggjur af fótboltabullum en hryðjuverkum. Þetta segir Vilhjálmur Gíslason, sem fer fyrir átta manna hópi íslenskra lögreglumanna sem aðstoða frönsku lögregluna á Evrópumeistaramótinu í fótbolta sem nú fer fram í Frakklandi. Hópurinn kom þangað í byrjun síðustu viku.
14.06.2016 - 17:31
 · EM · Öryggismál · Lögreglan
Ítalía vann Belgíu í spennuleik
Ítalir hafa oft komið betur mannaðir til leiks en á þessu Evrópumeistaramóti í knattspyrnu sem fram fer núna í Frakklandi, þeirra beið erfitt verkefni í kvöld þar sem fyrsti leikur þeirra í riðlakeppninni var gegn stjörnu prýddu liði Belgíu.
13.06.2016 - 21:29
Óvenjumörg stórmót í september
Almannaþjónustuhlutverk RÚV er fjölbreytt. Meðal þess sem RÚV er ætlað að sinna er að fylgja landsliðum þjóðarinnar eftir á stórmótum, þegar því verður við komið. Stundum eru þessir leikir á tíma þar sem nauðsynlegt reynist að riðla hefðbundinni dagskrá.
03.09.2015 - 15:27