Færslur: Elliðaárdalur

Veiddi sex punda maríulaxinn í sólinni
Rúmlega 300 laxar voru komnir á land úr Elliðaánum í gær. Laxinn er feitur og fallegur og lítið er af smálaxi í ánni. Aðeins er leyft að veiða á flugu og öllum laxi er sleppt.
30.07.2021 - 17:38
100 ár síðan Reykvíkingar fengu rafmagn
Eitt hundrað ár eru í dag síðan Rafstöðin við Elliðaár var tekin í notkun og Reykvíkingar fengu rafmagn. Þessa var minnst við gömlu rafstöðina í morgun og verður hún opin almenningi í dag. 
Myndskeið
Olíumengun í Elliðaánum
Olíumengunar hefur orðið vart í Elliðaám neðan við Árbæjarkirkju. Ekki er vitað hvaðan olían kemur og áhrif mengunarinnar á lífríkið eiga eftir að koma í ljós.
11.02.2021 - 19:41
Leit að uppruna olíu í Elliðaám engan árangur borið
Olía barst út í árnar úr frárennsli fyrir ofan stíflu Árbæjarmegin í Elliðaárdalnum í dag. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fékk tilkynningu um mengunina á hádegi í dag og fór starfsfólk Reykjavíkurborgar strax á staðinn með mengunarvarnarbúnað. Olían kom úr frárennsli fyrir neðan Árbæjarkirkjusvæðið.
10.02.2021 - 17:42
Myndskeið
Bíll lenti í Elliðaám
Bíll lenti í Elliðaám í Reykjavík nú á áttunda tímanum í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins sakaði engan. Varðstjóri hjá slökkviliðinu telur að bílnum hafi verið ekið yfir móa og út í ána rétt við Ártúnsbrekku. Hann barst um fimm metra út í ána en slökkviliðið hefur náð honum upp.
23.12.2020 - 19:55
Myndskeið
„Fólk verður reitt og það verður mikill hiti“
Tilvist Árbæjarlóns er orðið að miklu hitamáli á meðal íbúa í Árbæ. Þetta segir formaður íbúaráðsins. Skipulagsfulltrúinn í Reykjavík telur að ákvörðun Orkuveitunnar um að tæma lónið sé ekki í samræmi við deiliskipulag. Forstjóri Orkuveitunnar segir að fyrirtækinu sé ekki lengur heimilt að stöðva náttúrulegt rennsli Elliðaáa.
07.12.2020 - 19:25
Japanskur koi-fiskur í Elliðaám
Harla óvenjuleg sjón blasti við manni sem var að svipast um eftir laxi í Elliðaám í gærkvöldi. Skyndilega synti pattaralegur gulleitur fiskur hjá sem líkist helst japönskum koi-fiski.
30.06.2020 - 00:46
Myndskeið
Valdi í Hjólakrafti er Reykvíkingur ársins
Þorvaldur Daníelsson, eða Valdi í Hjólakrafti eins og hann er kallaður, er Reykvíkingur ársins 2020. Markmið Hjólakrafts er að hvetja ungt fólk til að hjóla.  
Síðdegisútvarpið
Býst við mjög góðu laxveiðisumri
Óðum styttist í að laxveiðitímabilið hefjist. Jón Þór Ólason, formaður Stangveiðifélags Reykjavíkur, býst við mjög góðri laxveiði og er bjartsýnn á sumarið þrátt fyrir ýmsa óvissuþætti. Laxveiðitímabilið hefst í Elliðaám í Reykjavík 21. júní.
15.05.2020 - 17:44
Skoða hvort illvígar veirur hafi drepið kanínurnar
Matvælastofnun og Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum vinna að því að finna ástæður þess að fjöldi kanína hefur veikst og drepist í Elliðaárdal. Eins og fréttastofa greindi frá í gær voru yfir 50 hræ hirt í dalnum á síðustu dögum. Helstu möguleikar sem er verið að skoða er brátt veirusmit eða eitrun af einhverju tagi. Fólki er ráðlagt að taka ekki með sér kanínur heim til að forðast útbreiðslu smits ef um slíkt er að ræða. 
Rannsaka mikinn kanínudauða í Elliðaárdal
Matvælastofnun barst tilkynning um fjölda dauðra kanína í Elliðaárdal frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur í morgun. Í tilkynningu frá stofnuninni kemur fram að einnig hafi á annan tug ábendinga komið frá almenningi. 
Hollvinasamtök kæra framkvæmd undirskriftasöfnunar
Hollvinasamtök Elliðaárdals ætla að kæra framkvæmd Þjóðskrár Íslands á undirskriftasöfnun þar sem farið er fram á atkvæðagreiðslu um breytingu á deiliskipulagi við Stekkjarbakka. Samtökin segja að komið hafi í ljós að tvö póstnúmer hafi vantað í þýðið á undirskriftasíðunni. Annað er fyrir Kjalarnes, hitt fyrir bæi ofan Elliðavatns og á Hellisheiði.