Færslur: Elísabet II

Harry og Meghan fagna valdaafmæli með Elísabetu
Hertogahjónin af Sussex verða viðstödd kirkjuathöfn snemma í næsta mánuði, sem er hluti fjögurra daga hátíðahalda í tilefni sjötíu ára valdatíðar Elísabetar II Bretadrottningar.
Karl og Camilla gestaleikarar í East Enders
Karl prins af Wales og eiginkona hans, Camilla hertogaynja af Cornwall, verða gestaleikarar í hinni geysivinsælu sjónvarpsápu East Enders. Í þættinum heimsækja þau fólkið sem býr við Albert Square þar sem það fagnar sjötíu ára valdaafmæli Elísabetar II Bretadrottningar.
23.05.2022 - 00:40
Segir brýnt að Kanada viðurkenni brot gegn frumbyggjum
Karl Bretaprins segir brýnt að Kanadastjórn viðurkenni brot gegn frumbyggjum í landinu. Hann segir sömuleiðis mikilvægt að sættir náist. Karl er á þriggja daga opinberri heimsókn í Kanada ásamt Camillu eiginkonu sinni.
Bretadrottning flytur ekki ávarp við þingsetningu
Breska hirðin hefur tilkynnt að Elísabet II Bretadrottning flytji ekki ræðu við árlega þingsetningarathöfn í Westminster í dag. Karl ríkisarfi, prinsinn af Wales hleypur í skarðið fyrir móður sína.
Elísabet II Bretadrottning er 96 ára í dag
Elísabet II Bretadrottning fagnar 96. afmælisdegi sínum í dag. Talið er að hún muni þó hafa hægt um sig. Í febrúar voru sjötíu ár liðin frá því hún tók við völdum við fráfall föður hennar, Georgs sjötta.
Jamaíka vill verða lýðveldi segir forsætisráðherrann
Jamaíka hefur áhuga á því að verða lýðveldi voru skilaboð Andrew Holness forsætisráðherra Karíbahafseyjunnar til þeirra Vilhjálms Bretaprins og Katrínar hertogaynju af Cambridge á fundi þeirra í gær.
Mótmæli við komu Vilhjálms og Katrínar til Jamaíku
Fjöldi mótmælenda tók á móti Vilhjálmi Bretaprinsi og Katrínu hertogaynju af Cambrigde eiginkonu hans í Kingston, höfuðborg Jamaíku, í gær. Fólkið krefst formlegrar afsökunarbeiðni fyrir þátt bresku konungsfjölskyldunnar í þrælaverslun fyrri alda.
Camilla fær inngöngu í Sokkabandsregluna
Elísabet II. Bretadrottning tilkynnti í dag að Camilla tengdadóttir hennar, eiginkona Karls Bretaprins og ríkisarfa hlyti inngöngu í Sokkabandsregluna fornu. Það er einhver æðsta heiðurstign sem hljóta má þar í landi.
Ekkert verður af áramótagleði á Trafalgar-torgi
Ekkert verður af hefðbundnum áramótahátíðahöldum á Trafalgar-torgi í miðborg Lundúna höfuðborgar Bretlands þetta árið. Ástæðan er gríðarleg útbreiðsla kórónuveirusmita af völdum Omíkron-afbrigðisins.
Læknar Elísabetar II ráðleggja henni hvíld næstu vikur
Læknar Elísabetar Bretadrottingar ráðleggja henni að hvílast og hafa hægt um sig næstu tvær vikur. Drottningin hefur haft í mörg horn að líta undanfarið en hún var lögð inn á sjúkrahús eina nótt fyrr í mánuðinum.
Drottning fékk undanþágu frá lögum um loftslagsmál
Elísabet II drottning tryggði sér undanþágu frá skoskum lögum sem ætlað er að sporna gegn loftslagsbreytingum á sama tíma og Karl og Vilhjálmur prinsar berjast fyrir aðgerðum til draga úr útblæstri og vernda umhverfið. Krúnan nýtti sér löggjöf sem gerir skoskum yfirvöldum skylt að bera undir drottningu lagafrumvörp sem kunna að hafa áhrif á stöðu hennar og hagsmuni. Drottning er einn stærsti landeigandi í Skotlandi og sá eini sem er undanþeginn löggjöfinni.
30.07.2021 - 11:33
Forsetinn sendi samúðarkveðju vegna fráfalls Filippusar
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands sendi Elísabetu Bretadrotttningu samúðarkveðju í morgun vegna fráfalls Filippusar drottningarmanns, hertoga af Edinborg. Samúðarkveðjur hafa borist henni hvaðanæva að úr heiminum í morgun.
Breskir miðlar undirlagðir af Harry og Meghan viðtalinu
Breskir miðlar eru undirlagðir af umfjöllun um viðtal bandarísku sjónvarpskonunnar Ophrah Winfrey við Harry Bretaprins og eiginkonu hans Meghan Markle, hertogans og hertogaynjunnar af Sussex. Daily Mirror segir með stríðsfyrirsagnaletri að konungsfjölskyldan horfist í augu við verstu krísu í 85 ár og vísar þar til þess er Játvarður áttundi sagði af sér konungdómi 1936 til að giftast tvífráskilinni bandarískri konu.
Breska þingið samþykkir lög um framtíðarsamskipti
Breska þingið samþykkti í gær, miðvikudag, löggjöf sem lýtur að framtíðarsamskiptum við Evrópusambandið. Þingið var kallað til starfa úr jólafríi til að ræða og greiða atkvæði um lögin sem voru afgreidd á mettíma.
Bólusetningar hefjast í Bretlandi nú í morgunsárið
Viðamesta bólusetningaráætlun í sögu Bretlands hefst nú í morgunsárið þegar fyrstu skammtarnir af bóluefni Pfizer-BioNTech verða gefnir. Dagurinn í dag, 8. desember, hefur fengi viðurnefnið V-dagurinn. Vaffið stendur fyrir vaccine, enska orðið yfir bóluefni.
08.12.2020 - 05:49
Bretadrottning ekki í forgangi við bólusetningu
Nokkrar vikur eru í að Elísabet II Bretlandsdrottning og Filipus eiginmaður hennar fái bóluefni Pfizer og BioNTech. Þau eru bæði á tíræðisaldri og því í forgangshópi en þurfa samt að bíða eftir því að röðin komi að þeim.
Rannsóknar krafist á breska lestarkerfinu
Breska ríkisstjórnin hefur kallað eftir rannsókn á öryggi járnbrautakerfisins eftir banaslys í Skotlandi í gær.
Englandsdrottning fagnar opinberu afmæli í skugga COVID
Elísabet Englandsdrottning fagnaði opinberum afmælisdegi sínum í dag. Í tilefni af því var gengin skrúðganga við Windsor kastala þar sem drottningin hefur haldið til frá því að COVID-19 faraldurinn braust út, en hátíðahöld voru nokkuð hófstilltari en venja er vegna faraldursins.
13.06.2020 - 13:17
Bretadrottning við hestaheilsu á hestbaki
Nærveru Elísabetar 2. Bretadrottningar hefur líklega nokkuð verið saknað meðan á kórónuveirufaraldrinum hefur staðið.
01.06.2020 - 02:20
Heimskviður
Drottningin snýr aftur á Netflix
Í dag verður þriðja þáttaröðinn af The Crown aðgengileg á streymisveitunni Netflix. Í þáttaröðinni er sagt frá valdatíð Elísabetar Englandsdrottningar. Ævisaga drottningarinnar eru næst dýrustu sjónvarpsþættir sögunnar, enda er engu til sparað við að sviðsetja ævi konungsfjölskyldunnar. Ekki eru þó allir ánægðir með uppátækið, á meðan sum gagnrýna umfjöllun um persónuleg málefni tengd fjölskyldunni segja aðrir að söguleg ónákvæmni á köflum rýri heimildagildi þáttanna.
17.11.2019 - 07:30