Færslur: Eldsumbrot

Reglulega gýs á sjávarbotni og enginn tekur eftir því
Varðskipinu Þór var í gærkvöldi siglt vestur undir Krýsuvíkurberg til þess að kanna hvort þar væri mögulega hafið eldgos á hafsbotni. Landhelgisgæslunni hafði borist tilkynning frá vegfarenda um dökkgráa reykjarstróka úti á hafi.
Hraunrennsli aukist og allt hraun rennur í Meradali
Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands framkvæmdi í vikunni nýjar mælingar á hraunflæði. Samanburður gagna bendir til þess að gosið hafi vaxið á ný.
Gosmökkurinn sjáanlegri en eldgosið lítið breyst
Lítið hefur breyst í virkni eldgossins á Reykjanesskaga undanfarna daga. Virkni hefur verið lotubundin, hún liggur niðri í sjö til þrettán tíma og svo gýs álíka lengi á milli.
27.07.2021 - 11:49
Framboð kviku að minnka og líklegt að gosið fjari út
Hraunflæðimælingar á eldgosinu við Fagradalsfjall gefa til kynna að það hafi dregist verulega saman og gosið sé því greinilega á undanhaldi. Mælingar hafa byggst á loftmyndum úr flugvélum auk sniðmælinga. Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði segir hraunflæði hafa minnkað og virkni breyst.
23.07.2021 - 09:11
Eldgosið þriggja mánaða: Svo margt hefur komið á óvart
Eldgosið í Geldingadölum fagnar þriggja mánaða afmæli í dag, 19. júní, en það hófst að kvöldi föstudagsins 19. mars og hefur ekki slegið af síðan. Eldsumbrotin hafa tekið á sig ýmsar myndir og ekki allar eftir bókinni. Reyndar er það aðeins eitt sem jarðvísindamenn treysta sér til að segja um með nokkurri vissu - að gosinu er hvergi nærri að ljúka.
Ekki reynt að stöðva hraunrennsli yfir Suðurstrandarveg
Ekkert verður aðhafst til að reyna að koma í veg fyrir að hraun streymi yfir Suðurstrandarveg. Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Hraunið er nú þunnfljótandi og rennur hratt ofan í Nátthaga. Talið er að vika sé þangað til það finnur sér leið þaðan. 
Hraunið orðið hundrað metrar að þykkt
Náttúrufræðistofnun Íslands hefur birt ný kort af gossvæðinu við Fagradalsfjall. Á meðal þess sem unnt er að sjá er þykkt hraunsins við gosstöðvarnar en í ljós hefur komið að mesta þykkt hrauns er komin yfir 100 metra en um er að ræða svæðið í kringum gjósandi gíginn.
09.06.2021 - 13:13
Myndskeið
Dæmigert íslenskt basalt kemur upp í Geldingadölum
Jarðvísindamenn hafa farið að gosstöðvunum til þess að taka sýni af þeim efnum sem spýjast upp úr jörðinni. Glóandi hraunið er auðvitað það tilkomumikla sem flestir fara að sjá en það er margt annað og ósýnilegra sem kemur upp.
Myndskeið
Magnaðar drónamyndir frá því í nótt
Magnaðar drónamyndir náðust af hraunrennslinu í nótt. Sigurður Þór Helgason, eigandi  DJI Reykjavík tók þær.
Mikilvægt að fá nýjar gervihnattamyndir sem fyrst
Kvikugangurinn á Reykjanesskaga er enn að stækka en ekki er alveg ljóst með hvaða hætti. Einhver bið gæti orðið eftir nýjum gervihnattamyndum af svæðinu. Ákveðið áhyggjuefni, segir sérfræðingur.