Færslur: Eldgos Geldingadölum

Myndskeið
Gosið séð úr þyrlu Landhelgisgæslunnar
Sigríður Hagalín Björnsdóttir fréttamaður og Kristinn Þeyr Magnússon tökumaður fóru með þyrlu Landhelgisgæslunnar yfir gosstöðvarnar í Meradölum í dag. Þau fóru ásamt vísindamönnum sem flugu að gosstöðvunum til að kanna þær nánar.
Tóku ljósmyndir af gosinu úr flugvél
Fréttastofu bárust ljósmyndir af gosinu í Meradölum. Það voru þeir Páll Arnarsson og Ernir Snær sem tóku myndirnar úr flugvél yfir gosstöðvunum.
Segir sprunguna lengri en í síðasta gosi
Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir að sprungan sem opnaðist á Reykjanesskaga í dag líkist þeirri sem opnaðist á síðasta ári. Sprungan er á svipuðum stað en síðast, en nokkuð norðar.
Spegillinn
Hagaði sér öðruvísi en flest önnur gos
Eldgosið við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga hagaði sér öðruvísi en flest önnur gos hérlendis, segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. Eitt ár verður liðið á laugardag, 19. mars, frá því að eldgosið í Geldingadölum á Reykjanessskaga hófst.
18.03.2022 - 20:35
Skjálfti upp á fjóra klukkan fimm
Jarðskjálfti af stærðinni 4,0 varð við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga laust fyrir klukkan fimm í nótt og fannst greinilega á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu. Var þetta fimmti skjálftinn af stærðinni fjögur eða þar yfir sem orðið hefur í jarðskjálftahrinu sem staðið hefur í hálfan annan sólarhring við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Á fjórða þúsund skjálfta hefur mælst í hrinunni, sá stærsti þeirra 4,9.
Jörð skelfur enn við Fagradalsfjall
Jörð heldur áfram að skjálfa við Fagradalsfjall og gosstöðvarnar í Geldingadölum á Reykjanesskaga, þar sem skjálftahrina hófst síðdegis á þriðjudag. Heldur dró úr skjálftavirkninni síðdegis í gær. Þegar líða tók á kvöld færðist hún lítið eitt í aukana á nýjaleik með þremur skjálftum sem mældust yfir þrír að stærð og þegar klukkan var stundarfjórðung gengin í þrjú reið sá fjórði yfir og sá stærsti síðan um hádegisbil í gær, 3,7 að stærð.
Snarpur skjálfti og mikil virkni en enginn gosórói
Snarpur jarðskjálfti, 4,2 að stærð, varð rétt við gosstöðvarnar í Geldingadölum klukkan 04.25 og fannst hann víða á Suðvesturhorninu. Engin merki sjást um gosóróa enn sem komið er.
Óvissustigi aflétt í Geldingadölum en yfirborð óstöðugt
Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum, hefur ákveðið að aflýsa óvissustigi vegna eldgoss í Geldingadölum. Ekki hefur sést til hraunflæðis frá gígnum frá 18. september.
Gasstreymi bendir til að kvika sé enn á hreyfingu
Mjög ólíklegt telst að aftur fari að gjósa úr eldstöðinni við Fagradalsfjall, segir Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði. Engin kvika hefur komið úr gígnum í um tvo mánuði. Þorvaldur segir gasið sem þó streymi úr gígnum af og til bendi til þess að enn sé kvika á hreyfingu undir eldstöðinni.
Hraunbelgir verða til og springa í Geldingadölum
Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir að gera megi ráð fyrir að atburðarás eins og varð í gosinu í Geldingadölum í morgun margendurtaki sig. Eðli þessa goss sé af því tagi. Meðan hallinn liggi í Nátthaga muni hraunið renna þangað. Gosstöðvarnar voru rýmdar í morgun vegna aukinnar hættu.