Færslur: Eldgos á Reykjanesskaga

Engin glóð í gosinu
Engin glóð er sýnileg í aðalgíg eldgossins í Geldingadölum. Kristín Jónsdóttir hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofunni segir það nokkur tíðindi en þó sé ekki hægt að lýsa því yfir að gosi sé lokið. Hugsanlega er allt á fullu undir yfirborðinu.
Gosmóða og þokuloft liggur yfir höfuðborginni
Gosmóða í bland við þokuloft liggur yfir höfuðborginni. Í gosmóðunni er mengun sem hefur náð að umbreytast og hún greinist því ekki með hefðbundnum mælingum á brennisteinsdíoxíði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Í góðu veðri verða ákveðin efnahvörf í brennisteinsgasinu sem veldur gosmóðunni.
„Virðist sem gosið sé komið í annan fasa“
Aftur hefur hægt verulega á hraunflæði frá gosinu á Reykjanesskaga eftir talsverðan hamagang seint í gærkvöld og fram á nótt. Þá flæddi nýtt hraun alla leið ofan í Nátthaga. Lengra virðist líða á milli hraunflæðihrina í eldstöðvunum en áður, en hrinurnar eru þeim mun öflugri þegar þær koma.
02.07.2021 - 08:38
Hraunflæði verið stöðugt
Hraunflæði úr eldstöðvunum á Reykjanesi hefur verið mikið og mjög stöðugt undanfarna tvo tímana.
01.07.2021 - 22:35
Gosórói að aukast aftur með kvöldinu
Gosórói í eldstöðvunum á Reykjanesskaga minnkaði seinni partinn í dag en hefur aukist að nýju með kvöldinu.
01.07.2021 - 20:31
Hraun bræddi sundur ljósleiðara
Göngufólk á leið upp að gosstöðvunum á Reykjanesi um gönguleið C gætu þessa stundina fundið fyrir því að farsímar þeirra verði sambandslausir á leiðinni.
29.06.2021 - 14:30
Gosvirkni virðist vera að komast í fyrra horf
Virknin á gosstöðvununum við Fagradalsfjall virðist vera að færast í fyrra horf eftir að hafa dottið verulega niður í gærkvöld. Það er altént það sem lesa má út úr mæligögnum Veðurstofunnar, en bíða verður þess að þokunni létti við gosstöðvarnar áður en meira verið fullyrt þar um.
Gosið mögulega að breytast en alls ekki búið
Nokkuð hefur dregið úr gosvirkni í gosstöðvunum við Fagradalsfjall í kvöld. Þetta má ráða af mæligögnum Veðurstofunnar, sem sýna nokkra afmarkaða púlsa með góðum hléum á milli og á Facebook-síðu Eldfjalla-og náttúruvárhóps Suðurlands var því velt upp, hvort mögulega væri hlé á gosinu. Svo er þó ekki, samkvæmt Sigþrúði Ármannsdóttur, náttúruvársérfræðingi á Veðurstofu Íslands, enda glitti enn í glóandi kviku, þrátt fyrir slæmt skyggni.
Í villum er best að setjast niður og bíða
Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri slysavarna hjá Landsbjörg, segir að auðvelt sé að rammvillast á svæðinu í kringum gosstöðvarnar þar sem landslag sé einsleitt og villugjarnt einkum í þoku. Best sé að halda kyrru fyrir ef fólk villist, þá finnist það jafnan fyrr.
28.06.2021 - 09:55
Myndir
Mikil virkni í hraunbreiðunni í Geldingadölum
Í nýrri SENTINEL-2 gervitunglamynd frá því í gær af eldgosinu í Fagradalsfjalli sést að enn er talsverð virkni í hraunbreiðunum í Mera- og Geldingadölum. Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, segir að verulega geti reynt á varnargarð við Nátthaga í náinni framtíð.
27.06.2021 - 18:59
Varnargarður til að tefja lokun Suðurstrandarvegar
Þriggja til fimm metra hár varnargarður verður gerður í dalsmynni Nátthaga til að freista þess að seinka því að hraun flæði frá eldgosinu niður á Suðurstrandarveg og yfir Ísólfsskála. Í fréttatilkynningu almannavarna kemur fram að miðað við virknina í gosinu núna nái hraun að öllum líkindum niður á veg á næstu vikum.
„Það gutlar vel á honum núna“ - góður gangur í gosinu
„Það gutlar vel á honum núna,“ segir Sigurdís Björg Jónasdóttir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, aðspurð um ganginn í gosinu í Geldingadölum í nótt. Með „honum“ vísar Sigurdís í stóra gíginn sem mestallt hraun rennur úr þessa dagana. Sigurdís segir litla sem enga strókavirkni að sjá en nokkuð mikið og jafnt hraunrennsli er frá gígnum, þar sem glóandi kvikan kraumar og bullar af slíkum krafti að ljómann hefur lagt upp af honum klukkustundum saman. Mikil gasmengun er við gosstöðvarnar.
Myndskeið
Verðum að búa okkur undir að eldgosið standi árum saman
Í stað þess að tala um að eldgosið á Reykjanesskaga geti staðið í nokkra mánuði verður að huga að stærri mynd - því gosið gæti varað árum saman, segir eldfjallafræðingur. Haldi gosið áfram í áratugi gæti hraunbreiðan náð yfir Grindavík og virkjunina í Svartsengi. 
Myndskeið
Eru við það að missa bústaðinn undir hraun
Afkomendur bænda í Ísólfsskála skammt austan Grindavíkur harma það að missa líklega jörðina undir hraun. Stöðugt rennsli er á hrauninu í Nátthaga þaðan sem stutt er í Suðurstrandarveg og Ísólfsskála. 
Mikill og stöðugur straumur var í Nátthaga frá miðnætti
Mikill og stöðugur hraunflaumur var framan af nóttu yfir vestari varnargarðinn í sunnanverðum Meradölum og niður í Nátthaga. Snemma á sjötta tímanum tók að draga úr flæðinu og nú er allt með kyrrum kjörum. Náttúrvárfræðingur segir alltaf erfitt að spá um hve lengi hraunstraumurinn hegði sér með ákveðnum hætti.
Myndskeið
Hraun gæti flætt á Suðurstrandarveg innan 2ja vikna
Eldfjallafræðingur telur að hraun geti farið að renna út á Suðurstrandarveg innan hálfs mánaðar. Bæjaryfirvöld í Grindavík einbeita sér nú að því að koma í veg fyrir að gos geti runnið til Grindavíkur eða í Svartsengi því Suðurstrandarvegi verði ekki bjargað. 
Eldgosið þriggja mánaða: Svo margt hefur komið á óvart
Eldgosið í Geldingadölum fagnar þriggja mánaða afmæli í dag, 19. júní, en það hófst að kvöldi föstudagsins 19. mars og hefur ekki slegið af síðan. Eldsumbrotin hafa tekið á sig ýmsar myndir og ekki allar eftir bókinni. Reyndar er það aðeins eitt sem jarðvísindamenn treysta sér til að segja um með nokkurri vissu - að gosinu er hvergi nærri að ljúka.
Ekki reynt að stöðva hraunrennsli yfir Suðurstrandarveg
Ekkert verður aðhafst til að reyna að koma í veg fyrir að hraun streymi yfir Suðurstrandarveg. Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Hraunið er nú þunnfljótandi og rennur hratt ofan í Nátthaga. Talið er að vika sé þangað til það finnur sér leið þaðan. 
Ræður fólki frá að fara með ung börn að gosstöðvum
Enn streymir hraun niður í Nátthaga á Reykjanesskaga. Dalbotninn í Nátthaga er nú þakinn hrauni og styttist í að dalurinn fyllist. Þaðan er stysta leið hraunsins að Suðurstrandarvegi.
Sjónvarpsfrétt
„Við viljum hafa stjórn á þessu ef hægt er“
Í dag hófst vinna við gerð leiðigarðs í syðsta hluta Geldingadala til að beina hrauninu áfram niður í Nátthaga. Lögreglumaður á Suðurnesjum óttast að slysum fjölgi eftir að hraun tók að renna yfir aðalgönguleiðina, til skoðunar er að leggja nýja gönguleið.
Gengu yfir nýstorknað hraun
Einhverjir hafa rekið upp stór augu í hádeginu þegar sást til hóps ferðamanna ganga yfir nýstorknað hraun í Geldingadölum til að komast að útsýnisstaðnum Gónhóli.
11.06.2021 - 13:37
Myndskeið
Væri til í að geta sagt eldgosinu upp
Hraun fyllir nú botn Meradala. Gosstrókar rjúka ekki lengur upp úr virka gígnum heldur er hraunflæði jafnt. Formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík segist vera orðinn þreyttur á gosinu og spyr hvort ekki sé unnt að segja því upp. 
Viðtal úr hádegisfréttum
Allar mælingar benda til að hraunflæðið sé svipað
„Það urðu greinilegar breytingar klukkan fjögur í nótt,“ segir Kristín Jónsdóttir, er hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofunni, um breytta virkni í Fagradalsfjalli síðasta sólarhringinn. Hraun gýs ekki lengur upp úr gígnum í Geldingadölum en hraunstraumurinn er jafn.
Hraunið orðið hundrað metrar að þykkt
Náttúrufræðistofnun Íslands hefur birt ný kort af gossvæðinu við Fagradalsfjall. Á meðal þess sem unnt er að sjá er þykkt hraunsins við gosstöðvarnar en í ljós hefur komið að mesta þykkt hrauns er komin yfir 100 metra en um er að ræða svæðið í kringum gjósandi gíginn.
09.06.2021 - 13:13
Lærðu mikið af varnargörðunum
Undirbúningur er hafinn vegna viðbragða ef ske kynni að hraun stefni enn frekar að Suðurstrandarvegi. Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík segir að þó að varnargarðar sem reistir voru við gossvæðið til verndar Nátthagasvæðinu hafi ekki stoppað hraunflæðið sé margt hægt að læra af þeim.