Færslur: Eldflaugaskot
Norður-Kóreuher skaut þremur eldflaugum á loft
Norður-Kóreumenn skutu þremur eldflaugum á loft frá austurströnd landsins í nótt. Herráð Suður-Kóreuhers greindi frá þessu í gærkvöld, nokkrum klukkustundum eftir að Joe Biden Bandaríkjaforseti flaug til Bandaríkjanna frá Japan, þar sem hann var í opinberri heimsókn í kjölfar heimsóknar til Seúl.
25.05.2022 - 01:45
Kim heitir uppbyggingu „yfirþyrmandi herafla“
Kim Jong Un leiðtogi Norður-Kóreu heitir því að byggja upp yfirþyrmandi, óstöðvandi herafla. Þetta kom fram í ríkismiðlum landsins í morgun en nokkrir dagar eru síðan hann stjórnaði skoti einhverrar voldugustu eldflaugar sem Norður-Kórea hefur á að skipa.
28.03.2022 - 03:00
Sjötta eldflaugatilraun Norður-Kóreu í þessum mánuði
Norður-Kóreumenn skutu óþekktri gerð eldflaugar á loft snemma í morgun að staðartíma að því er fram kemur í tilkynningu hermálayfirvalda í Suður-Kóreu. Þetta er í sjötta sinn á árinu sem Norður-Kóreumenn sýna hernaðarmátt sinn í verki.
27.01.2022 - 03:49
Fjórða eldflaugatilraunin á árinu
Norðurkóreski herinn skaut tveimur eldflaugum á loft frá vesturhluta landsins í dag. Frá þessu greindu ríkisfjölmiðlar þar í landi en flaugunum var sagt skotið á ótilgreinda eyju.
17.01.2022 - 23:10
Halda áfram eldflaugatilraunum í skugga þvingana
Norður-Kóreumenn gerðu fjórðu eldflaugatilraun sína í þessum mánuði í gær. Hermálayfirvöld í Suður-Kóreu greindu frá þessu en svo virðist sem alþjóðlegar viðskiptaþvinganir bíti ekki á leiðtogann Kim Jong-un.
17.01.2022 - 05:14
Þvinganir gegn norðurkóreskum vopnakaupmönnum
Bandaríkin settu í dag viðskiptaþvinganir á nokkurn fjölda einstaklinga og eitt fyrirtækja vegna eldflaugaáætlunar Norður-Kóreu. Einræðisríkið hefur gert tvær eldflaugatilraunir síðustu vikuna og alls sex frá því í september.
12.01.2022 - 21:38
Enn skjóta Norður-Kóreumenn upp ofurhljóðfrárri flaug
Norður-Kóreumenn skutu ofur-hljóðfrárri eldflaug á loft í gærkvöld. Það er í annað sinn á innan við viku sem slíkri flaug er skotið á loft þaðan. Þarlend stjórnvöld segja vel hafa tekist til.
12.01.2022 - 02:29
Fyrsta flugskeyti ársins skotið frá Norður-Kóreu í gær
Flugskeyti var skotið frá Norður-Kóreu út á Japanshaf í gærkvöld. Hermálayfirvöld í Suður-Kóreu og japanska strandgæslan greindu frá þessu en þetta er fyrsta eldflaugaskot Norður-Kóreumanna á þessu ári. Leiðtogi ríkisins kveðst ætla að efla hernaðarmátt þess enn frekar.
05.01.2022 - 02:46
Rússneskt geimrusl talið ógna geimstöðinni
Bill Nelson forstjóri bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA kveðst æfur í garð Rússa sem eru taldir hafa sprengt gervihnött á braut um jörðu með flugskeyti. Óttast var að brak eða geimrusl úr hnettinum rækist bæði á alþjóðlegu geimstöðina og þá kínversku.
16.11.2021 - 00:42
Opinber samskipti Kóreuríkjanna hófust á ný í morgun
Kóreuríkin tvö tóku upp samskipti að nýju í morgun eftir að þeim var slitið í ágústmánuði síðastliðnum. Fulltrúar beggja ríkja eru vongóðir um að það leiði af sér frekari viðræður og möguleika á varanlegum friði. Sérfræðingar vara við of mikilli bjartsýni.
04.10.2021 - 03:50
Norður-Kórea gerir tilraun með hljóðfrátt flugskeyti
Tilraunaskot hljóðfrárrar skotflaugar Norður-Kóreumanna tókst giftusamlega í gær að sögn þarlendra ríkismiðla. Bæði ríkin á Kóreuskaga keppast við að auka í vopnabúr sitt. Bandaríkjastjórn fordæmir athæfið.
29.09.2021 - 00:16
Öryggisráðið hvetur Norður-Kóreu til viðræðna
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman á lokuðum neyðarfundi í gær vegna eldflaugaskota Norður-Kóreumanna í fyrrinótt. Brýnt er fyrir þeim að láta af tilraunum sínum og hefja viðræður umsvifalaust
16.09.2021 - 06:32
Hluti kínverskrar eldflaugar fellur til jarðar
Búist er við að ríflega 20 tonna kínversk eldflaug hrapi til jarðar á næstu dgöum. Bandarísk hermálayfirvöld ætla sér ekki að granda flauginni en vísindamenn fylgjast grannt með ferð hennar inn fyrir gufuhvolfið.
06.05.2021 - 22:38
Leita að bátsverjum til að sækja geimflaug
Nýlega auglýsti Geimvísinda- og tækniskrifstofa Íslands eftir báti og mannskap til að sækja eldflaug út á haf. Eldflauginni verður skotið frá Sauðanesi á Langanesi. Skotið er hluti af tilraunum evrópska sprotafyrirtækisins Skyora hér á landi. Atli Þór Fanndal, forsvarsmaður Geimvísinda- og tækniskrifstofunnar, segir að þónokkur viðbrögð hafi borist við auglýsingunni.
11.07.2020 - 21:32