Færslur: Eiturlyf

Þjóðarsorg vegna horfinna mexíkóskra námsmanna
Mexíkóforseti lýsti yfir þjóðarsorg og hvatti til friðsemdar við samkomur þar sem þess var minnst í gær að átta ár eru liðin frá hvarfi 43 kennaraháskólanema í Guerrero-fylki. Saksóknarar segja hvarfið vera glæp á vegum ríkisins og hafa ákært tugi opinberra starfsmanna.
Handteknir vegna ráðabruggs um að ræna ráðherra
Lögregla í Hollandi handtók um helgina fjóra menn grunaða um að hafa haft uppi ráðabrugg um að ræna dómsmálaráðherra Belgíu. Ráðherrann staðhæfir að eiturlyfjamafía hafi ætla að svipta hann frelsinu.
Úkraínumönnum heimiluð ótakmörkuð dvöl í Rússlandi
Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur undirritað tilskipun sem heimilar fólki með úkraínsk vegabréf sem til Rússlands kom eftir að innrásin hófst að búa þar og starfa án tímatakmarkana.
Sjónvarpsfrétt
Fimm ákærðir í stórum fíkniefnamálum
Héraðssaksóknari hefur ákært fimm Íslendinga í einhverjum stærstu fíkniefnamálum sem komið hafa upp hér á landi. Þeir eru í ákæru sagðir hluti af skipulögðum brotasamtökum. Tugir lítra af amfetamínbasa voru meðal annars fluttir hingað frá Hollandi, faldir í saltdreifara.
26.08.2022 - 20:50
Alræmdur eiturlyfjabarón framseldur til Bandaríkjanna
Einhver alræmdasti eiturlyfjabarón Kólumbíu var framseldur í gær til Bandaríkjanna. Otoniel, sem fullu nafni Dairo Antonio Usuga, var leiðtogi Flóagengisins svonefnda, þess stórtækasta í fíkniefnabransanum í Kólumbíu.
Neyðarástand vegna morð- og glæpaöldu í Ekvador
Guillermo Lasso, forseti Ekvadors, tilkynnti í gær að hann hefði lýst yfir neyðarástandi til tveggja mánaða í þeim þremur héruðum landsins þar sem eiturlyfjatengdir ofbeldisglæpir eru tíðastir. „Ég hef lýst yfir neyðarástandi í strandhéruðunum Gvæjas, Manabi og Esmeraldas, sem tekur gildi á miðnætti,“ sagði forsetinn í beinni útsendingu í ríkisfjölmiðlum. Sagðist hann hafa gefið fyrirmæli um að senda 4.000 lögreglumenn og 5.000 hermenn til héraðanna þriggja.
Nokkuð um eiturlyfjaneyslu í breska þinginu
Um helgina birtust fréttir um að á salernum í breska þinginu væru merki um kókaín, vísbending um kókaín-neyslu þar að staðaldri. Og einmitt nú í vikunni kynnti breska stjórnin tíu ára áætlun til draga úr eiturlyfjanotkun í Englandi og Wales.
08.12.2021 - 07:15
Stöðvuðu smygl á hálfu tonni kókaíns til furstadæmanna
Lögregluyfirvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum tilkynntu í dag að um hálft tonn af hreinu kókaíni hefði verið gert upptækt í afar viðamikilli lögregluaðgerð sem gekk undir heitinu „Sporðdrekinn“. Þung viðurlög liggja við eiturlyfjasmygli til landsins.
Duterte undirbýr málsvörn gegn sakamáladómstól
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, kveðst ætla að undirbúa málsvörn sína í rannsókn Alþjóða sakamáladómstólsins á mannskæðu stríði hans gegn eiturlyfjum í landinu, nú þegar hann hefur ákveðið að yfirgefa stjórnmálin.
Blóðug og banvæn átök innan veggja fangelsis í Ekvador
Nærri þrjátíu fangar féllu í átökum innan stærsta fangelsis Suður-Ameríkuríkisins Ekvador í gær. Blóðugir og mannskæðir bardagar glæpagengja eru algengir innan fangelsisveggja í landinu.
29.09.2021 - 06:40
Michael K. Williams stjarna þáttanna The Wire er látinn
Michael K. Williams, stjarna bandarísku sjónvarpsþáttanna The Wire er látinn, 54 ára að aldri. Lögregla útilokar ekki að hann hafi látist af ofneyslu eiturlyfja.
Neysla áfengis og fíkniefna eykst í Covid
Aldrei hafa fleiri dáið úr ofneyslu eiturlyfja í Bandaríkjunum en í fyrra og dauðsföllum vegna sjúkdóma tengdum ofneyslu áfengis fjölgaði um tuttugu prósent í Bretlandi á síðasta ári miðað við árið þar á undan.
17.07.2021 - 12:18
Skólum lokað af ótta við hefndaraðgerðir smyglhrings
Yfirvöld í brasilísku borginni Manaus fyrirskipuðu að skólum skyldi lokað og almenningssamgöngur stöðvaðar í kjölfarið á því að lögregla skaut leiðtoga eiturlyfjasmyglhrings til bana í borginni. Eftir að leiðtoginn var allur hófust miklar hefndaraðgerðir víða um borgina.   
08.06.2021 - 07:22
Viðtal
Kókaínneysla fylgir stöðu heimsfaraldurs
Neysla kókaíns jókst á höfuðborgarsvæðinu frá 2017-2019 og sömu sögu má segja um neyslu amfetamíns og metamfetamíns. Kókaínneyslan dróst þó saman í júní í fyrra sem má rekja til stöðu heimsfaraldursins á þeim tíma. Þetta sýna niðurstöður doktorsritgerðarinnar Fíkniefni í frárennsli frá Reykjavík sem Arndís Sue Ching Löve varði fyrir helgi við læknadeild Háskóla Íslands. Arndís sagði frá niðurstöðum rannsóknarinnar í Síðdegisútvarpinu á Rás 2.
07.06.2021 - 21:59
Rannsókn á skolpi sýnir fram á aukna eiturlyfjaneyslu
Neysla kókaíns jókst á Höfuðborgarsvæðinu á árunum 2017 til 2019 og sömu sögu má segja um neyslu amfetamíns og metamfetamíns. Þá er neysla efnisins sambærileg og í öðrum norrænum höfuðborgum. Þetta sýna niðurstöður doktorsritgerðarinnar Fíkniefni í frárennsli frá Reykjavík sem Arndís Sue Ching Löve varði síðasta föstudag.
07.06.2021 - 10:41
Mættu í dómsal í fylgd lögreglu
Sakborningar í umfangsmiklu amfetamínmáli tóku ekki afstöðu til sakargifta við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Verjendur sakborninga krefjast þess að fá í hendur afrit af hlerunum lögreglu en ákæruvaldið vill ekki verða við því.
Óttast dópaða krókódíla
Lögregluyfirvöld í bænum Loretta í Tennessee í Bandaríkjunum hafa séð sig knúin til að vara fólk við því að sturta eiturlyfjum niður í klósettið. Slíkt geti leitt til þess að krókódílar í nágrenninu verði háðir metamfetamíni.
16.07.2019 - 11:57
Fljótari að panta poka af dópi heldur en pizzu
Lyfjamisnotkun hér á landi er mun algengari en margir gera sér grein fyrir. Forvarnarmyndbönd á vegum baráttunnar #égábaraeittlíf verða birt á hverjum sunnudegi næstu átta vikurnar til að vekja athygli á umfangi misnotkunar lyfja hér á landi, sérstaklega meðal ungmenna.
02.10.2018 - 08:01
Viðtal
„Hver sem er getur orðið fíkill“
Kvikmyndin Lof mér að falla eftir leikstjórann Baldvin Z og Birgi Örn Steinarsson fjallar um ungmenni sem leiðst hafa út í harðan heim eiturlyfjaneyslu. Þeir segja handritið byggt á raunverulegum frásögnum fíkla, sögum sem í sumum tilfellum þurfti að tóna niður fyrir hvíta tjaldið til þess að gera þær trúverðugri.
Ellefu prósent tíundubekkinga notað róandi lyf
Ellefu prósent nemenda í 10. bekk segjast hafa notað róandi lyf eða svefntöflur. Fréttablaðið segir frá þessu í dag og vitnar í nýja könnun Rannsókna og greiningar, sem kannar reglulega vímuefnaneyslu unglinga. Haft er eftir Álfgeiri Kristjánssyni, dósent í sálfræði, að neysla slíkra lyfja hafi aukist mikið á undanförnum árum. Neysla annarra vímuefna, svo sem áfengis og kannabisefna, hafi hins vegar dregist talsvert saman.
26.06.2018 - 04:13
„Blái liturinn er sýnilegt myrkur“
Sjónvarpsþáttunum Ozark frá Netflix hefur verið lýst sem eins konar blöndu af Breaking Bad og Narcos - enda þema þáttanna peningar og fíkniefni.
28.08.2017 - 17:06
Vöktuðu skóg í Osló og handtóku 90 manns
Níu­tíu hafa nýlega verið hand­tekn­ir í stóraðgerð lög­regl­unn­ar í Ósló gegn um­fangs­mikl­um viðskipt­um með kanna­bis­efni í Søndre Nord­strand í aust­ur­hluta borg­ar­inn­ar. Fimm hafa verið úr­sk­urðaðir í gæslu­v­arðhald en brot fjög­urra þeirra geta leitt til allt að ára­tuga fangelsisvistar. Þetta kemur fram í frétt mbl.is þar sem vitnað er í norska ríkisútvarpið, NRK, og fréttamiðilinn VG nyheter.
04.07.2017 - 19:59
Háttsettur í eiturlyfjahring handtekinn
Yfirvöld í Mexíkó hafa handtekið mann sem þau gruna um að vera háttsettur í Sinaloa eiturlyfjahringnum, og er eftirlýstur í Bandaríkjunum.
06.09.2016 - 01:26
„Eru einhverjir af þessum réttir?“
Eru þessir réttir? Mér finnst þeir eitthvað svo dökkir? Eru einhverjir af þessum réttir? Veit einhver um góðan stað til að tína? Þetta eru nokkur dæmi um spurningar sem reglulega er varpað fram í tveimur leynilegum hópum á Facebook tengdum ofskynjunarlyfjum.
01.10.2015 - 18:20