Færslur: Eiturlyf

Mættu í dómsal í fylgd lögreglu
Sakborningar í umfangsmiklu amfetamínmáli tóku ekki afstöðu til sakargifta við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Verjendur sakborninga krefjast þess að fá í hendur afrit af hlerunum lögreglu en ákæruvaldið vill ekki verða við því.
Óttast dópaða krókódíla
Lögregluyfirvöld í bænum Loretta í Tennessee í Bandaríkjunum hafa séð sig knúin til að vara fólk við því að sturta eiturlyfjum niður í klósettið. Slíkt geti leitt til þess að krókódílar í nágrenninu verði háðir metamfetamíni.
16.07.2019 - 11:57
Fljótari að panta poka af dópi heldur en pizzu
Lyfjamisnotkun hér á landi er mun algengari en margir gera sér grein fyrir. Forvarnarmyndbönd á vegum baráttunnar #égábaraeittlíf verða birt á hverjum sunnudegi næstu átta vikurnar til að vekja athygli á umfangi misnotkunar lyfja hér á landi, sérstaklega meðal ungmenna.
02.10.2018 - 08:01
Viðtal
„Hver sem er getur orðið fíkill“
Kvikmyndin Lof mér að falla eftir leikstjórann Baldvin Z og Birgi Örn Steinarsson fjallar um ungmenni sem leiðst hafa út í harðan heim eiturlyfjaneyslu. Þeir segja handritið byggt á raunverulegum frásögnum fíkla, sögum sem í sumum tilfellum þurfti að tóna niður fyrir hvíta tjaldið til þess að gera þær trúverðugri.
Ellefu prósent tíundubekkinga notað róandi lyf
Ellefu prósent nemenda í 10. bekk segjast hafa notað róandi lyf eða svefntöflur. Fréttablaðið segir frá þessu í dag og vitnar í nýja könnun Rannsókna og greiningar, sem kannar reglulega vímuefnaneyslu unglinga. Haft er eftir Álfgeiri Kristjánssyni, dósent í sálfræði, að neysla slíkra lyfja hafi aukist mikið á undanförnum árum. Neysla annarra vímuefna, svo sem áfengis og kannabisefna, hafi hins vegar dregist talsvert saman.
26.06.2018 - 04:13
„Blái liturinn er sýnilegt myrkur“
Sjónvarpsþáttunum Ozark frá Netflix hefur verið lýst sem eins konar blöndu af Breaking Bad og Narcos - enda þema þáttanna peningar og fíkniefni.
28.08.2017 - 17:06
Vöktuðu skóg í Osló og handtóku 90 manns
Níu­tíu hafa nýlega verið hand­tekn­ir í stóraðgerð lög­regl­unn­ar í Ósló gegn um­fangs­mikl­um viðskipt­um með kanna­bis­efni í Søndre Nord­strand í aust­ur­hluta borg­ar­inn­ar. Fimm hafa verið úr­sk­urðaðir í gæslu­v­arðhald en brot fjög­urra þeirra geta leitt til allt að ára­tuga fangelsisvistar. Þetta kemur fram í frétt mbl.is þar sem vitnað er í norska ríkisútvarpið, NRK, og fréttamiðilinn VG nyheter.
04.07.2017 - 19:59
Háttsettur í eiturlyfjahring handtekinn
Yfirvöld í Mexíkó hafa handtekið mann sem þau gruna um að vera háttsettur í Sinaloa eiturlyfjahringnum, og er eftirlýstur í Bandaríkjunum.
06.09.2016 - 01:26
„Eru einhverjir af þessum réttir?“
Eru þessir réttir? Mér finnst þeir eitthvað svo dökkir? Eru einhverjir af þessum réttir? Veit einhver um góðan stað til að tína? Þetta eru nokkur dæmi um spurningar sem reglulega er varpað fram í tveimur leynilegum hópum á Facebook tengdum ofskynjunarlyfjum.
01.10.2015 - 18:20