Færslur: Einkaþotur

Þetta helst
Einkaþotur: Bráðmengandi bruðl eða sjálfsagður munaður?
Það er einkaþotuskortur í heiminum. Eða framboðið annar ekki eftirspurninni, skulum við segja. Reykjavíkuflugvöllur er fullur af þessum vélum, enda lenda þar um tvö hundruð stykki á mánuði þegar mest er og gert er ráð fyrir að nærri því 900 einkaþotur lendi þar í ár. Ef farþegarnir vilja staldra hér við á landinu í einhvern tíma þarf að greiða stæðisgjald. Það er ókeypis fyrstu sex tímana, en svo byrjar mælirinn að tikka. Þetta helst skoðar þennan þægilega, mengandi og óhemjudýra ferðamáta.
04.08.2022 - 13:33
Gjöld taki ekki nægilegt mið af umfangi einkaþota
Gríðarleg aukning hefur orðið á komu einkaflugvéla hingað til lands, segir framkvæmdastjóri Isavia Innanlandsflugvalla. Núverandi gjaldskrá fyrir stæðisgjöld þeirra taki ekki mið af þessari þróun. Ferðamáti þeirra sem fljúga með einkavélum mengar margfalt á við þá sem nota áætlunarflug.
Sjónvarpsfrétt
Stæðisgjöld mun ódýrari á Íslandi en á Norðurlöndunum
Það er allt að átta sinnum ódýrara að leggja einkaþotu á Reykjavíkurflugvelli heldur en á sambærilegum flugvöllum á Norðurlöndunum. Til stendur að endurskoða gjaldskrá á innanlandsflugvöllum á næsta ári.
Sjónvarpsfrétt
Rándýrar þotur á Reykjavíkurflugvelli
Einkaþotum sem hafa viðkomu á Reykjavíkurflugvelli hefur fjölgað í sumar. Þrjú fyrirtæki þjónusta þoturnar og rekstrarstjóri ACE FBO spáir því að þær verði rúmlega 900 í ár, fleiri en fyrir heimsfaraldurinn.
Svikahrappinum Önnu Sorokin vísað frá Bandaríkjunum
Bandarisk stjórnvöld hafa vísað Önnu Sorokin sem einnig er þekkt sem Anna Delvey úr landi til síns heima í Þýskalandi.
15.03.2022 - 06:15
Stóraukin umferð einkaþotna af stærri gerðinni
Í júlí stórjókst umferð einkaþotna um Reykjavíkurflugvöll og var talsvert meiri en fyrir kórónuveirufaraldurinn. Vélarnar eru bæði stærri og þyngri en áður og sumir íbúar í grennd við völlinn eru komnir með nóg af hávaðanum. 

Mest lesið