Færslur: Einkareknir fjölmiðlar

Þörf á frekari aðgerðum til að tryggja fjölmiðlarekstur
Menntamálaráðherra segir að ríkisstuðningur einn og sér dugi ekki til að tryggja rekstur einkarekinna fjölmiðla. Horfa þurfi til annarra lausna eins og að skattleggja erlendar efnisveitur.
19.05.2021 - 19:45
Vilja setja þak á fjölmiðlastyrki
Minnihluti alllsherjar- og menntamálanefndar Alþingis vill setja þak á stuðning ríkisins við einkarekna fjölmiðla til að koma í veg fyrir að það fjármagn sem er til skiptanna renni að mestum hluta til stærstu fyrirtækjanna á markaðnum.
11.05.2021 - 15:51
Setja tímamörk á fjölmiðlastyrki
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis leggur til að frumvarp menntamálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla verði tímabundið úrræði og falli úr gildi í lok þessa árs. Formaður nefndarinnar segir ekki sjálfgefið að ríkið aðstoði einkarekin fyrirtæki.
Reynir Trausta og Trausti kaupa Mannlíf
Reynir Traustason ritstjóri Mannlífs og Trausti Hafsteinsson, fréttastjóri Mannlífs, hafa keypt vörumerkið Mannlíf og lénið mannlif.is af Birtingi útgáfufélagi. Mannlíf verður áfram í samstarfi við fjölmiðla Birtings, sem eru tímaritin Gestgjafinn, Hús og híbýli og Vikan.
Stuðningur við fjölmiðla aukinn frá fyrra frumvarpi
Í nýju frumvarpi um breytingar á fjölmiðlalögum er kveðið á um meiri fjárstuðning við einkarekna fjölmiðla en í frumvarpi sem lagt var fram fyrir tæpu ári. Þá stóð til að hann yrði að hámarki 18 prósent af rekstrarkostnaði fjölmiðla en samkvæmt nýju frumvarpi getur hann numið allt að 25 prósentum af rekstrarkostnaðinum.
COVID verri en allar síðustu kreppur fjölmiðlanna
Blaðaútgefandi með 38 ára feril að baki segir að COVID-ástandið sé verra en nokkur niðursveifla sem hann hefur áður gengið í gegnum á sínum fjölmiðlaferli. Annar útgefandi segir fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra lífsnauðsyn eftir að auglýsingamarkaðurinn hrundi.
Samþykkti að styrkja fjölmiðla um 400 milljónir
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur samþykkt tillögur fjölmiðlanefndar um sérstakan rekstrarstuðning við einkarekna fjölmiðla, til að mæta efnahagsáhrifum kórónaveirufaraldursins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu. Samtals verður 400 milljónum varið til verkefnisins. Alls bárust 26 umsóknir um styrk og 23 þeirra uppfylltu skilyrði um stuðning.
25 fjölmiðlaveitur sóttu um sérstakan rekstrarstuðning
25 fjölmiðlaveitur hafa sótt um sérstakan rekstrarstuðning til einkarekinna fjölmiðla. Þetta kemur fram í svari fjölmiðlanefndar við fyrirspurn fréttastofu. Umsóknarfresturinn rann út þann 7. ágúst síðastliðinn. Innan fjölmiðlaveitnanna eru þó fleiri en 25 fjölmiðlar.