Færslur: Einangrun

Máttu dúsa í Ikea-verslun í tvo daga
Allmargir íbúar kínversku borgarinnar Shanghai, stærstu borgar Kína, máttu dúsa í Ikea-verslun sunnudag og mánudag. Heilbrigðisyfirvöld í borginni röktu kórónuveirusmit til einnar stórverslana sænsku húsgagnakeðjunnar í borginni og fyrirskipuðu í framhaldinu að öllum útgöngum hennar skyldi lokað.
16.08.2022 - 06:45
Nýr leiðtogi Hong Kong hittir ráðamenn í Kína
John Lee, sem tekur við stjórnartaumum í Hong Kong 1. júlí, hélt til Beijing höfuðborgar Kína í morgun. Þar verður hann opinberlega settur inn í embættið og þiggur blessun helstu leiðtoga alþýðulýðveldisins.
28.05.2022 - 05:40
Fleiri andlát meðal roskins fólks en í meðalári
Andlát meðal roskins fólks eru fleiri í Færeyjum það sem af er þessu ári en að meðaltali undanfarin ár. Lýðheilsufræðingur kennir opnun samfélagsins í kjölfar kórónuveirufaraldursins um.
08.05.2022 - 22:30
Fjöldaskimunum frestað í Hong Kong
Carrie Lam, æðsti embættismaður Hong Kong, segir ekki lengur forgangsmál að skylda alla íbúa borgarinnar í PCR-próf. Þó stendur ekki til að hætta algerlega við þær fyrirætlanir.
Sóttvarnar- og samkomutakmörkunum aflétt í Færeyjum
Öllum sóttvarnar- og samkomutakmörkunum vegna COVID-19 var aflétt í Færeyjum í gær. Fólki er ekki lengur ráðlagt að fara í sýnatöku og reglur um einangrun eru afnumdar.
Engar samkomutakmarkanir lengur
Öllum samkomutakmörkunum vegna COVID-19 og takmörkunum á landamærum var aflétt á miðnætti. Krafa um einangrun er einnig afnumin en finni fólk til einkenna er það hvatt til að fara í hraðpróf og mælst til að það haldi sig heima.
Allt að þriggja sólarhringa bið eftir niðurstöðu sýna
Sóttvarnalæknir greinir frá því í fréttatilkynningu að fólk geti gert ráð fyrir allt að þremur sólarhringum þar til niðurstaða berst úr PCR-prófum. Mikil aukning hefur verið á sýnatökum með PCR-prófum undanfarna daga. Fólk sem er með einkenni COVID-19 er beðið um að halda sig til hlés. einangrun verður talin frá sýnatökudegi þó niðurstaða berist síðar.
10.02.2022 - 14:01
Tæplega 5 prósent Akureyringa með Covid
Nýgengi smita hefur aukist einna mest á Akureyri síðustu daga og vikur. Um 900 hundruð manns eru nú smitaðir í bænum eða tæplega 5 prósent bæjarbúa. Um tvöfalt fleiri sýni eru nú greind á sjúkrahúsinu á Akureyri en nokkurn tímann áður.
10.02.2022 - 11:52
Segja sóttvarnareglur valda fjarvistum frekar en COVID
Um það bil 450 þúsund Norðmenn þurfa að halda sig heimavið og taka veikindaleyfi vegna kórónuveirufaraldursins á hverjum tíma að mati Lýðheilsustofnunar Noregs (FHI). Það sé fyrst og fremst vegna sóttvarnatakmarkana en ekki vegna þess að fólk sé mjög veikt.
Ánægjuleg þróun á Landspítala þrátt fyrir fjölgun smita
Sóttvarnalæknir segir erfitt að meta hvers mörg smit séu úti í samfélaginu enda fari ekki allir í sýnatöku. Þróun mála á Landspítalanum sé þó ánægjuleg þrátt fyrir mikinn fjölda smita dag hvern.
Réttargeðlæknir segir Breivik jafnhættulegan og áður
Norski hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik er jafnhættulegur samfélaginu og fyrir tíu árum. Þetta er mat réttargeðlæknis sem bar vitni á öðrum degi málflutnings varðandi umsókn hans um reynslulausn.
Staðan ágæt á farsóttarhúsunum
Staðan á farsóttarhúsum er ágæt en nú dvelja á þriðjahundrað gestir í húsunum og eru það flestir Íslendingar. Forstöðumaður segir að nú séu færri ferðamenn á landinu en rýmkaðar reglur fyrir þríbólusetta hafi líka áhrif.
18.01.2022 - 15:09
Sjónvarpsfrétt
Vilja að ríkið borgi laun í Covid-veikindaleyfi
Samtök atvinnulífsins segja að launakostnaður í covid-veikindaleyfi kosti fyrirtæki landsins 100 milljónir á dag og vilja að ríkið greiði laun þeirra sem lenda í einangrun. Forseti ASÍ er ekki hrifin af frekari skilyrðislausum ívilnunum fyrir atvinnulífið.
Hefur vantað tugi til starfa vegna sóttvarnaaðgerða
Fjörutíu til sextíu heilbrigðisstarfsmenn hefur vantað til starfa á degi hverjum á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í þessari viku. Þetta segir framkvæmdastjóri lækninga en covid-tengd verkefni hafa einnig aukið álag á heilsugæsluna og því getur verið bið eftir tíma hjá heimilislækni.
Sjónvarpsfrétt
Fjarvistir farnar að bíta í matvælaiðnaði
Þótt vel á sautjánda þúsund séu í einangrun eða sóttkví þá hefur lykilfyrirtækjum og stofnunum tekist að halda úti grunnþjónustu. Staðan í matvælaiðnaði er hins vegar orðin afar erfið.
06.01.2022 - 09:30
Sjónvarpsfrétt
Pirrandi að fá covid í annað skiptið
Tveir ungir menn, sem eru í einangrun með covid í annað skipti, finna fyrir litlum einkennum. Báðir fengu þeir Janssen-bóluefnið og annar þeirra örvunarskammt fyrir þremur vikum. „Ah, meira pirrandi en eitthvað annað. Við erum báðir einkennalausir og búnir að vera frá degi eitt,“ segir Helgi Gunnar Ásmundarson.
Viðtal
Covid-smitaðir tengdasynir byggðu snjóhús á Akureyri
Fjölskylda á Akureyri sat alls ekki auðum höndum yfir hátíðirnar heldur byggði sér glæsilegt snjóhús. Danskir tengdasynir í fjölskyldunni eiga mestan heiðurinn af verkinu en þegar húsið var tilbúið var haldin veisla.
04.01.2022 - 14:33
Ættu að vera viðbúin sóttkví eða einangrun í janúar
Flestir ættu að vera við því búnir að lenda í sóttkví eða einangrun í janúar, segir Víðir Reynisson, og gerir ráð fyrir sama ástandi jafnvel fram í febrúar. Ekki hafa eins margir covid sjúklingar legið á gjörgæslu síðan í ágúst. 
Bretland
Allt að fjórðungur fjarverandi frá vinnu
Yfirvöld í Bretlandi vara við því að allt að fjórðungur fólks á vinnumarkaði verði fjarverandi á næstunni vegna covid-smita. Einangrun bólusettra í Frakklandi verður stytt á morgun.
02.01.2022 - 13:09
Viðbúið að hökt verði í vinnu og skóla í vikunni
Gera má ráð fyrir að hjól atvinnulífsins verði ekki á fullum gangi fyrstu vinnuviku ársins þegar nærri fjórtán þúsund manns eru frá vegna covid og engin kennsla í skólum á morgun þar sem skipuleggja á sóttvarnir. 
Skoðar að stytta einangrun en ekki sóttkví
Fleiri en nokkru sinni greindust með COVID-19 í gær bæði innanlands og á landamærunum. Sóttvarnalæknir segir til skoðunar sé að stytta einangrun hjá einkennalitlum og einkennalausum í sjö daga.
30.12.2021 - 13:15
Að óbreyttu þurfi að skerða heimaþjónustu í Reykjavík
Hætt er við því að skerða þurfi félagslega heimaþjónustu og heimahjúkrun í Reykjavík vegna fjölda starfsmanna sem eru í einangrun eða sóttkví. Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, segir að reynt sé að halda allri starfsemi gangandi, en að óbreyttu þurfi bráðlega að forgangsraða þjónustunni vegna manneklu.
Þrjú hótel til viðbótar undir farsóttarhús
Rauði krossinn fékk úthlutað hundrað herbergja álmu á hóteli á höfuðborgarsvæðinu undir farsóttarhús. Allt hótelið verður svo lagt undir farsóttarhús á mánudag. Vegna þess hversu hratt kórónuveiran breiðist nú út fær Rauði krossinn tvö hótel til afnota til viðbótar í byrjun janúar. Þetta staðfesti Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa, í samtali við fréttastofu í dag.
Fór smitaður á næturklúbb og gæti endað í fangelsi
Ungur Ástrali gæti átt yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsi og háa fjársekt fyrir að hunsa heilbrigðisreglur. Hann greindist smitaður af COVID-19 en ákvað að bregða sér á næturklúbb í stað þess að fara í sóttkví.
29.12.2021 - 03:46
Íhugar hvort stytta eigi sóttkví og einangrun
Nærri 900 greindust með COVID-19 í gær og nýgengi veirunnar er því hærra en nokkru sinni. Sóttvarnalæknir metur hvort ástæða sé til að stytta einangrun og sóttkví eftir að Bandaríska sóttvarnastofnunin ákvað að gera það. 

Mest lesið