Færslur: Einangrun

Væsir ekki um fjölskyldu í einangrun í Eyjum
Sumarfrí fjögurra manna fjölskyldu í Hafnarfirði breyttist snögglega eftir að bræðurnir Elvis og Flóki greindust með covid-smit þegar þeir voru í heimsókn hjá ömmu sinni og afa í Vestmannaeyjum. Stór hluti fjölskyldunnar smitaðist í kjölfarið en Eyjamenn hafa séð til þess að gera einangrunina bærilega.
29.07.2021 - 09:20
Sjónvarpsfrétt
Þau allra-heppnustu fá svalir í einangruninni
Um 400 manns dvelja nú í farsóttarhúsum í Reykjavík, meirihluti með covid. Forstöðumaðurinn segir einkenni geta versnað mjög hratt. Sumir bjarga sér í ísskápalausum herbergjum með því að hengja plastpoka út um glugga og geyma kælivörur þar. Tugir nýrra gesta koma inn á hótelin á hverjum degi.
Segir yngra fólk veikt og óttast að ný bylgja sé hafin
Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa Rauða krossins, segir greinilegt að nú sé yngra fólk að veikjast af COVID-19. Hann segir hótel vísa smituðum gestum út og starfsfólk hans hafi þurft að sækja þá. 
Sextán innanlandssmit í gær þar af tíu utan sóttkvíar
Sextán greindust með COVID-19 innanlands í gær, tíu þeirra voru utan sóttkvíar. Þá greindist eitt kórónuveirusmit á landamærunum í gær. Smitrakning stendur yfir en eftir daginn í gær eru 124 í einangrun og 385 í sóttkví.
Ekkert smit innanlands annan daginn í röð
Ekkert COVID-19 smit greindist innanlands síðastliðinn sólarhring en tveir á landamærunum sem bíða mótefnamælingar. Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri almannavarna eru þetta mikil gleðitíðindi sem sýni að við séum á réttri leið. 
08.06.2021 - 11:00
Þrjú smit og einn utan sóttkvíar
Þrjú COVID-19 smit greindust innanlands síðastliðinn sólarhring, þar af var einn utan sóttkvíar við greiningu. Nú eru 211 einstaklingar í sóttkví og 44 í einangrun.
Nýtt loftborið afbrigði kórónuveiru kennt við Víetnam
Nguyen Thanh Long, heilbrigðisráðherra Víetnam, tilkynnti í dag að þar í landi hefði uppgötvast nýtt afbrigði kórónuveirunnar. Það er sagt vera blendingur þess breska og indverska sem berist auðveldlega í andrúmsloftinu.
Bjartsýnn á afléttingu sóttvarnaráðstafana í Skagafirði
Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri sveitarfélagsins Skagafjarðar segir að ef ekki kemur upp smit utan sóttkvíar á næstu dögum verði stefnt að afléttingum sóttvarnarráðstafana um helgina.  
Fólk er almennt rólegt yfir að dvelja í einangrun
Enn er þétt setinn bekkurinn í sóttvarnahúsum. Hátt í 300 eru á Fosshótel Reykjavík og á Lind eru 42 þar af 27 í einangrun með COVID-19. Gylfi Þór Þorsteinsson umsjónarmaður farsóttarhúsanna segir að fólki líði almennt ágætlega.
Smit fannst fyrir tilviljun - var að ná í vottorð
Tveir greindust með kórónuveirusmit utan sóttkvíar í gær og fjórir sem voru í sóttkví. 124 eru nú með COVID-19 hérlendis. Tilviljun réði því að annað smitið utan sóttkvíar kom í ljós.
Áttu að vera í einangrun en fóru á McDonalds og í búðir
Bæjarstjórinn í bænum Greve í Danmörku vill að þeim, sem verða uppvísir að því að brjóta einangrun vegna kórónuveirusmits á meðan þeir dvelja á gistiheimili á kostnað bæjarins, verði gert að greiða sjálfir fyrir dvölina.
Sjónvarpsmaðurinn Larry King glímir við COVID-19
Bandaríski sjónvarpsmaðurinn Larry King hefur undanfarna rúma viku legið á sjúkrahúsi í Los Angeles með COVID-19. King er 87 ára en hlaut talsverða frægð fyrir útvarpsþætti sína þegar á áttunda áratug síðustu aldar.
03.01.2021 - 02:14
Á annað þúsund tilkynningar vegna sóttvarnarbrota
Um 1.200 tilkynningar vegna grunsemda um brot gegn reglugerðum um sóttvarnir, sóttkví eða einangrun bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu árið 2020.
Myndskeið
Aukinn ótti hjá eldri skjólstæðingum
Heimahjúkrun á Akureyri hefur þurft að draga úr hefðbundinni þjónustu til þess að að sinna COVID-tengdum verkefnum. Hjúkrunarfræðingar segjast finna fyrir ótta hjá eldri skjólstæðingum.
11.11.2020 - 12:26
Myndskeið
Þórólfur: Verra en í vor
Áttatíuogeinn greindist með kórónuveirusmit í gær og voru langflestir þeirra í sóttkví. Nú eru 1.170 manns með smit og 3.035 í sóttkví. Sóttvarnalæknir segir að lengri tíma taki að ná kúrfuinni niður en í vor því veiran hafi dreift sér víðar. 
50 innanlandssmit, 33 í sóttkví og færri á sjúkrahúsi
50 kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. Fimm bíða niðurstöðu mótefnamælingar eftir landamæraskimun. Nýgengi innanlandssmita, fjöldi smita síðustu 14 daga á hverja hundrað þúsund íbúa, er nú 240,3 en mest var það í byrjun apríl þegar það var 267,2. Í gær var það 237,3 og hækkar því aðeins á milli daga.
12.10.2020 - 11:06
Bæta við vegna fólks í einangrun
Ein hæð til viðbótar verður tekin í notkun í farsóttarhúsinu í Hótel Rauðará við Rauðarárstíg fyrir fólk í einangrun. Hingað til hefur húsið eingöngu verið notað fyrir fólk í sóttkví og fólk í einangrun hefur verið á Hótel Lind, sem nú er að fyllast.
12.10.2020 - 07:20
Skorað á ráðherra að bregðast við einangrun fanga
Nú þegar þarf að gera ráðstafanir vegna mikillar einangrunar og innilokunar sem heimsfaraldur kórónuveiru hefur valdið í fangelsum landsins. Þetta kemur fram í áskorun Afstöðu, félags fanga og annarra áhugamanna, um bætt fangelsismál og betrun, til dómsmálaráðherra.
Tólf í sóttkví á Ísafirði
Tólf hafa verið sett í sóttkví í kjölfar þess að tvö kórónuveirusmit greindust á Ísafirði í dag.
Myndskeið
Æðrulaus gagnvart smiti mánaðar gamals drengs
Mánaðargamall drengur greindist með kórónuveiruna í gær. Foreldrar hans, sem einnig eru smitaðir, óttast um langveika dóttur þeirra sem er í áhættuhópi og með þeim í einangrun. Litli drengurinn er yngsta barnið sem greinst hefur með veiruna hér á landi, enn sem komið er.
27.08.2020 - 19:32
Innlent · COVID-19 · Einangrun · Smit
Í einangrun með mánaðargömlum syni og langveikri dóttur
Mánaðargömlum dreng sem greindist með COVID-19 í vikunni heilsast ágætlega. Faðir hans, Árni Björn Kristjánsson, segir að hann hósti aðeins og sé örlítið óvær. Fjölskyldan hlakkar til að losna úr einangrun og þakkar fyrir að geta stytt sér stundir úti í garði.
27.08.2020 - 13:48
Michelin-stað lokað tímabundið í Færeyjum vegna Covid19
Veitingastaðurinn Koks í Færeyjum verður lokaður næstu tvær vikurnar. Ástæðan er sú að starfsmaður hefur greinst með Covid-19 og næstum allir starfsmenn aðrir þurfa að sæta sóttkví.
Staðfest smit í öllum landshlutum
Smit hafa nú aftur greinst í öllum landshlutum hér á landi. 67 eru í einangrun á höfuðborgarsvæðinu, fjórir á Suðurnesjum, níu á Vesturlandi og einn í hverjum hinna landshlutanna. RÚV greindi frá því á sunnudaginn síðasta að smit hefðu greinst í öllum landshlutum nema á Austurlandi. Nú er þar einn í einangrun.
05.08.2020 - 13:27
Tæp hálf milljón í sekt fyrir að rjúfa einangrun
Þeir íbúar Victoriu-ríkis í Ástralíu sem fylgja ekki reglum um einangrun þurfa frá og með deginum í dag að greiða hátt í hálfa milljón króna sekt.
04.08.2020 - 07:06
Átta í einangrun í Færeyjum
Nú eru þrjátíu og þrjú virk kórónuveirusmit í Færeyjum að sögn þarlendra heilbrigðisyfirvalda.
02.08.2020 - 23:20