Færslur: eimskip

Geta ekki hlutast til um stjórn Eimskips
Lífeyrissjóðirnir geta ekki sammælst um breytingar í stjórnum fyrirtækja, líkt og formaður VR vill að gert verði í stjórn Eimskips, segja viðmælendur fréttastofu hjá lífeyrissjóðum.
22.11.2019 - 13:13
Galið að Samherji ráði en sjóðir eigi 53% segir Ragnar
Formaður VR gagnrýnir að Samherji stjórni Eimskipi þótt lífeyrissjóðirnir eigi meira en helmingshlut í fyrirtækinu. Þetta sé galin staða, sérstaklega í ljósi þess sem komið hafi fram um meinta vafasama viðskiptahætti Samherja. 
21.11.2019 - 19:56
Bréf í Eimskipum lækka eftir fréttir af Samherja
Hlutabréf í Eimskipum hafa fallð um sjö prósent frá því á mánudag. Kveikur greindi frá því á þriðjudagskvöld að gögn bentu til þess að Samherji hefði mútað hátt settum ráðamönnum í Namibíu og tóku upplýsingar um efni þáttarins að berast í fréttum á mánudag.
14.11.2019 - 12:51
Niðurstaðan vekur furðu
Samkeppniseftirlitið hefur lagt blessun sína yfir samstarfssamning Eimskips og grænlenska ríkisskipafyrirtækisins Royal Arctic Line. Helsti keppinautur Eimskips segir ákvörðunina án fordæma og til þess fallna að styrkja enn frekar markaðsráðandi stöðu Eimskips.
15.09.2019 - 12:29
  •