Færslur: Egyptaland

Brjóstmynd konungs seld í óþökk Egypta
Þrátt fyrir ósk Egypta um að fornleifum þaðan sé skilað frá Bretlandi, var brjóstmynd af forn-egypska konungnum Tutankhamun seld á uppboði í Lundúnum í gær. Ónefndur kaupandi reiddi fram jafnvirði nærri 750 milljóna króna fyrir 3.000 ára gamla styttuna.
05.07.2019 - 04:46
Morsi borinn til grafar í dag
Mohammed Morsi, fyrrverandi forseti Egyptalands, sem lést í réttarsal í gær, var borinn til grafar í Kaíró í dag. Hann var 67 ára gamall.
18.06.2019 - 14:05
Fyrrverandi forseti Egyptalands dó í réttarsal
Mohammed Morsi, sem kosinn var forseti Egyptalands eftir byltinguna 2011 þar sem einræðisherranum Hosni Mubarak var steypt af stóli, lést í réttarsal í dag 67 ára að aldri.
17.06.2019 - 16:13
Vígamenn gera árás á Sinaískaga
Minnst átta egypskir lögreglumenn féllu í árásum vígamanna á varðstöð nærri El-Arish á Sinaískaga í morgun. Í yfirlýsingu frá egypska innanríkisráðuneytinu segir að fimm árásarmanna hafi verið vegnir, en nokkrir komist undan.
05.06.2019 - 09:22
Svört skýrsla um ástandið á Sínaískaga
Mannréttindavaktin sakar bæði egypska herinn og vígamenn um stríðsglæpi í átökum þeirra á norðanverðum Sínaískaga. Í skýrslu stofnunarinnar segir að herinn og lögreglusveitir beri ábyrgð á meirihluta þess sem getið er um í skýrslunni, en vígasveitir hafi einnig framið hryllileg voðaverk.
28.05.2019 - 06:40
Margir særðir eftir árás í Egyptalandi
Í það minnsta tólf eru særðir eftir að sprengja sprakk við rútu með ferðamenn innanborðs í nágrenni pýramídanna í Giza í Egyptalandi. Ekki vitað hverjir stóðu að árásinni.
19.05.2019 - 14:40
Rúta sprengd í Egyptalandi
Rúta með ferðamönnum varð fyrir sprengjuárás í nágrenni Grand Egyptian safnsins við Pýramídana í Giza fyrir skömmu. Í það minnsta 12 eru slasaðir, flestir erlendir ferðamenn.
19.05.2019 - 13:19
Myndskeið
Stjórnarfarið færist aftur nær einræði
Egypska þingið samþykkti breytingar á stjórnarskrá sem gera forsetanum kleift að sitja lengur í embætti.  Breytingarnar þykja til marks um að stjórnarfarið færist aftur nær einræði. 
17.04.2019 - 22:16
Minnst 20 fórust á lestarstöð í Kaíró
Minnst 20 fórust í árekstri og eldsvoða á Ramses-lestarstöðinni, aðallestarstöðinni í Kaíró, höfuðborg Egyptalands í morgun. Tugir slösuðust.
27.02.2019 - 10:30
Tveir lögreglumenn létust í Kaíró
Tveir egypskir lögreglumenn féllu þegar sprengja sprakk í Kaíró í dag. Lögreglan var að elta mann sem grunaður er um að hafa komið sprengju fyrir við mosku í síðustu viku, hefur AFP fréttastofan eftir innanríkisráðuneyti Egyptalands.
19.02.2019 - 01:48
Varar við breytingum á stjórnarskrá
Egypski stjórnarandstöðuleiðtoginn Mohamed ElBaradei, fyrrverandi yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, varaði í gær við tillögum um breytingar á stjórnarskrá landsins sem lagðar voru fram um síðustu helgi.  
08.02.2019 - 08:43
Lögreglumaður lést við að aftengja sprengju
Lögreglumaður lést í Egyptalandi í gær þegar hann var að reyna að aftengja sprengju fyrir utan koptakirkju. Tveir lögreglumenn til viðbótar særðust í sprengingunni. Sprengjan fannst við leit lögreglu í tösku við kirkjuna.
06.01.2019 - 05:55
Segja tugi hryðjuverkamanna fallna
Innanríkisráðuneytið í Egyptalandi segir að fjörutíu hryðjuverkamenn hafi fallið í áhlaupi lögreglu á dvalarstaði þeirra í nótt og í morgun, - degi eftir að vegasprengja varð þremur víetnömskum ferðamönnum og egypskum leiðsögumanni þeirra að bana við píramídana í Giza.
29.12.2018 - 11:48
Fjórir látnir eftir sprengjuárásina í Kaíró
Fjórir eru látnir eftir að sprengja sprakk í vegkanti í sömu mund og rútu var ekið þar hjá, skammt frá píramídunum í Giza. Þrír ferðamenn frá Víetnam og egypskur fararstjóri týndu lífi í sprengingunni; bílstjórinn og ellefu víetnamskir ferðamenn til viðbótar særðust, að sögn yfirvalda í Kaíró, en alls voru 16 manns um borð í rútunni.
29.12.2018 - 03:09
Ferðamenn létust í sprengingu í Egyptalandi
Að minnsta kosti tveir eru látnir og tólf slasaðir eftir að sprengja sprakk skammt frá píramídunum í Giza í Egyptalandi í dag. Að sögn Reuters fréttastofunnar virðist sem vegasprengja hafi sprungið þegar rúta með ferðafólk ók yfir hana. Í tilkynningu frá innanríkisráðuneytinu í Kaíró segir að hinir látnu hafi verið ferðamenn frá Víetnam. Egypskur bílstjóri rútunnar og leiðsögumaður eru meðal hinna slösuðu.
28.12.2018 - 18:10
Nýfundið grafhýsi opinberað í Luxor
Egypsk yfirvöld lyftu hulunni af fornu grafhýsi, steinkistum og munum sem grafnir voru með þeim sem voru lagðir til hinstu hvílu í grafhýsinu. Grafhýsið fannst í Al-Assassif grafreitnum í borginni Luxor.
25.11.2018 - 00:28
Kattamúmíur fundust í Egyptalandi
Fornleifafræðingar hafa fundið grafhýsi kattamúmía og goðýfla nærri Kaíró í Egyptalandi. Fundurinn þykir merkilegur enda töldu Forn-Egyptar ketti og önnur dýr eiga sérstakan stað í lífinu eftir dauðann.
11.11.2018 - 14:13
Merkur rampur uppgötvaðist óvænt
Fornleifafræðingar frá Bretlandi og Frakklandi telja sig hafa gert merkilega uppgötvun. Í leiðangri þeirra í Egyptalandi á dögunum, þar sem þeir rannsökuðu fornar áletranir Egypta, römbuðu þeir óvænt á ramp með tröppum og nokkrum götum með ákveðnu millibili, sem þeir telja að hafi verið fyrir prik. Þennan ramp telja fornleifafræðingarnir að Egyptar til forna hafi notað við hleðslu pýramídanna.
07.11.2018 - 03:37
Vígamenn felldir í Egyptalandi
19 vígamenn voru felldir í Egyptalandi í skotbardaga við lögreglu í gær. AFP fréttastofan greinir frá. Vígamennirnir tilheyrðu hópi sem varð sjö kristnum Egyptum að bana í árás á föstudag.
04.11.2018 - 13:13
Ráðist á rútu kristinna Egypta
Að minnsta kosti sjö létu lífið þegar skotárás var gerð á rútu safnaðarmeðlima koptakirkjunnar í Egyptalandi í dag. AFP fréttastofan hefur þetta eftir biskupi kirkjunnar í Minya-héraði. Hann segir 14 til viðbótar hafa særst í árásinni. Fólkið var allt á leið í hof koptakirkjunnar í Minya, sem er um 270 kílómetra suður af höfuðborginni Kaíró. Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki lýstu því yfir í dag að þau hafi borið ábyrgð á árásinni.
02.11.2018 - 17:51
Merkur fornleifafundur við Níl
Egypskir og franskir fornleifafræðingar fundu nokkra geymsluturna frá tímum ný-steinaldar í óseyri Nílar. Í turnunum var mikið magn dýra- og plöntuleifa, auk leirmuna og steinverkfæra, hefur fréttastofa Reuters eftir ráðuneyti fornminja í Egyptalandi.
03.09.2018 - 00:23
Samfélagsmiðlar vaktaðir í Egyptalandi
Abdel Fattah al-Sisi, forseti Egyptalands, staðfesti í dag lög þess efnis að yfirvöld megi fylgjast með notendum samfélagsmiðla. Fjölmiðlaeftirlit Egyptalands má samkvæmt þeim hafa strangt eftirlit með þeim sem eru með yfir fimm þúsund fylgjendur á samfélagsmiðlum, auk þeirra sem eru með bloggsíður og eigin vefsíður.
02.09.2018 - 04:26
Hert eftirlit með netnotkun í Egyptalandi
Ný lög í Egyptalandi herða eftirlit með netnotkun fólks í landinu allverulega. Abdel Fattah al-Sisi, forseti landsins, samþykkti lögin í dag. Lokað verður fyrir vefsíður sem taldar eru hættulegar þjóðaröryggi eða efnahagi Egyptalands. Þeir sem halda úti eða heimsækja slíkar vefsíður geta búist við sektum eða fangelsisdómi.
19.08.2018 - 00:33
75 dæmdir til dauða í Egyptalandi
Egypskur dómstóll dæmdi á föstudag 75 manns til dauða fyrir þátttöku þeirra í blóðugum mótmælum í kjölfar þess að herinn steypti lýðræðsilega kjörnum forseta landsins, Mohammed Morsi, af stóli árið 2013. Meðal hinna dauðadæmdu eru forystumenn úr flokki Morsis, Múslímska bræðralaginu, sem var bannaður í framhaldi af valdaráni hersins.
Tólf særðust í sprengingu við Kaíró-flugvöll
Minnst tólf slösuðust í mikilli sprengingu við efnaverksmiðju í útjaðri Kaíróborgar, skammt frá alþjóðaflugvelli borgarinnar, í kvöld. Hin slösuðu voru öll flutt á sjúkrahús en engar frekari fregnir hafa borist af meiðslum þeirra eða líðan. Talsmaður Egyptalandshers segir að sprenging hafi orðið í einum af nokkrum stórum eldsneytistönkum á verksmiðjulóðinni, á svæði sem heyrir undir herinn.
13.07.2018 - 00:49