Færslur: Egilsstaðaflugvöllur

Vilja öflugri Egilsstaðaflugvöll í ljósi jarðhræringa
Heimastjórn Fljótsdalshéraðs leggur til að sveitarstjórn Múlaþings hefji viðræður við innviðaráðuneyti um frekari uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar í ljósi jarðhræringa á Reykjanesskaga. Formaður heimastjórnarinnar segir Egilstaðaflugvöll henta vel í verkefnið.
Spegillinn
Vill fara hægt í sakirnar í leit að flugvallarstæði
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra telur mikilvægt að leyfa vísindamönnum að ljúka vinnu við greiningu á flugvallarstæðinu í Hvassahrauni áður en felldir eru dómar yfir svæðinu. Hann telur þó að líkurnar á því að þar rísi varaflugvöllur hafi ekki aukist með jarðhræringum og gosum á Reykjanesskaga.
Þýskt flugfélag hefur áætlunarflug norður og austur
Þýska flugfélagið Condor ætlar að hefja áætlunarflug til Akureyrar og Egilsstaða sumarið 2023. Þetta er í fyrsta sinn sem flugfélagið flýgur til Íslands.
Ítölsk flugsveit annast loftrýmisgæslu við Ísland
Flugsveit ítalska flughersins kemur til landsins á morgun til að annast loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland. Þar með hefst gæslan að nýju en þetta er í sjötta sinn sem Ítalir leggja til flugsveit.
Hraðari þróun í millilandaflugi um NA-land en vænst var
Innviðaráðherra telur að uppbygging og þróun í millilandaflugi til Akureyrar og Egilsstaða gangi hraðar fyrir sig en reiknað var með. Viðbúið sé að ráðast þurfi í lagfæringar til bráðabirgða í flugstöðinni á Akureyrarflugvelli til að greiða fyrir aukinni flugumferð þar í sumar.
40 milljónir í að kynna Akureyrar- og Egilsstaðaflug
Fjörutíu milljónir króna verða settar í að markaðssetja Akureyrar- og Egilsstaðaflugvöll á þessu ári. Verkefnisstjóri hjá Markaðsstofu Norðurlands segir nauðsynlegt að setja aukinn kraft í að opna fleiri gáttir inn í landið. 
Mikilvægt að byggja upp á Akureyri og Egilsstöðum
Samgönguráðherra segir að uppbygging á flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum sé meðal lykilþátta í millilandaflugi við mótun flugstefnu stjórnvalda. Hann tók í gær fyrstu skóflustungu að nýrri flugstöðvarbyggingu á Akureyrarflugvelli.
Hátt í 800 flugleggir þegar verið bókaðir með Loftbrú
Hátt í átta hundruð flugleggir hafa verið bókaðir með afsláttarkóða Loftbrúar síðan verkefnið fór af stað fyrir viku. Ríkið hefur því niðurgreitt fargjöld fyrir tæpar fimm milljónir króna á einni viku.
Loftbrú hleypt af stokkunum
Frá og með deginum í dag eiga íbúar með lögheimili fjarri höfuðborginni kost á því að fá flugfargjöld á hagstæðari kjörum til borgarinnar. Ríkið niðurgreiðir flugfargjöldin. Sigurður Ingi Jóhannsson,samgönguráðherra kynnti verkefnið sem nefnist Loftbrú í flugstöðinni á Egilsstöðum í dag.
Ráðast í viðamiklar framkvæmdir á flugvöllum
Stækkun flugstöðvarinnar á Akureyri, flughlað á Akureyrarflugvelli og akbraut á Egilsstaðaflugvelli eru á meðal samgönguframkvæmda í efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar sem voru kynntar um helgina.  Af 20 milljarða króna fjárfestingaátaki ríkisstjórnarinnar nema fjárfestingar í samgönguframkvæmdum sex milljörðum króna.
Flugvellir á Akureyri og Egilsstöðum þurfa 4 milljarða
Fundur um flugmál var haldinn á Akureyri í gær. Vel var mætt og margir sem létu sig málið varða. „Þetta snýst um það að fjárfesta til að græða,“ sagði hagfræðingur.