Færslur: Efnahagsbati

Tekjur af neyslu erlendra ferðamanna tvöfaldast í júlí
Tekjur af útfluttri þjónustu jukust um hátt í 60 prósent á milli júlí 2020 og júlímánaðar í ár. Í þessum eina mánuði hefur verðmæti í þessum geira aukist um 56,4 milljarða á gengi hvors árs
Bretland: stuðningur til endurmenntunar starfsfólks
Breska ríkisstjórnin hyggst á morgun kynna aukinn stuðning til endurmenntunar starfsfólks sem þarf að halda sig heima vegna kórónuveirufaraldursins. Stjórn íhaldsmanna er gagnrýnd fyrir ákvarðanir sínar, bæði af andstæðingum og innanflokksfólki.
Ísland stóðst COVID-storminn betur en flestar þjóðir
Ísland stóð storminn sem fylgdi COVID-19 faraldrinum betur af sér en flestar aðrar þjóðir og viðsnúningur er framundan. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar um íslenskt efnahagslíf. Fjármálaráðherra segir að þetta megi þakka góðri stöðu ríkisfjármála fyrir faraldur.
Lánsfyrirtæki telur efnahagshorfur Íslands stöðugar
Alþjóðlega matsfyrirtækið S&P Global Ratings gefur ríkissjóði Íslands lánshæfiseinkunnirnar A eða A-1. Fyrirtækið telur horfur stöðugar og að líklega verði áframhaldandi efnahagsbati í landinu síðari hluta ársins.
15.05.2021 - 14:48
Víðtæk bólusetning getur dregið úr ótta við ferðalög
Víðtæk og trygg bólusetning er talin geta orðið til að draga úr þeim ótta við flugferðir og ferðalög sem vart hefur orðið í faraldrinum. Þetta kemur fram í nýrri lokaskýrslu starfshóps fjármála- og efnahagsráðherra um sóttvarnir og efnahagsbata. Enn sé þó óvíst hvort nægilega hratt gangi að bólusetja fólk til að ferðaþjónustan fái næga viðspyrnu á komandi sumri.