Færslur: EES

Corbyn gælir við aðild að EES-samningnum
Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, er sagður gæla við þá hugmynd að Bretar feti svipaða slóð og EFTA-ríkin og gerist aðilar að EES-samningnum eftir Brexit. BBC greinir frá þessu. Haft er eftir Corbyn að hann sé nú að „skoða allar leiðir“ sem geti komið í veg fyrir að Bretar standi uppi samningslausir eftir boðaða úrgöngu úr Evrópusambandinu hinn 29. mars.
07.03.2019 - 06:53
Stefna að mótvægisaðgerðum vegna kampýlóbakter
Varnir gegn kampýlóbakter í alifuglakjöti verða helsta áskorunin verði frumvarp landbúnaðarráðherra um innflutning á kjöti að lögum, að mati yfirdýralæknis. Stefnt er að mótvægisaðgerðum til að koma í veg fyrir að kampýlóbakter-smitað, ófryst kjöt fari á markað hér á landi.
28.02.2019 - 13:20
Áhrif frystingar mest á kampýlóbakter
Ekki stendur til að breyta reglum um innflutning og dreifingu á ógerilsneyddum mjólkurvörum, samkvæmt drögum að umdeildu frumvarpi landbúnaðarráðherra. Verði það að lögum má flytja inn hingað til lands ófrosið kjöt og egg. Samkvæmt áliti yfirdýralæknis og sóttvarnalæknis, sem vísað er í í frumvarpsdrögunum, hefur frysting fyrst og fremst áhrif á magn kampýlóbakter í kjöti.
22.02.2019 - 14:10
„Atvinnuleysi, fátækt og auðnuleysi“
Dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík telur mikilvægt að ákvæði verði í stjórnarskránni um framsal valds til að liðka fyrir framkvæmd EES samningsins. Aldarfjórðungur er liðinn frá því að Ísland staðfesti samninginn. Talsverð átök voru um hann á Alþingi þegar hann var samþykktur 1993. Salóme Þorkelsdóttir, forseti Alþingis tilkynnti um úrslit atkvæðagreiðslunnar umsamningin 12. janúar 1993.
09.02.2019 - 14:00
 · Innlent · Alþingi · EES · Evrópusambandið
Samningaviðræðum EFTA-ríkja og Breta lokið
EFTA-ríkin innan EES og Bretland hafa náð samningi um atriði sem tengjast útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og Evrópska efnahagssvæðinu. Hann tekur þó ekki gildi fyrr að loknu bráðabirgðatímabili og ef samningur um útgöngu Breta úr ESB verður samþykkur á Breska þinginu. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti segir að með samningi EFTA-ríkjanna innan EES og Bretlands sé leyst úr þeim útgöngumálum sem við eigi með sambærilegum hætti og á milli Bretlands og ESB.
20.12.2018 - 13:22
Erlent · Innlent · Brexit · EFTA · EES · Bretland · Evrópusambandið
Myndskeið
Herða þarf reglur um eftirlit matvæla
Ennþá er bannað að flytja inn ferskt kjöt þrátt fyrir að það samrýmist ekki ákvæðum EES-samningsins. Herða þarf reglur um eftirlit matvæla, bæði innfluttum og íslenskum, svo hægt sé að bregðast við.
Viðtal
Tókust á um þriðja orkupakkann
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, furðar sig á gagnrýni á þriðja orkupakkann því ákveðið hafi verið að innleiða orkupakkana fyrir fimmtán árum síðan. Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að Alþingi hafi síðasta orðið.
15.11.2018 - 09:30
Viðtal
Hafnar þrýstingi vegna þriðja orkupakkans
Forsætisráðherra Noregs, Erna Solberg, hafnar því að hafa beitt íslensk stjórnvöld þrýstingi til að samþykkja þriðja orkupakkann, svokallaða. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, segir að skoða þurfi málið vel áður en það verður tekið fyrir á þingi. Árlegt þing Norðurlandaráðs verður sett í Ósló á morgun. Forsætisráðherrar Íslans og Noregs funduðu í dag.
29.10.2018 - 19:35
Viðtal
95 milljóna styrkur til kaupa á vetnisvögnum
Evrópusambandið veitir 95 milljón króna styrk til Strætó BS til kaupa á vetnisstrætisvögnum sem taka á í notkun fyrir lok næsta árs. Styrkurinn er hluti af átaki Evrópusambandsins. Markmiðið með því er að koma 300 vetnisvögnum í umferð á næstu árum.
09.10.2018 - 08:35
Segir ríkisvaldið framselt með orkupakkanum
Þriðji orkupakki Evrópusambandsins, sem verður hluti af samningnum um Evrópska efnahagssvæðið ef Alþingi samþykkir, felur í sér að ríkisvaldið verður framselt til alþjóðlegra stofnana. Þetta segir Stefán Már Stefánsson prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. 
30.08.2018 - 21:55
Kostir og gallar EES metnir í skýrslu
Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, sagði á Alþingi í dag að það væri orðið tímabært að endurskoða EES-samninginn og meta kosti og galla samningsins; ekki síst í ljósi stöðunnar í Bretlandi eftir Brexit enda liggi þar margir af mikilvægustu mörkuðum Íslands.
10.04.2018 - 19:50
Árni Páll ráðinn til EES
Árni Páll Árnason, fyrrverandi ráðherra og formaður Samfylkingarinnar, hefur verið ráðinn aðstoðarframkvæmdastjóri Uppbyggingarsjóðs EES að tilnefningu íslenskra stjórnvalda. Hann hefur störf í Brussel á morgun, 1. febrúar, að því er fram kemur í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.
31.01.2018 - 18:52
Evrópa · Innlent · EES · EFTA
Ryksugur sem safna persónuupplýsingum
Þann 28. maí 2018 tekur ný reglugerð gildi í aðildarríkjum ESB og EES, sem snýr að meðferð persónuupplýsinga á netinu. Gerð er krafa um að ríkin innleiði efni hennar í landslög. Er reglugerðin einskonar uppfærð útgáfa af meginreglum tilskipunar frá árinu 1995, til að bregðast við þeim stórtæku breytingum sem hafa orðið vegna tæknivæðingar með tilkomu samfélagsmiðla og stóraukinni stafrænni þjónustu.
30.07.2017 - 11:22
  •