Færslur: Eddan 2020

Spaugstofumenn fengu hjartnæmt bréf frá aðdáanda
Það eru sjálfir Spaugstofumenn, þeir Karl Ágúst Úlfsson, Sigurður Sigurjónsson, Pálmi Gestsson, Randver Þorláksson og Örn Árnason, sem hljóta heiðursverðlaun íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar árið 2020. Í gegnum árin hafa þeir rýnt í þjóðarsálina og speglað atburði líðandi stundar á gamansaman hátt, en þeir hafa líka veitt mörgum Íslendingum hlátur og gleði á erfiðum stundum.
06.10.2020 - 21:29
Eddan 2020 er ekki í beinni útsendingu
Í ljósi þeirra tíðinda að sóttvarnalæknir, Þórólfur Guðnason, leggur til að aðgerðir vegna útbreiðslu COVID-19 verði hertar á ný, vill stjórn Íslensku Kvikmynda- og Sjónvarpsakademíunnar taka fram að þátturinn sem sýndur er í kvöld var tekinn upp fyrirfram og án áhorfenda. Er það í fyrsta sinn sem Edduhátíðin er unnin með þessum hætti.
06.10.2020 - 15:34
Edduverðlaunahafar 2020 tilkynntir í kvöld
Í kvöld verður tilkynnt um hverjir hljóta Edduverðlaunin, íslensku kvikmynda- og sjónvarpsverðlaunin, árið 2020. Til stóð að veita verðlaunin í mars en afhendingunni var frestað um hálft ár og er hún nú með öðru sniði en áður. Dagskráin verður þó þétt og með ýmsum uppákomum eins og síðustu ár.
06.10.2020 - 12:47
Leiddist vinnan í lundabúð og fluttist til Parísar
Steiney Skúladóttir rappari, sjónvarps- og leikkona er mikil flökkukind. Hún hefur ferðast um Asíu og búið í Ástralíu, Bandaríkjunum og París þar sem hún lenti í þeirri leiðinlegu lífsreynslu, þegar hún vann á bar í borginni, að vera rekin úr vinnunni í fyrsta sinn á ævinni. Steiney er tilnefnd sem sjónvarpsmaður ársins á Edduverðlaunahátíðinni sem er á dagskrá RÚV í kvöld.
Tilnefningar til Edduverðlauna 2020
Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsverðlaunin verða veitt þann 20. mars næstkomandi í Origohöllinni. Verðlaun eru veitt í 26 flokkum og nú hefur verið tilkynnt um hverjir hljóta tilnefningar að þessu sinni.
06.03.2020 - 10:00
Tilnefningar til Eddunnar kynntar í dag
Tilnefningar til Edduverðlaunanna verða kynntar á RÚV.is í dag. Verðlaunahátíðin fer fram 20. mars.
06.03.2020 - 07:54