Færslur: e.coli

Drykkjarvatn frá Grábrókarveitu mengað
Gerlamengun er staðfest í vatni frá Grábrókarveitu. Vatnsbólið þjónar Borgarnesi, Bifröst og Varmalandi, auk fjölda sumarhúsa og nokkurra húsa í Borgarfirði. Neytendur á þessum svæðum eru beðnir um að sjóða neysluvatn. E. coli og kólí gerlar fundust í sýninu.
11.10.2019 - 10:18
Óljóst hvernig e. coli-bakterían smitaðist
Það liggur ekki enn þá fyrir hvernig e. coli-bakterían barst í þá einstaklinga sem greindust með sýkingu í síðasta mánuði eftir að hafa heimsótt ferðaþjónustubæinn Efstadal II. Börnin sem smituðust höfðu öll borðað ís á bænum. Matvælastofnun og rekstraraðilar Efstadals II hafa tekið yfir 40 sýni af bæði matvælum og umhverfi í ísgerð og íssölu og 25 sýni af dýrunum og umhverfi þeirra. Sú gerð e. coli sem fólkið greindist með fannst ekki í þeim sýnum sem voru tekin úr ísnum.
07.08.2019 - 07:42
Ísframleiðsla hafin á ný í Efstadal
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur heimilað ferðaþjónustubænum Efstadal II að hefja starfsemi að nýju eftir að e. coli-faraldur braust út. Björgvin Jóhannesson, einn af eig­end­um fyrirtækisins Efstidalur II, segir að ísbúðin hafi verið tekin í gegn. Farið hafi verið eftir tilmælum heilbrigðiseftirlitsins í öllu. Framleiðsla á ís sé nú hafin á ný eftir grænt ljós frá heilbrigðiseftirlitinu og ekkert standi í vegi fyrir því að sala á Efstadals-ís hefjist á ný.
01.08.2019 - 19:54
Vonast til að E. coli faraldri sé lokið
Sóttvarnalæknir bindur vonir við að STEC E. coli faraldurinn sem tengdur hefur verið við Efstadal sé yfirstaðinn.
31.07.2019 - 15:11