Færslur: ECDC

Stór hluti Danmerkur orðinn appelsínugulur
Sóttvarnamiðstöð Evrópu, ECDC, færði í dag nokkra landshluta í Danmörku úr grænum flokki í appelsínugulan með tilliti til fjölgunar kórónuveirusmita undanfarinn hálfan mánuð. Mið- og Norður-Jótland verða appelsínugul og sömuleiðis Sjáland. Kaupmannahöfn færist úr gulu í rautt.
15.07.2021 - 14:57
Ísland er nú skilgreint sem grænt COVID-land
Ísland er nú skilgreint sem grænt land í litakóðunarkerfi Sóttvarnastofnunar Evrópu, ECDC, vegna kórónuveirufaraldursins og er það Evrópuland, þar sem gögn liggja fyrir, sem er með lægstu tíðni kórónuveirusmita. Ísland er þar með farið úr hópi appelsínugulra ríkja þar sem það hafði verið síðan um miðjan nóvember. Þar áður var Ísland skilgreint sem rautt ríki.