Færslur: drónar

Lögregla og björgunarsveitir leituðu að unglingsstúlku
Fjöldi björgunarsveitarmanna leitaði að unglingsstúlku ásamt lögreglumönnum í Vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöldi og nótt.
27.09.2022 - 04:02
Láta Írani fækka verulega starfsliði sendiráðs
Úkraínsk stjórnvöld segjast hafa krafið Írani um að fækka í starfsliði sendiráðs þeirra í Kyiv vegna vopnasendinga þeirra til Rússlands. Það segja Úkraínumenn alvarlegt brot gegn fullveldi landsins.
24.09.2022 - 02:35
Drónaflug yfir borpöllum á Norðursjó til rannsóknar
Lögreglurannsókn er hafin í Noregi vegna dularfulls drónaflugs yfir nokkra olíuborpalla í Norðursjó. Rannsóknin er á höndum lögreglu í Sør-Vestumdæmi sem hefur aðsetur í Stafangri.
22.09.2022 - 01:30
Armenar segja Asera við það að ráðast inn í landið
Hersveitir frá Aserbaísjan virðast í þann mund að ráðast inn á landsvæði undir stjórn Armeníu samkvæmt yfirlýsingu varnarmálaráðuneytis landsins nú í nótt. Vopnuðum sveitum ríkjanna hefur lent saman við landamærin og þegar er talið að nokkrir séu fallnir í þeim átökum.
Væringar við landamæri Armeníu og Aserbaísjan
Nokkrir hermenn úr liði Asera eru sagðir fallnir í átökum við landamærin að Armeníu. Stjórnvöld hvors ríkis saka hitt um að eiga upptökin að væringunum.
Fulltrúar kjarnorkumálastofnunar halda til Zaporizhzhia
Rafael Grossi, yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, er á leið til Zaporizhzhia-kjarnorkuversins í Úkraínu ásamt eftirlitsteymi. Hann greindi frá þessu í morgun og sagði hópinn komast að verinu síðar í vikunni.
Talibanar segja bandaríska dróna senda frá Pakistan
Afganski varnarmálaráðherrann sakar stjórnvöld í nágrannaríkinu Pakistan um að veita Bandaríkjamönnum aðgang að lofthelgi landsins. Hann staðhæfir að Bandaríkjamenn geri þannig atlögur með drónum yfir landamærin.
Segja Írana ætla að útvega Rússum dróna
Bandaríkjastjórn segir að Íranar ætli að sjá Rússum fyrir mörg hundruð drónum, sem ætlunin sé að beita gegn Úkraínumönnum. Utanríkisráðuneytið í Teheran segir að samvinna Rússa og Írana hafi byrjað löngu fyrir innrásina í Úkraínu.
12.07.2022 - 17:34
Gögn talin sanna aftökur almennra borgara í Bucha
Vitnisburður og upptaka sjónarvotts og upptaka úr öryggismyndavélum þykja sanna að rússneskir fallhlífarhermenn tóku að minnsta kosti átta úkraínska karlmenn af lífi í úkraínsku borginni Bucha.
20.05.2022 - 01:40
Vilja aðstoða en jafnframt forðast stigmögnun átakanna
Utanríkisráðherrar ríkja Atlantshafsbandalagsins hafa fundað í Brussel undanfarna viku með það að markmiði að ákveða hve langt skuli gengið í að útvega Úkraínumönnum hergögn. Ráðherrarnir vilja komast hjá stigmögnun sem leitt getur til beinna átaka við Rússa.
Bandaríkjamenn fordæma drónaárás Húta á Abu Dhabi
Bandaríkjastjórn fordæmir drónaárás sem uppreisnarsveitir Húta gerðu á Abu Dhabi, höfuðborg Sameinuðu arabísku furstadæmanna, í gær. Þrír féllu í árásinni og Bandaríkjamenn heita hörðum viðbrögðum.
Bandaríkin þjarma að DJI
Bandarísk stjórnvöld hafa samþykkt viðskiptatakmarkanir sem beinast gegn kínverska drónaframleiðandanum DJI og tugum annarra kínverskra fyrirtækja.
17.12.2021 - 07:18
Ástralir hyggjast slá skjaldborg um hátækni sína
Ástralir hyggjast slá skjaldborg um margvíslega hátækni sem talin er hætta er á að geti komist í rangar hendur sé öryggis ekki gætt.
17.11.2021 - 02:13
Tíu fórust fyrir mistök í drónaárás Bandaríkjahers
Bandaríkjastjórn viðurkennir að drónaárás sem gerð var í Kabúl höfuðborg Afganistan 29. ágúst síðastliðinn hafi orðið tíu saklausum borgurum að bana, hjálparstarfsmanni og fjölskyldu hans.
Stöðvuðu eldflauga- og drónaárás á Sádi Arabíu
Sádí-arabísk stjórnvöld tilkynntu í dag að tekist hefði að stöðva tvær eldflaugar sem skotið var frá nágrannaríkinu Jemen.
04.09.2021 - 22:35
Óráðlegt að nota dróna til að eyða skýjum hér við land
Stjórnvöld í Dubai notuðu nýverið flugsveit dróna til að framkalla rigningu þegar veður gerðist óþægilega heitt og þurrt. Ýmsum gæti eflaust hugnast að stjórna veðrinu hér á landi og fjölga sólardögum með aðstoð rafmagnaðra dróna en veðurfræðingur segir að það sé ekki heppilegt í framkvæmd.
26.07.2021 - 19:09
Strætisvagnaþök verða hleðsluvöggur fyrir flygildi
Strætó og Svarmi, íslenskt fyrirtæki á sviði fjarkönnunar, gegna stóru hlutverki í Evrópuverkefni sem gengur út á að flygildi, eða drónar, noti strætisvagna sem nokkurs konar ferðahleðsluvöggur. Alls eru 30 aðilar frá átta Evrópulöndum, þar á meðal Finnlandi og Austurríki, þátttakendur í verkefninu sem er styrkt af nýsköpunarsjóði Evrópusambandsins, Horizon 2020, en Tækniþróunarsjóður styrkir íslenska hluta verkefnisins.
12.07.2021 - 15:43
Myndskeið
Nýta dróna til að finna leka í lögnum
Íbúar á Oddeyri á Akureyri ráku margir upp stór augu í vikunni þegar stærðarinnar dróna var flogið yfir hverfið. Þar var á ferðinni starfsfólk Norðurorku að prófa nýja aðferð við eftirlit. Drónaflugið gerir það nú mögulegt að finna leka í lögnum með hitamyndavél og minnka vatnstjón.
01.10.2019 - 07:30
Dróni myndaði skipverja við brottkast
Dróni á vegum Landhelgisgæslunnar stóð skipverja á færeyska skipinu Stapin að meintu ólöglegu brottkasti. Það er fimmta sinn í sumar sem eftirlitsdróninn myndar meint brottkast, segir Ásgrímur Ásgrímsson framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar.
02.08.2019 - 09:43
Newark flugvöllur lokaðist vegna dróna
Umferð um Newark alþjóðaflugvöllinn í New Jersey var stöðvuð um tíma í gær eftir að vart var við dróna á lofti í grennd við hann. Flugmaður sem var á leið til lendingar á Teterboro flugvelli í nágrenninu tilkynnti flugturni að hann hefði séð flygildi á ferð innan við tíu metra frá flugvél hans. Vellinum var umsvifalaust lokað. Vissast þótti að loka einnig Newark flugvelli, sem er sá ellefti umferðarþyngsti í Bandaríkjunum.
23.01.2019 - 07:39
Allir fylgjast með öllum
Í dag lifum við í fjölsæissamfélagi þar sem allir fylgjast með öllum og fólk er fljótt að gefast upp fyrir álitamálum er varða einkalífið. Þetta segir Louise Wolthers sem hélt erindi á Ljósmyndahátíð Íslands sem fór fram á dögunum.
„Dróninn sveimaði lengi yfir okkur“
„Ég fékk það á tilfinninguna að það væri beinlínis verið að taka myndir af okkur,“ segir Guðríður Lára Þrastardóttir lögfræðingur, en hún var með börnum sínum að leika sér í snjónum við rætur Helgafells nálægt Hafnarfirði í gær. Hún sá þá hvar nokkuð stór dróni kom fljúgandi að þeim. „Hann sveimaði yfir okkur í góða stund. Mig langaði að sýna í verki að mér líkaði ekki við þetta, en mér fannst þetta mjög óþægileg tilfinning,“ segir Guðríður, sem birti færslu um þessa reynslu á Facebook í dag.
01.03.2017 - 15:36