Færslur: drónar

Bandaríkjamenn fordæma drónaárás Húta á Abu Dhabi
Bandaríkjastjórn fordæmir drónaárás sem uppreisnarsveitir Húta gerðu á Abu Dhabi, höfuðborg Sameinuðu arabísku furstadæmanna, í gær. Þrír féllu í árásinni og Bandaríkjamenn heita hörðum viðbrögðum.
Bandaríkin þjarma að DJI
Bandarísk stjórnvöld hafa samþykkt viðskiptatakmarkanir sem beinast gegn kínverska drónaframleiðandanum DJI og tugum annarra kínverskra fyrirtækja.
17.12.2021 - 07:18
Ástralir hyggjast slá skjaldborg um hátækni sína
Ástralir hyggjast slá skjaldborg um margvíslega hátækni sem talin er hætta er á að geti komist í rangar hendur sé öryggis ekki gætt.
17.11.2021 - 02:13
Tíu fórust fyrir mistök í drónaárás Bandaríkjahers
Bandaríkjastjórn viðurkennir að drónaárás sem gerð var í Kabúl höfuðborg Afganistan 29. ágúst síðastliðinn hafi orðið tíu saklausum borgurum að bana, hjálparstarfsmanni og fjölskyldu hans.
Stöðvuðu eldflauga- og drónaárás á Sádi Arabíu
Sádí-arabísk stjórnvöld tilkynntu í dag að tekist hefði að stöðva tvær eldflaugar sem skotið var frá nágrannaríkinu Jemen.
04.09.2021 - 22:35
Óráðlegt að nota dróna til að eyða skýjum hér við land
Stjórnvöld í Dubai notuðu nýverið flugsveit dróna til að framkalla rigningu þegar veður gerðist óþægilega heitt og þurrt. Ýmsum gæti eflaust hugnast að stjórna veðrinu hér á landi og fjölga sólardögum með aðstoð rafmagnaðra dróna en veðurfræðingur segir að það sé ekki heppilegt í framkvæmd.
26.07.2021 - 19:09
Strætisvagnaþök verða hleðsluvöggur fyrir flygildi
Strætó og Svarmi, íslenskt fyrirtæki á sviði fjarkönnunar, gegna stóru hlutverki í Evrópuverkefni sem gengur út á að flygildi, eða drónar, noti strætisvagna sem nokkurs konar ferðahleðsluvöggur. Alls eru 30 aðilar frá átta Evrópulöndum, þar á meðal Finnlandi og Austurríki, þátttakendur í verkefninu sem er styrkt af nýsköpunarsjóði Evrópusambandsins, Horizon 2020, en Tækniþróunarsjóður styrkir íslenska hluta verkefnisins.
12.07.2021 - 15:43
Myndskeið
Nýta dróna til að finna leka í lögnum
Íbúar á Oddeyri á Akureyri ráku margir upp stór augu í vikunni þegar stærðarinnar dróna var flogið yfir hverfið. Þar var á ferðinni starfsfólk Norðurorku að prófa nýja aðferð við eftirlit. Drónaflugið gerir það nú mögulegt að finna leka í lögnum með hitamyndavél og minnka vatnstjón.
01.10.2019 - 07:30
Dróni myndaði skipverja við brottkast
Dróni á vegum Landhelgisgæslunnar stóð skipverja á færeyska skipinu Stapin að meintu ólöglegu brottkasti. Það er fimmta sinn í sumar sem eftirlitsdróninn myndar meint brottkast, segir Ásgrímur Ásgrímsson framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar.
02.08.2019 - 09:43
Newark flugvöllur lokaðist vegna dróna
Umferð um Newark alþjóðaflugvöllinn í New Jersey var stöðvuð um tíma í gær eftir að vart var við dróna á lofti í grennd við hann. Flugmaður sem var á leið til lendingar á Teterboro flugvelli í nágrenninu tilkynnti flugturni að hann hefði séð flygildi á ferð innan við tíu metra frá flugvél hans. Vellinum var umsvifalaust lokað. Vissast þótti að loka einnig Newark flugvelli, sem er sá ellefti umferðarþyngsti í Bandaríkjunum.
23.01.2019 - 07:39
Allir fylgjast með öllum
Í dag lifum við í fjölsæissamfélagi þar sem allir fylgjast með öllum og fólk er fljótt að gefast upp fyrir álitamálum er varða einkalífið. Þetta segir Louise Wolthers sem hélt erindi á Ljósmyndahátíð Íslands sem fór fram á dögunum.
„Dróninn sveimaði lengi yfir okkur“
„Ég fékk það á tilfinninguna að það væri beinlínis verið að taka myndir af okkur,“ segir Guðríður Lára Þrastardóttir lögfræðingur, en hún var með börnum sínum að leika sér í snjónum við rætur Helgafells nálægt Hafnarfirði í gær. Hún sá þá hvar nokkuð stór dróni kom fljúgandi að þeim. „Hann sveimaði yfir okkur í góða stund. Mig langaði að sýna í verki að mér líkaði ekki við þetta, en mér fannst þetta mjög óþægileg tilfinning,“ segir Guðríður, sem birti færslu um þessa reynslu á Facebook í dag.
01.03.2017 - 15:36