Færslur: Dóri DNA

Veislan
Gunni á Dilli skammaðist í Dóra aðstoðarkokki
Þeir veislubræður, Dóri DNA og Gunnar Karl, fengu mat á Seyðisfirði sem þeir voru sammála um að ætti skilið að fá Michelin-vottun. Þeir voru þó ekki sammála um allt, eins og áhorfendur urðu vitni að. Þegar Gunnar Karl var að grilla bleikju yfir opnum eldi ofan í veislugesti í Skálanesi fannst honum Dóri eitthvað svifaseinn og skammaðist því aðeins í honum. 
24.05.2022 - 12:48
Veislan
„Þetta smakkast eins og eitthvað allt annað"
Smurbrauð að dönskum sið er í grunninn bara brauð með einhverju ofan á. Rækjur, egg, sítrónumajónes og vel valdar jurtir eru settar ofan á litla brauðsneið en útkoman getur orðið stórfengleg. Þessu og fleiru kynntist Dóri DNA í fjórða þætti Veislunnar.
18.05.2022 - 15:48
Veislan
„Ertu orðinn ruglaður?“
Meistarakokkurinn Gunnar Karl Gíslason galdrar fram dýrindiskræsingar við frumstæðar aðstæður í matreiðsluþættinum Veislunni. Þeir Dóri DNA blésu til veislu á Flateyri í síðasta þætti. Þeir voru staddir í gamla lýsistankinum þar í bæ með fjall af smjöri til sósugerðar þegar Dóri spurði Gunnar Karl hvort hann væri nokkuð genginn af göflunum.
10.05.2022 - 15:08
Veislan
„Eruði að grínast í þessum degi hérna?"
Félagarnir Dóri og Gunni héldu á Borgarfjörð eystri í öðrum þætti Veislunnar. Þar var glaðasólskin og stemningin í bænum eftir því. „Nei, ég er grunnskólakennari," segir Esther Kjartansdóttir þegar Dóri spyr hana hvort hún sé barþjónn. Á Borgarfirði eystri eru alltaf allir í stuði og grunnskólakennarar blanda bollur þegar halda á veislur.
Veislan
„Ég held ég þurfi bara á aðstoð þinni að halda“
Gunnar Karl Gíslason Michelin-kokkur ferðast um landið í Veislunni, nýjum þáttum á RÚV, þar sem fræðst er um menningu, listir og mat. Hann nýtur aðstoðar Dóra DNA, rithöfundar og skemmtikrafts, sem hjálpar honum að halda veislu með hráefnum úr náttúru Íslands.
27.04.2022 - 15:47
Lestin
Makaði sig nakinn með brúnsápu í tólf tíma
Mikill tilfinningahiti einkenndi umræður eftir nokkuð óvenjulega leiksýningu sem félagarnir Dóri DNA og Björn Leó tóku þátt í í herstöð í Þýskalandi í skiptinámi sínu. „Taktu þessa japönsku hönnunarpeysu og troddu henni upp í rassgatið á þér,“ var á meðal þess sem fólk sagði hvert við annað eftir gjörninginn sem fólst meðal annars í því að maka brúnsápu á nakinn líkama sinn.
18.09.2021 - 13:30
Menningin
„Hvað gerist eftir að símarnir verða batteríslausir?“
Þétting hryggðar nefnist nýtt leikverk Halldórs Laxness Halldórssonar sem frumsýnt verður í Borgarleikhúsinu í kvöld.
Morgunútvarpið
Hvaða fertugi karl byrjar að vinna í Húsdýragarðinum?
Grínistinn Dóri DNA skellihló sjálfur þegar hann horfði á Euro-garðinn, nýjan gamanþátt sem frumsýndur er á Stöð 2 um helgina en Dóri fer sjálfur með eitt aðalhlutverk þeirra. Þegar leið á þáttinn brast hann hinsvegar í grát enda eru þættirnir ljúfsárir að hans sögn, bæði sprenghlægilegir og dramatískir. Anna Svava, meðleikari Dóra, kennir þó rauðvíninu um tárin.
Morgunkaffið
„Við slúðrum líka við frændsystkinin“
Auður Jónsdóttir og Halldór DNA Halldórsson eru systkinabörn sem senda bæði frá sér skáldsögur fyrir jól sem fjalla um rammíslenskan veruleika á grátbroslegan hátt. Þau eru sammála um að það hjálpi þeim að glíma við veruleikann að skrifa sig inn í hann og út úr honum. „Maður teygir sig upp á hillu vanlíðunar og dregur úr skúffu gleðinnar. Þar verða töfrarnir til.“
20.11.2019 - 09:21
Gagnrýni
Myljandi fyndin skáldsaga um íslenskan veruleika
Það er vart sá steinn í mannlegu landslagi sem ekki er snúið við í skáldsögunni Kokkáli eftir Dóra DNA, segir Maríanna Clara Lúthersdóttir gagnrýnandi, sem geri það þó að verkum að sagan fer sjaldan á djúpið. „Það sem Dóri gerir þó best er að ná utan um ákveðinn íslenskan veruleika, stemningu og andrúmsloft á myljandi fyndinn en um leið ansi naskan máta.“
15.11.2019 - 10:25
Viðtal
Spenntur á taugum með skýra stefnu
Blaðamaður, leikari, útvarpsmaður, rappari, uppistandari, starfsmaður á auglýsingastofu, aðstoðarleikstjóri, handritshöfundur, ljóðskáld, dramatúrg, smiður og vínkaupmaður. Þetta eru störfin sem Halldór Laxness Halldórsson hefur sinnt gegnum tíðina. Í augnablikinu sinnir hann tveimur stórum verkefnum, gefur út sína fyrstu skáldsögu, Kokkál, og skrifar leikgerð nýrrar uppfærslu Atómstöðvarinnar í Þjóðleikhúsinu sem frumsýnd verður 1. nóvember.
Gagnrýni
„Bókin er fyrst og fremst um karlmennskuna“
Gagnrýnendur Kiljunnar eru sammála um að Kokkáll, fyrsta skáldsaga Dóra DNA, sé skemmtileg aflestrar og uppfull af hugleiðingum um karlmennskuna og nútímann. Höfundurinn færist hins vegar of mikið í fang og nái ekki alveg að hnýta það saman í síðari hluta bókarinnar.
30.10.2019 - 20:10
Myndskeið
Dóri DNA reynir fyrir sér í LARP-i
Dóri DNA dýfir sér í nördamenningu í nýrri þáttaröð. Í fyrsta þættinum kynnist hann því hversu gefandi það getur verið falla í bardaga í Öskjuhlíð.
13.03.2019 - 14:37
Helgaruppskriftin: Djúpsteikt frá Dóra DNA
Matgæðingurinn, uppistandarinn og boxarinn Dóri DNA mætti í Síðdegisútvarp Rásar 2 á föstudag og deildi einni eftirlætisuppskrift, að djúpsteiktum bragðsterkum kjúklingi að hætti Nashville búa.
08.10.2018 - 16:00
Myndskeið
„Annað hvort hlær fólk eða hlær ekki“
Dóri DNA skyggnist inn í líf helstu grínista landsins og spjallar við þá um grín frá öllum hliðum í nýjum heimildaþáttum, Djók í Reykjavík, sem hefja göngu sína á morgun, fimmtudaginn 5. apríl.
04.04.2018 - 11:30