Færslur: dómstólar

Brotaþolar fái aukna aðild að málum sínum
Þolendur í kynferðisbrotamálum fá meiri aðild að dómsmeðferð í málum sem þá snerta, samkvæmt tillögum stýrihóps um úrbætur í kynferðisofbeldismálum. Tillögurnar voru kynntar á málþingi í Háskólanum á Akureyri í dag.
Ríkið greiddi milljón vegna nafnabirtingar
Ungur karlmaður fékk á dögunum greidda eina milljóna króna í bætur frá ríkinu vegna birtingar á nafni hans á vef héraðsdómstóls. Hann hafði verið sakfelldur fyrir nauðgun en var sýknaður í Landsrétti.
30.08.2019 - 11:31
Fleiri karlar en konur gjaldþrota
Talsvert fleiri karlar en konur eru úrskurðaðir gjaldþrota og er hlutfall kynjana afar ójafnt. Þetta sýnir línurit í ársskýrslu dómstólasýslunnar fyrir árið í fyrra en tekinn er fyrir fjöldi gjaldþrotaúrskurða einstaklinga á tímabilinu 2009-2018.
15.06.2019 - 11:16
Rúmur þriðjungur dómara hérlendis konur
Af þeim 65 dómurum sem starfa við dómstóla hér á landi eru 24 konur eða rúmur þriðjungur. Þetta kemur fram í ársskýrslu dómstólasýslunnar fyrir árið í fyrra sem birt var í gær.
13.06.2019 - 07:27
Enn ekkert ákveðið varðandi næstu viku
Dómarar við Landsrétt hafa á þessu stigi ekki tekið ákvörðun um það hvort dómar verði kveðnir upp í dómstólnum í næstu viku. Eftir að dómur Mannréttindadómstóls Evrópu, um að skipun dómara við réttinn væri ólögmæt, féll í fyrradag ákváðu dómararnir að dæma ekki í neinum málum út þessa viku.
Landsréttur: Óvissa slæm fyrir barnaverndarmál
Ef óvissa verður um starfsemi Landsréttar til lengri tíma er það mjög slæmt fyrir barnaverndarmál sem eru fyrir dómstólum, að sögn Heiðu Bjargar Pálmadóttur, starfandi forstjóra Barnaverndarstofu. Eftir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu í fyrradag um að skipun dómara við Landsrétt hafi verið ólögmæt var ákveðið að þar yrðu ekki kveðnir upp dómar í þessari viku.
Viðtal
Fimm prósent beiðna um áfrýjun samþykkt
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur í gegnum tíðina samþykkt rúm fimm prósent beiðna um áfrýjun til æðra dómstigs, þar af eru um 2,7 prósent mála þess eðlis að ríki óski áfrýjunar. Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra sagði í gær, eftir að dómur um skipun dómara við Landsrétt lá fyrir, að sá möguleiki yrði skoðaður að íslenska ríkið myndi áfrýja honum til æðra dómstigs mannréttindadómstólsins, (e. Grand Chamber).
Viðtal
Óvissan um Landsrétt „mjög alvarleg“
Óvissan sem nú ríkir um Landsrétt, eftir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu í gær, er mjög alvarleg, að mati Jóhannesar Karls Sveinssonar hæstaréttarlögmanns. Þegar dómararnir fimmtán voru skipaðir sagði hann í umsögn sinni til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis að í uppsiglingu væri hneyksli sem ætti eftir að valda langvarandi vandamálum í réttarkerfinu.
13.03.2019 - 09:14
Telur dómskerfið þurfa aðhald frá almenningi
Skiptar skoðanir eru um drög að frumvarpi dómsmálaráðherra þar sem þrengja á reglur um birtingu dóma á netinu. Formaður Dómarafélags Íslands veltir því upp hvort það auki tortryggni í garð dómstóla, verði dómar í kynferðisbrotamálum ekki birtir. 
28.11.2018 - 19:47
Önnur svör nú um birtingu persónuupplýsinga
Persónuupplýsingar um Pál Sverrisson voru ekki birtar fyrir mistök á vef Héraðsdóms Reykjaness, að því er fram kemur í bréfi sem dómstjórinn sendi Ríkislögmanni í júní. Í bréfinu segir að ákveðið hafi verið að birta ekki „leyndarútgáfu“ af dómnum þar sem Páll hafi „komið fram í fjölmiðlum og lýst sínum sjónarmiðum varðandi málið“. Fyrrverandi dómstjóri dómstólsins hafði áður sagt í bréfi til Persónuverndar að birtingin hafi verið mistök.
17.10.2018 - 15:40
Dómstólar bótaskyldir í máli Páls Sverrissonar
Ríkislögmaður hefur komist að þeirri niðurstöðu að þrír dómstólar séu bótaskyldir vegna birtinga á viðkvæmum persónupplýsingum um Pál Sverrisson á vefnum domstolar.is. Þetta fékk Páll staðfest með bréfi frá ríkislögmanni í byrjun þessa mánaðar. Páll segir ákvörðun Ríkislögmanns eitt skref í átt til réttlætis.
08.10.2018 - 13:36
Telja birtingu nafns á vef reglum samkvæmt
Hæstiréttur birti á vef sínum nafn og ýmsar upplýsingar um íbúa á sambýli í lok júní. Nafnið var fjarlægt í ágúst eftir fyrirspurn fréttastofu um málið. Skrifstofustjóri Hæstaréttar segir að það hafi ekki verið brot á reglum að birta nafnið og upplýsingarnar. Hins vegar hafi verið ákveðið að ganga lengra en reglurnar kveða á um og fjarlægja nafnið. Það hafi verið gert vegna viðkvæmrar stöðu íbúans.
05.09.2018 - 14:10
Ekki inni í myndinni að gefast upp
Þrátt fyrir að Persónuvernd hafi úrskurðað á síðasta ári að dómstólar hafi brotið á Páli Sverrissyni með birtingu á persónuupplýsingum um hann, hafa dómar með viðkvæmum persónuupplýsingum síðan verið birtir á vefsvæðum dómstóla. Páll ætlar að halda áfram baráttu sinni fyrir réttlæti áfram, þar sem hann vill ekki að aðrir lendi í því sama og hann.
06.06.2018 - 10:59
Landsréttur birti viðkvæmar persónuupplýsingar
Nafn manns í viðkvæmu máli var fyrir slysni birt á vef Landsréttar í mars síðastliðnum. Maðurinn hafði höfðað mál gegn íslenska ríkinu vegna frelsissviptingar er hann var fluttur af lögreglu af heimili sínu og á geðdeild Landspítala.
06.06.2018 - 08:35
Héraðsdómur og Landsréttur á stjórnarráðsreit?
Til greina kemur að byggt verði bæði yfir Héraðsdóm Reykjavíkur og Landsrétt á stjórnarráðsreitnum í Reykjavík. Landsréttur, sem á að taka til starfa um næstu áramót, verður í Kópavogi til bráðabirgða. Unnið er að því að breyta fyrrum húsnæði Siglingamálastofnunar í dómstól.
27.03.2017 - 18:43
  •