Færslur: Dómsmálaráðuneytið

Heimild vegna strandaglópa hér á landi framlengd
Dómsmálaráðherra hefur framlengt heimild um dvöl útlendinga, sem hafa ekki komist til síns heima vegna kórónuveirufaraldursins, til 10. september. Heimildinni var upphaflega bætt við reglugerð um útlendinga í byrjun apríl. Reglugerðarákvæðið nær til erlendra ríkisborgara sem dvalið hafa hér á landi frá því fyrir 20. mars en komast ekki til heimalands síns vegna ferðatakmarkana, sóttkvíar eða einangrunar. Þetta er í þriðja sinn sem heimildin er framlengd.
07.08.2020 - 16:55
Telja enga þörf á því að sendiherrar gangi um vopnaðir
Formaður og varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis eru sammála um að ekki komi til greina að veita erlendum sendiherrum heimild til að bera vopn sér til varnar. Þá virðist ekkert benda til þess að þörf sé á vopnuðum vörðum í sendiráðum hér. 
Tjáir sig ekki um starfsmannamál Suðurnesjalögreglunnar
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að í ráðuneytinu sé nú til meðferðar starfsmannamál tengt embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum. Unnið sé að lausn málsins þannig að nauðsynlegri starfsemi embættisins verði áfram sinnt með eðlilegum hætti.
Tveir ákærðir fyrir setumótmæli í dómsmálaráðuneytinu
Tveir hafa verið ákærðir fyrir mótmæli í dómsmálaráðuneytinu í apríl í fyrra. Fréttablaðið greindi frá þessu í morgun. Báðir neita sök. Annar mannanna, Kári Orrason, skrifaði lögreglustjóra opið bréf vegna málsins í morgun.
Um 250 staðfestar undanþágur vegna mikilvægra starfa
Um 250 manns frá ríkjum utan EES og EFTA hafa fengið staðfestingu á því að þeir uppfylli skilyrði fyrir undanþágu frá ferðatakmörkunum við komuna til landsins á þeim grundvelli að störf þeirra teljist efnahagslega mikilvæg og geti ekki verið innt af hendi síðar eða erlendis. Þetta kemur fram í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu.   
Fjölga föngum hægt eftir faraldurinn
Fangelsin fara hægt í sakirnar við það að fjölga föngum aftur eftir COVID-19 faraldurinn, ekki síst vegna fjármagnsskorts. Þetta segir Páll Winkel fangelsismálastjóri í samtali við fréttastofu.
Ísland opnar fyrir þeim löndum sem ESB telur örugg
Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að framlengja ferðatakmarkanir ESB og Schengen en afnema jafnframt, frá og með 15. júlí takmarkanir gagnvart íbúum fjórtán ríkja í samræmi við ákvörðun aðildarríkja ESB þar að lútandi.
13.07.2020 - 16:51
Gefur lítið fyrir skýringar Áslaugar Örnu
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur ritað opið bréf til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra. Í bréfinu er hún hvött til þess að hverfa frá áformum um að loka fangelsinu á Akureyri.
Ástráður sækir um við Landsrétt í fimmta sinn
Ástráður Haraldsson héraðsdómari er einn sjö umsækjenda um tvö laus embætti dómara við Landsrétt. Umsóknarfrestur rann út á mánudag. Þetta er í fimmta sinn sem Ástráður sækir um dómarastöðu við Landsrétt.
Tveir dómarar við Hæstarétt biðjast lausnar
Hæsta­rétt­ar­dóm­ar­arn­ir Greta Bald­urs­dótt­ir og Þor­geir Örlygs­son hafa sótt um lausn frá embætti. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir  dómsmálaráðherra greindi frá þessu á rík­is­stjórn­ar­fundi í dag.
Væntir þess að fleiri verði sendir úr landi
Lögreglan telur að með tilkomu sérhannaðs bíls til að sinna landamæraeftirliti muni þeim fjölga sem sendir eru héðan úr landi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra afhenti lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bíl í maí síðastliðnum sem er sérstaklega hannaður til að sinna landamæraeftirliti.
Mynd með færslu
Í BEINNI
Blaðamannafundur um breyttar reglur um komu ferðamanna
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, boðaði til blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan 14. Fundinum verður streymt á ruv.is og í sjónvarpinu. Ásamt dómsmálaráðherra eru Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum til svara. Meginefni fundarins er breytingar á reglum um komu ferðamanna til Íslands næstkomandi mánudag, 15. júní.
Spyr hvernig stytta á biðtíma í forsjármálum
Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir nánari upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu um hvernig koma á í veg fyrir tafir á afgreiðslu fjölskyldumála hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Mörg dæmi eru um að slík mál hafi tafist. 
Sigríði gert að skoða samninga Haraldar við starfsmenn
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, nýr ríkislögreglustjóri, á að fara yfir og mögulega endurskoða þær launabreytingar sem Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri, gerði við tíu yfir- og aðstoðaryfirlögregluþjóna embættisins síðasta haust. Þetta er samkvæmt tilmælum dómsmálaráðherra og byggt á umsögn Kjara- og mannauðssýslu ríkisins um samningana. Lögreglustjórafélagið mótmælti breytingunum á sínum tíma og óskaði eftir aðkomu ráðuneytisins.
Ferðatakmarkanir ráða því hvenær fólk verður sent heim
Útlendingum sem eru með útrunnin dvalarleyfi á Íslandi verður ekki gert að yfirgefa landið fyrr en ferðatakmarkanir verða rýmkaðar og samgöngur til og frá landinu komast í eðlilegt horf að sögn upplýsingafulltrúa dómsmálaráðuneytisins.
29.04.2020 - 20:12
Fólki utan EES og EFTA óheimilt að koma til Íslands
Útlendingum, sem hvorki eru EES- né EFTA-borgarar, verður óheimilt að koma til Íslands frá og með deginum í dag, nema þeir geti sýnt fram á að för þeirra sé vegna brýnna erinda. Þetta kemur fram í drögum að reglugerð sem Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra kynnti í ríkisstjórn í morgun. Ekki er búist við því að þetta hafi mikil áhrif á komur ferðamanna, enda hefur útbreiðsla COVID-19 veirunnar dregið verulega úr straumi ferðamanna hingað til lands.
Mannanafnanefnd verður mögulega óþörf
Mannanafnanefnd verður að líkindum lögð niður ef nýtt frumvarp dómsmálaráðuneytisins nær fram að ganga. Dómsmálaráðuneytið óskar nú eftir ábendingum og athugasemdum varðandi frumvarpið á Samráðsgátt.
Segir ráðuneytið hafa brugðist sér
Afgreiðsla dómsmálaráðuneytisins á embættisfærslum Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, er allsendis ófullnægjandi og ekki til þess fallin til að leiða málið til lykta. Þetta segir fjölmiðlamaðurinn Björn Jón Bragason sem telur ráðuneytið hafa brugðist sér í málinu.
Ærumeiðingar verða ekki refsiverðar
Dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um bætur vegna ærumeiðinga. Það felur í sér að ærumeiðingar varða ekki lengur við hegningarlög og verða því ekki refsiverðar.
Eiríkur fremstur í menntun og samningu dóma
Eiríkur Jónsson prófessor var metinn hæfastur þeirra sem sóttu um laust embætti landsréttardómara. Dómnefnd um hæfni umsækjenda skilaði umsögn sinni í dag. Meðal annars var horft til menntunar, starfsreynslu og lögfræðilegrar færni við matið.
26.07.2019 - 18:46
Fréttaskýring
Ber ekki að kalla til túlk í viðkvæmum málum
Sýslumanni ber ekki að kalla til eða útvega fólki, sem ekki talar íslensku, túlk. Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands, segir að hún hafi haft spurnir af málum þar sem erlendar konur hafa gefið frá sér forsjá barna sinna og afsalað sér eignum þar sem þær skildu ekki hvað fór fram hjá sýslumanni.
Ráðuneytið greiddi 139 milljónir árið 2018
Kostnaður dómsmálaráðuneytisins vegna nefnda, hópa og ráða sem starfa á vegum ráðuneytisins nam um það bil 139 milljónum króna á síðasta ári. Þetta er ekki eingöngu launakostnaður heldur einnig kostnaður vegna aðkeyptrar þjónustu, ferða og leigu á aðstöðu.
30.06.2019 - 11:55
Vilja ekki tjá sig um aðstoð við FBI
Embætti ríkissaksóknara vildi ekki tjá sig um hvort embættið hefði aðstoðað fulltrúa bandarísku alríkislögreglunnar og dómsmálaráðuneytisins þegar fulltrúar þeirra komu til landsins í byrjun síðasta mánaðar og ræddu við Sigurð Inga Þórðarson í tengslum við rannsókn bandaríska yfirvalda á Julian Assange.
Viðtal
Ráðuneytið segir sýslumann skorta valdheimild
Dómsmálaráðuneytið taldi að sýslumann hefði skort valdheimildir til þess að taka afstöðu til þess hvort kæra Vigdísar Hauksdóttur, um borgarstjórnarkosningarnar 2018, uppfyllti formleg skilyrði.
Viðtal
Ósammála um mikilvægi „Alþingisleiðarinnar“
Alþingisleiðin hefur verið gagnrýnd, til dæmis talað um að fjölskyldur sem hafa verið mikið til umfjöllunar í fjölmiðlum fái frekar ríkisborgararétt en aðrar sem minna hefur borið á, afreksíþróttamenn frekar en aðrir, frægir eins og Bobby Fischer. En þetta hefur samt sem áður verið sú leið, sem þeir sem ekki hafa  passað inn í rammann sem lögin setja hafa getað farið, þeir sem hafa fallið milli skips og bryggju í kerfinu. Nú vill dómsmálaráðherra breyta lögum um ríkisborgararétt.