Færslur: Dómsmálaráðuneytið

87.048 skotvopn skráð hér á landi
Þann fyrsta janúar á þessu ári voru 76.680 skotvopn skráð í notkun 36.548 eigenda hér á landi. Þegar óvirk, förguð, týnd, haldlögð og útflutt skotvopn eru meðtalin, auk skotvopna lögreglu og lagerar verslana eru skráð skotvopn þó 87.048.
Óttast hnignun embættisins með fækkun sýslumanna
Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum segir að það sé mikilvægt byggðamál að hafa sýslumann á fleiri en einum stað á landinu. Fyrirætlanir dómsmálaráðherra um að fækka sýslumönnum úr níu í einn muni veikja starfstöðvar á landsbyggðinni.
Óttast að þjónustan verði fjarlægari fólkinu
Ef tillögur Jóns Gunnarssonar, dómsmálaráðherra, ganga eftir mun sýslumönnum á landinu fækka úr níu í einn. Formaður Félags sýslumanna segir fréttirnar hafa komið talsvert á óvart og óttast að þjónustan verði fjarlægari fólkinu í landinu.
Kostnaður við nýja bálstofu rúmir 1,2 milljarðar 
Kostnaður við hönnun, byggingu og rekstur nýrrar bálstofu á Hallsholti við Gufuneskirkjugarð í Reykjavík er áætlaður 1.244 milljónir króna.
01.03.2022 - 13:31
Morgunútvarpið
Hlustar á ákall lögreglumanna og fundar um rafbyssur
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra ætlar að funda með landssambandi lögreglumanna og lögreglustjórum landsins á næstunni varðandi möguleikann á því að lögreglumenn fái rafbyssur í sína þjónustu. Verkefnum lögreglu hefur fjölgað nokkuð þar sem vopn koma við sögu.
Útlendingastofnun hunsar Alþingi að beiðni ráðuneytis
Þingmenn saka Útlendingastofnun um að fara ekki að lögum með því að trassa að afhenda þinginu þær umsóknir sem hafa borist um veitingu íslensks ríkisborgararéttar. Innanríkisráðherra segir verklagi hafi verið breytt þannig að allir sem sæki um ríkisborgararétt sitji við sama borð.
28.01.2022 - 16:51
Fólk fast í Afganistan þó það hafi fengið vernd hér
Frá því í júní hafa Afganir, sem búsettir eru hér á landi, sent alls 40 umsóknir um að fjölskyldumeðlimir þeirra fái hér vernd. Hluti umsóknanna hefur verið samþykktur en óljóst er hvenær fólkið kemur til landsins. Hungursneyð er í uppsiglingu í Afganistan og neyðin mikil. 
Kanna stafræn skírteini með sérstöku appi
Tölvulesanlegur kóði er í stafrænum ökuskírteinum sem aðeins er gildur í 60 sekúndur í einu og hægt er að skanna kóðann til að kanna hvort upplýsingarnar á skírteininu séu réttar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá dómsmálaráðuneyti í dag. Áður var kóðinn gildur í 30 sekúndur.
Benda á alvarlega galla í stafrænum ökuskírteinum
Öryggisfyrirtæki gefur öryggi stafrænna ökuskírteina falleinkunn. Auðvelt sé að falsa skírteinin og jafnvel nota þau til að stunda kosningasvindl. Dómsmálaráðuneytið telur sig hafa komið í veg fyrir það.
Landsflokknum synjað um listabókstaf
Dómsmálaráðuneytið hefur synjað Landsflokknum, nýstofnuðum stjórnmálaflokki kvikmyndagerðarmannsins Jóhanns Sigmarssonar, um listabókstaf vegna ágalla á umsókn. Dagsetningu vantaði á undirskriftir sem flokkurinn skilaði.
Birgir Jónasson nýr lögreglustjóri á Norðurlandi vestra
Dómsmálaráðherra hefur skipað Birgi Jónasson í embætti lögreglustjóra á Norðurlandi vestra frá 19. júlí.
Óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir gæsluna í Reykjavík
Ekkert bendir til þess að Landhelgisgæslan setji upp björgunarmiðstöð á Siglufirði. Bæjarráð Fjallabyggðar sendi ráðherra og forstjóra Landhelgisgæslunnar bréf um miðjan síðasta mánuð þar sem sveitarfélagið bauð stofnuninni að setja þar upp aðstöðu. Dómsmálaráðherra hefur óskað eftir framkvæmdaleyfi til þess að endurbæta og stækka flugskýli gæslunnar á Reykjavíkurflugvelli.
Myndskeið
Skilar ekki íslenskum börnum eftir ólögmætt brottnám
Íslensk stjórnvöld hafa farið fram á það við pólsk yfirvöld að þau beiti sér fyrir því að tveimur íslenskum börnum verði skilað til Íslands. Pólsk móðir þeirra hefur ekki hlýtt úrskurði þarlendra dómstóla um að koma með þau til Íslands, eftir að hafa numið þau ólöglega á brott. Íslenskur faðir barnanna segir að það fylgi því ólýsanlegur sársauki, að fá ekki að sjá börnin sín.
Gera hlé á athugun og veita Umboðsmanni svigrúm
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur gert hlé á athugun sinni á samskiptum Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra og Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, í tengslum við málið sem kom upp í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Þetta var ákveðið á fundi nefndarinnar í morgun. Formaður nefndarinnar segir að það skapi rými fyrir Umboðsmann Alþingis til þess að hefja frumkvæðisathugun á málinu.
Óskað eftir að trúnaði verði aflétt
Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis ætlar að óska eftir að dómsmálaráðherra og lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu aflétti trúnaði um það sem þær sögðu á fundum nefndarinnar í síðustu viku um samskipti sín á aðfangadag. Forseti Alþingis tekur ekki afstöðu til þess hvort formaður nefndarinnar gerðist sekur um trúnaðarbrest.
Myndskeið
Ráðherra hafi ekki „haft afskipti af rannsókn sakamáls“
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu telur að dómsmálaráðherra hafi ekki „haft afskipti af rannsókn sakamáls“ í símtölum þeirra á milli á aðfangadag. Þetta kemur fram í skriflegu svari lögreglustjórans til fréttastofu. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis telur að trúnaðarbrestur hafi orðið í nefndinni vegna málsins.
Segir að nýjar upplýsingar hafi komið fram
Nýjar upplýsingar komu fram á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í gær um samskipti dómsmálaráðherra og lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, segir formaður nefndarinnar. Hann segir að þær upplýsingar gefi tilefni til þess að málið verði skoðað betur. Nefndin mun hugsanlega gefa umboðsmanni Alþingis færi á að hefja frumkvæðisathugun á málinu.
Dómsmálaráðherra skráði ekki símtöl við lögreglustjóra
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skráði ekki samskipti sín við Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, á aðfangadag. Þetta staðfesti ráðherra í svari við fyrirspurn fréttastofu.
Viðtal
Gerði „ekki mistök“ en segir dagbókarfærsluna sérstaka
Dómsmálaráðherra segist ekki hafa gert mistök þegar hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu vegna Ásmundarsalarmálsins. Þá hafi hún ekki sett lögreglustjórann í erfiða stöðu með símtalinu. Hún segir að dagbókarfærsla lögreglunnar hafi verið sérstök.
Leggja til afnám undanþágu hjúskapar yngri en átján ára
Breytingar varðandi undanþáguheimild vegna lágmarksaldurs til þess að stofna til hjúskapar og á könnun hjónavígsluskilyrða eru meðal þess sem lagt er til í frumvarpi til laga um breytingu á hjúskaparlögum.
Viðtal
Úr nokkur hundruð milljónum í 4 milljarða
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að fjármagn til Útlendingastofnunar hafi verið aukið verulega til þess að stytta málsmeðferðartíma hælisumsókna. 
Stofnun innlendrar mannréttindastofnunar enn í bígerð
Ákveðið var á fundi ríkisstjórnarinnar í gærmorgun að skipa starfshóp sem hefði það hlutverk að útfæra hugmyndir og vinna við frumvarp um sjálfstæða innlenda mannréttindastofnun. Hugmyndir þess efnis eiga sér nokkurn aðdraganda.
Afstaða telur föngum mismunað um reynslulausn
Afstaða, félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, telur föngum mismunað hvað varðar reynslulausn, með ómálefnalegum og handahófskenndum hætti. Afstaða fagnar þó lengingu samfélagþjónustu og segir frumvarpið að öðru leyti gott og gilt.
Fréttaskýring
Um 30 beiðnir til dómstóla um nafnleynd í birtum dómum
Hæstarétti hafa borist 16 beiðnir um að afmá nöfn úr dómum á grundvelli nýrra reglna um persónuvernd. Landsrétti hafa borist tvær slíkar beiðnir og alls hafa um eða yfir tíu beiðnir borist til héraðsdómstólanna. Héraðsdómar Reykjavíkur, Reykjaness og Austurlands halda ekki utan um fjöldann. Mjög misjafnt er hvernig dómstólar sinna birtingu persónuupplýsinga í dómum á netinu. Persónuvernd hefur fengið þó nokkrar tilkynningar um misbresti.
Ólafur Helgi boðaður til yfirheyrslu
Ólafur Helgi Kjartansson, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, hefur verið kallaður til yfirheyrslu í tengslum við rannsókn héraðssaksóknara, ásamt tveimur starfsmönnum embættisins.