Færslur: Dómsmálaráðuneyti

Nýtt útlendingafrumvarp orðið að lögum fyrir vorið
Jón Gunnarsson, Dómsmálaráðherra segir að nýtt útlendingafrumvarp, sem hann ætlar að mæla fyrir, eigi eftir að greiða fyrir málsmeðferð og auka skilvirkni við afgreiðslu umsókna um vernd hérlendis. Hann segir samstöðu um frumvarpið meðal ríkisstjórnarflokkanna og hann væntir þess að það verði að lögum fyrir vorið. 
Segja upp samningum við lögfræðinga Rauða krossins
Rauði krossinn hefur sagt upp samningum við 15 lögfræðinga í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd vegna þess að dómsmálaráðuneytið ætlar ekki að framlengja samning um réttaraðstoð. Fari verkefnið annað telur félagið nánast ómögulegt að tryggja órofna þjónustu við þennan hóp. Hátt í 500 eru nú með opið mál hjá Útlendingastofnun eða kærunefnd útlendingamála. Dómsmálaráðuneytið á eftir að ákveða hvort farið verði í nýtt útboð á þjónustunni.
Tvö metin jafnhæf til að gegna embætti héraðsdómara
Dómnefnd gat ekki gert upp á milli tvegga umsækjenda um embætti héraðsdómara í Reykjavík. Nefndin telur Einar Karl Hallvarðsson ríkislögmann hins vegar hæfastan til að gegna embætti dómara við Héraðsdóm Suðurlands.
Ríkið hafi gert mistök við rannsókn ofbeldisbrota
Upplýsingafulltrúi dómsmálaráðuneytisins segir að mistök hafi verið gerð við rannsókn á ofbeldi í nánu sambandi. Málið er eitt af þeim ofbeldismálum sem níu konur kærðu til Mannréttindadómstóls Evrópu á árinu, eftir að málin voru látin niður falla í íslensku réttarkerfi. Frá þessu greinir CNN í nýrri umfjöllun um kynbundið ofbeldi á Íslandi.
Höfða mál á hendur Texasríki vegna nýrra kosningalaga
Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna höfðaði í dag mál gegn Texasríki vegna nýlegra laga sem alríkisstjórnin telur að hamli kosningaþátttöku. Lögin voru samþykkt í september og yfirlýstur tilgangur þeirra er að endurnýja kosningakerfi ríkisins og að koma í veg fyrir kosningasvindl.
Áslaug Arna biðst afsökunar á framgöngu ráðuneytis
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sendi í gær formlega afsökunarbeiðni til Björns Jóns Bragasonar fyrir framgöngu ráðuneytisins í máli hans og Sigurðar K. Kolbeinssonar gegn embætti ríkislögreglustjóra.
Vonast til að geta saxað á boðunarlistann
Undanfarið hálft ár hefur fækkað nokkuð á lista yfir þá sem bíða eftir því að komast í afplánun. Fangelsismálastjóri bindur vonir við að með nýrri lagaheimild verði hægt að saxa á biðlista og koma í veg fyrir að tugir fangelsisdóma fyrnist. Erfitt er að segja til um hvort hægt verði að stytta boðunarlista til frambúðar því dómar hafa almennt þyngst. Í fyrra var samanlögð refsiþyngd dóma 416 ár.
Eftir nánari skoðun þótti ekki greinarmunur á hæfni
Eftir viðtöl við umsækjendur og öflun frekari gagna þótti ekki greinarmunur á þeim tveimur umsækjendum um embætti lögreglustjóra á Norðurlandi vestra sem hæfnisnefnd mat hæfastan og næst hæfastan, að sögn Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra.
Sá hæfasti ekki skipaður og óskar rökstuðnings
Tilkynnt var í gær að dómsmálaráðherra hefði skipað Birgi Jónasson í embætti lögreglustjóra á Norðurlandi vestra. Hæfisnefnd hafði aftur á móti metið Helga Jensson hæfastan umsækjenda. Helgi hefur óskað eftir rökstuðningi frá dómsmálaráðuneyti vegna skipunarinnar.
Myndskeið
Skilar ekki íslenskum börnum eftir ólögmætt brottnám
Íslensk stjórnvöld hafa farið fram á það við pólsk yfirvöld að þau beiti sér fyrir því að tveimur íslenskum börnum verði skilað til Íslands. Pólsk móðir þeirra hefur ekki hlýtt úrskurði þarlendra dómstóla um að koma með þau til Íslands, eftir að hafa numið þau ólöglega á brott. Íslenskur faðir barnanna segir að það fylgi því ólýsanlegur sársauki, að fá ekki að sjá börnin sín.
Pakistönsk tengdafjölskylda fær ekki vegabréfsáritun
Umsókn pakistanskrar tengdafjölskyldu íslenskrar konu um vegabréfsáritun til Schengen og þar með til Íslands var hafnað í dag. Ástæðan sem gefin er, er að álitið sé að mikil hætta er talin á að fólkið gerðist ólöglegir innflytjendur og ákvæði að snúa ekki til heimalandsins.
Viðtal
Gerði „ekki mistök“ en segir dagbókarfærsluna sérstaka
Dómsmálaráðherra segist ekki hafa gert mistök þegar hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu vegna Ásmundarsalarmálsins. Þá hafi hún ekki sett lögreglustjórann í erfiða stöðu með símtalinu. Hún segir að dagbókarfærsla lögreglunnar hafi verið sérstök.
Viðtal
Úr nokkur hundruð milljónum í 4 milljarða
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að fjármagn til Útlendingastofnunar hafi verið aukið verulega til þess að stytta málsmeðferðartíma hælisumsókna. 
Boeing greiðir 2,5 milljarða dala í sektir og bætur
Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing hefur fallist á að greiða ríflega 2,5 milljarða bandaríkjadala, eða sem nemur 316 milljörðum íslenskra króna, í bætur og sektir fyrir að hafa leynt upplýsingum um ástand 737 MAX flugvélanna eftir tvö mannskæð flugslys.
08.01.2021 - 06:22
Segir mikilvægt að dæma ekki heila stétt
Dómsmálaráðherra segir mikilvægt að dæma ekki heila stétt vegna máls lögregluþjóns sem bar merki sem tengd hafa verið við hatursorðræðu á búningi sínum. Hún segir að kynþáttafordómar verði ekki liðnir innan lögreglunnar og vill að lærdómur verði dreginn af málinu.  
Prestur innflytjenda segir sig úr VG
Toshiki Toma, prestur innflytjenda á Íslandi, hefur sagt sig úr Vinstrihreyfingunni - grænu framboði. Hann gagnrýnir dómsmálayfirvöld harðlega vegna aðgerða er varða málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd og segir Vinstri græna hafa sýnt áhugaleysi um málaflokkinn.
Ætlar að náða tugi brotamanna
Brotamenn sem hafa beðið í meira en þrjú ár eftir afplánun í fangelsi, og hafa ekki gerst sekir um alvarlega glæpi, verða náðaðir samkvæmt tillögu dómsmálaráðherra. Að minnsta kosti 30 manns gætu hlotið náðun á næstunni.
Ný refsiákvæði vegna kynferðisofbeldis og umsáturs
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ætlar að leggja fram frumvörp í byrjun þings sem skýra refsiákvæði gagnvart kynferðislegri friðhelgi og umsáturseinelti. Áslaug Arna segir mikilvægt að tryggja rétt fólks til þess að vera látið óáreitt.
Hefði þurft að styrkja lögregluna enn frekar
Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra segir fjölgun stöðugilda í lögreglunni vegna lokunar fangelsisins ekki næga. Fjölgað er um einn mann á vakt en áður hefur komið fram að tvo þurfi til að sinna föngum.
Jafngildir tveggja vikna vinnu að svara Pírötum
Það jafngildir tveggja vikna vinnu sérfræðings að svara fyrirspurnum þingflokks Pírata til fjármálaráðuneytisins. Þetta kemur fram í svörum fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Brynjar Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins.
Á þing, verði endurhæfing fanga ekki að lögum
Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu félags fanga segist í samtali við Fréttablaðið í dag geta hugsað sér framboð til Alþingis.
Tveir ákærðir fyrir setumótmæli í dómsmálaráðuneytinu
Tveir hafa verið ákærðir fyrir mótmæli í dómsmálaráðuneytinu í apríl í fyrra. Fréttablaðið greindi frá þessu í morgun. Báðir neita sök. Annar mannanna, Kári Orrason, skrifaði lögreglustjóra opið bréf vegna málsins í morgun.
Lokun á Akureyri skapar svigrúm fyrir 30 fangelsisrými
Dómsmálaráðherra segir að með lokun tíu fangelsisrýma á Akureyri skapist svigrúm til að opna fyrir þrjátíu pláss á Hólmsheiði og Litla Hrauni. 638 manns bíða nú eftir því að komast í afplánun.
Sakavottorðið orðið rafrænt
Frá og með deginum í dag er hægt að sækja sakavottorð með rafrænum hætti á Ísland.is. Vottorðið er svokallað einkavottorð sem staðfestir að ekkert brot sé í sakaskrá viðkomandi einstaklings.
08.07.2020 - 19:45
Raðir mynduðust við kjörstaði í Póllandi
Pólverjar ganga að kjörborðinu í dag og velja sér forseta. Kosningarnar áttu að fara fram í maí en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Kjörsókn fór mjög vel af stað og höfðu 24,08% greitt atkvæði á hádegi, en á sama tíma í forsetakosningunum 2015 voru 14,61% búin að kjósa.