Færslur: Dómsmálaráðuneyti

Hefði þurft að styrkja lögregluna enn frekar
Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra segir fjölgun stöðugilda í lögreglunni vegna lokunar fangelsisins ekki næga. Fjölgað er um einn mann á vakt en áður hefur komið fram að tvo þurfi til að sinna föngum.
Jafngildir tveggja vikna vinnu að svara Pírötum
Það jafngildir tveggja vikna vinnu sérfræðings að svara fyrirspurnum þingflokks Pírata til fjármálaráðuneytisins. Þetta kemur fram í svörum fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Brynjar Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins.
Á þing, verði endurhæfing fanga ekki að lögum
Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu félags fanga segist í samtali við Fréttablaðið í dag geta hugsað sér framboð til Alþingis.
Tveir ákærðir fyrir setumótmæli í dómsmálaráðuneytinu
Tveir hafa verið ákærðir fyrir mótmæli í dómsmálaráðuneytinu í apríl í fyrra. Fréttablaðið greindi frá þessu í morgun. Báðir neita sök. Annar mannanna, Kári Orrason, skrifaði lögreglustjóra opið bréf vegna málsins í morgun.
Lokun á Akureyri skapar svigrúm fyrir 30 fangelsisrými
Dómsmálaráðherra segir að með lokun tíu fangelsisrýma á Akureyri skapist svigrúm til að opna fyrir þrjátíu pláss á Hólmsheiði og Litla Hrauni. 638 manns bíða nú eftir því að komast í afplánun.
Sakavottorðið orðið rafrænt
Frá og með deginum í dag er hægt að sækja sakavottorð með rafrænum hætti á Ísland.is. Vottorðið er svokallað einkavottorð sem staðfestir að ekkert brot sé í sakaskrá viðkomandi einstaklings.
08.07.2020 - 19:45
Raðir mynduðust við kjörstaði í Póllandi
Pólverjar ganga að kjörborðinu í dag og velja sér forseta. Kosningarnar áttu að fara fram í maí en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Kjörsókn fór mjög vel af stað og höfðu 24,08% greitt atkvæði á hádegi, en á sama tíma í forsetakosningunum 2015 voru 14,61% búin að kjósa.
Sigríður Björk skipuð ríkislögreglustjóri
Dómsmálaráðherra hefur skipað Sigríði Björk Guðjónsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, í embætti ríkislögreglustjóra frá og með 16. mars næstkomandi. Hæfnisnefnd sem skipuð var til að fara yfir og meta hæfni umsókna um embætti ríkislögreglustjóra mat Sigríði hæfasta umsækjenda.
Togstreita og óeining um valdmörk ríkislögreglustjóra
Ríkisendurskoðun hvetur til þess að lögregluembættin verði sameinuð; ein lögregla sem myndi eitt lið undir sameiginlegri stjórn óháð fjölda umdæma eða einstökum verkefnum. Þetta kemur fram í nýrri úttekt embættisins á ríkislögreglustjóra. Fyrrverandi ríkislögreglustjóri segir að kvartanir og kröfur lögreglustjóra á hendur embættinu hafi farið vaxandi eftir aðskilnað sýslumanns- og lögregluembætta árið 2015.
09.03.2020 - 14:42
Myndskeið
Segja stuðninginn ómetanlegan
Dómsmálaráðherra hefur frestað brottvísun Kahn-fjölskyldunnar, sem átti að vísa úr landi á morgun. Sautján þúsund undirskriftir söfnuðust þar sem brottvísuninni var mótmælt. Fjölskyldan fékk endanlega niðurstöðu í máli sínu innan 18 mánaða, en stytta á hámarkstíma málsmeðferðar úr 18 í 16.
02.02.2020 - 19:56
Dómarar í leyfi sækja um dómaraembætti
Ástráður Haraldsson, héraðsdómari og einn umsækjenda um embætti Landsréttardómara, hefur sent dómsmálaráðherra bréf þar sem hann lýsir yfir efasemdum um lögmæti þess að Landsréttardómarar, sem séu í leyfi, geti sótt um embættið. Verði umsóknirnar metnar gildar ætlar Ástráður að láta reyna á þá niðurstöðu, að því er segir í bréfinu.
Rannsóknarnefnd almannavarna virkjuð í fyrsta sinn
Dómsmálaráðherra hefur virkjað rannsóknarnefnd almannavarna í fyrsta sinn, vegna fárviðrisins sem gekk yfir landið í síðustu viku. Nefndinni er ætlað að rýna og meta almannavarnaraðgerðir og gera tillögur að úrbótum.
Gert að framselja grunaða og brotlega Íslendinga
Íslenska ríkið verður nú að framselja Íslendinga sem grunaðir eru um glæp eða hafa gerst brotlegir innan ríkja Evrópusambandsins, til viðkomandi ríkis, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Nýrri evrópskri handtökustilskipun, sem tók gildi nú um mánaðamótin, er meðal annars ætlað að koma í veg fyrir að brotamenn dyljist í eigin landi.
08.11.2019 - 12:54
Náðanir framvegis á fjölmiðladagskrá
Tillaga um að veita einstaklingi skilorðsbundna náðun rataði í fyrsta sinn á fjölmiðladagskrá ríkisstjórnarinnar í gær. Dómsmálaráðherra segir að það auki gagnsæi og að náðanir sem ræddar eru á ríkisstjórnarfundum verði framvegis á fjölmiðladagskrá. Umræðan um uppreist æru hafi leitt til vangaveltna um fyrirkomulag við veitingu náðana.
Frumvarp um persónuverndarlöggjöf væntanlegt
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra leggur fram frumvarp á Alþingi á næstu dögum sem snýr að nýrri persónuverndarlöggjöf sem taka á gildi 25. maí næstkomandi. Þetta kom fram í máli ráðherra á Alþingi í dag.
08.05.2018 - 15:13
Nýr stýrihópur gegn peningaþvætti
Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra hefur skipað nýjan stýrihóp um varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins. Rúm tvö ár eru síðan sambærilegur stýrihópur var stofnaður vegna tilmæla um úrbætur hér á landi frá Financial Action Task Force eða FATF, sem er alþjóðlegur vinnuhópur sem vinnur gegn því að fjármálakerfi séu misnotuð í því skyni að koma illa fengnu fé í umferð.
15.02.2018 - 11:11
Ekkert um að vottorð séu vegna uppreist æru
Reglur í kringum umsókn um uppreist æru þyrftu að vera skýrari. Þetta segir Jón Þór Ólafsson, lektor í refsirétti við Lagadeild Háskóla Íslands. Hann segir hvergi koma fram að vottorð um góða hegðun þurfi að vera rituð sérstaklega í tengslum við umsókn um uppreist æru. Þá segir hann ekki á hreinu hvað nákvæmlega lýsingarorðið valinkunnur felur í sér.
18.09.2017 - 18:54