Færslur: dómarar

Dómsmálaráðuneyti sættir sig við annan matsmanna Trumps
Dómsmálaráðuneytið bandaríska kveðst sætta sig við og samþykkja annan þeirra dómara sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur tilnefnt sem sérstakan matsmann fyrir þau gögn sem handlögð voru á heimili hans í byrjun ágúst.
Barnabókahöfundar dæmdir í fangelsi fyrir undirróður
Fimm talmeinafræðingar í Hong Kong hafa verið dæmdir til nítján mánaða fangavistar hver fyrir útgáfu barnabókar sem yfirvöld sögðu ýta undir uppreisnaráróður.
10.09.2022 - 22:45
Áfrýja úrskurði um sérstakan matsmann vegna húsleitar
Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hyggst áfrýja úrskurði alríkisdómara í Flórída um að hindra aðgang ráðuneytisins að þúsundum skjala sem hald var lagt á við húsleit á heimili fyrrverandi forseta. Það tekur einnig til fjölda leyniskjala.
Hluti þungunarrofslaga Idaho í bága við alríkislög
Bandarískur alríkisdómari úrskurðaði í gær að ekki mætti beita hluta af harðri löggjöf Idaho um þungunarrof. Niðurstaðan þykir nokkur sigur fyrir ríkisstjórn Joes Biden.
Þung sekt fyrir ölvunarakstur á rafskútu í Stafangri
Fertug norsk kona þarf að greiða jafnvirði 1.100 þúsund íslenskra króna í sekt fyrir að aka rafskútu undir áhrifum áfengis. Konan var handtekin í júní þegar lögreglumenn sáu hana bruna reikula um mannlaus stræti miðborgar Stafangurs.
Spánn: Skotmanni sem beið réttarhalda veitt dánaraðstoð
Öryggisverði, sem skaut og særði fjóra á Spáni í desember en lamaðist í viðureign við lögreglu, var heimilað að deyja í gær. Dómari heimilaði í ágúst að honum skyldi veitt dánaraðstoð.
Forseti Túnis fær nær alræðisvald í nýrri stjórnarskrá
Forseti Túnis fær nær alræðisvald, samkvæmt ákvæðum nýrrar stjórnarskrár sem samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu á mánudag. Afar dræm þátttaka var í atkvæðagreiðslunni en andstæðingar forsetans hvöttu til sniðgöngu.
Forsetahjón sektuð fyrir brot á útgöngubanni
Forsetahjónin í Argentínu, þau Alberto Fernandez og Fabiola Yanez, greiddu í gær þriggja milljóna peseta sekt fyrir að rjúfa útgöngubann með því að halda afmælisboð á heimili sínu.
Átta fylki Mexíkó hafa lögleitt þungunarrof
Fylkisþingið í Guerrero sunnanvert í Mexíkó staðfesti í dag lög sem gerir þungunarrof á allt að tólftu viku meðgöngu löglegt og refsilaust. Þar með hafa átta af 32 fylkjum Mexíkó farið þá leið.
Norskur hjúkrunarfræðingur dæmdur fyrir morfínstuld
Hjúkrunarfræðingur sem starfaði við hjúkrunarheimili skammt frá Björgvin í Noregi hefur verið sakfelld fyrir þjófnað á morfíni. Í einhverjum tilfellum fyllti hún skammtaglös með vatni í stað morfíns.
Dæmd í sjö ára fangelsi fyrir að villa á sér heimildir
Kanadísk kona var í gær dæmd til sjö ára fangelsisvistar fyrir að villa á sér heimildir og þykjast vera hjúkrunarfræðingur áratugum saman. Sömuleiðis brá hún sér í gervi fleiri sérfræðinga og notaði til þess fölsuð persónuskilríki.
Britney Spears gengur með sitt þriðja barn
Bandaríska söngkonan Britney Spears greindi frá því í gær að hún gengi með sitt þriðja barn. Fimm mánuðir eru síðan dómari kvað upp þann úrskurð að Spears fengi fullt sjálfræði eftir að hafa verið undir stjórn lögráðamanna í þrettán ár.
Dómari í Texas bannar rannsókn á foreldrum transbarna
Með úrskurði dómara verður tímabundið komið í veg fyrir að yfirvöld í Texas í Bandaríkjunum megi rannsaka foreldra transbarna og -unglinga í ríkinu. Dómari sagði reglugerð Gregs Abbott ríkisstjóra fara í bága við stjórnarskrá ásamt því að hún ylli transbörnum og foreldrum þeirra óbætanlegum skaða.
Hundraða milljóna dala svikamylla leikara hrunin
Bandarískur leikari var í gær dæmdur til tuttugu ára fangavistar fyrir að svíkja hundruð milljóna bandaríkjadala út úr fjárfestum. Leikarinn þóttist hafa gert viðamikla samninga við framleiðslufyrirtæki og tókst þannig að féflétta fjölda fólks.
15.02.2022 - 03:35
Þýskaland
Meintur lögreglumorðingi leiddur fyrir rannsóknardómara
Maður sem er í haldi grunaður um að hafa myrt tvo þýska lögreglumenn við skyldustörf síðastliðna nótt verður leiddur fyrir dómara á morgun. Lögregla leitar mögulegra vitorðsmanna.
01.02.2022 - 03:09
Ögurstund í máli Djokovic í dag
Málflutningur stendur nú yfir í Melbourne þar sem serbneski tennisleikarinn Novak Djokovic verst því að verða vísað frá Ástralíu. Opna ástralska meistaramótið í tennis hefst á mánudag.
Djokovic bíður enn niðurstöðu
Serbneski tennisleikarinn Novak Djokovic er nú á farsóttarhóteli í Melbourne í Ástralíu þar sem hann bíður þess að beiðni hans um endurnýjun vegabréfsáritunar verði tekin fyrir. Honum var neitað um vegabréfsáritun öðru sinni í gær.
Refsing Ghislaine Maxell ákveðin í júní
Dómari ákveður refsingu Ghislaine Maxwell 28. júní næstkomandi en hún var sakfelld skömmu fyrir áramót fyrir mansal og að hafa tælt stúlkur undir lögaldri til fylgilags við Jeffrey Epstein.
Heimila endurupptöku tveggja sakamála úr Landsrétti
Tvö sakamál, dæmd í Landsrétti, verða tekin upp að nýju. Endurupptökudómur hefur heimilað það á grundvelli dóms yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu svonefnda.
Saknæmt að hvetja til minningarathafnar um Tiananmen
Dómstóll í Hong Kong felldi í gær dóm yfir lýðræðissinnaum Chow Hang-tung fyrir að hvetja til að haldin yrði minningarathöfn um mótmælin sem voru brotin á bak aftur á Tiananmen, Torgi hins himneska friðar, í Peking í Kína árið 1989.
04.01.2022 - 06:21
Þokast í átt að dómi yfir Ghislaine Maxwell
Nokkuð miðar í átt að niðurstöðu í sakamáli gegn Ghislaine Maxwell sem ákærð er fyrir að hafa aðstoðað barnaníðinginn Jeffrey Epstein við glæpi hans og jafnvel tekið þátt í þeim.
Líbanon
Alþjóðabankinn veitir líbönskum kennurum neyðaraðstoð
Alþjóðabankinn og samstarfsaðilar hans tilkynntu í dag þá ákvörðun sína að styrkja kennara í Líbanon. Rannsókn á tildrögum sprengingarinnar miklu í höfuðborginni Beirút árið 2020 tefst enn.
Dómur yfir varaformanni Danska þjóðarflokksins ógiltur
Eystri Landsréttur í Danmörku úrskurðaði í dag að héraðsdómari hefði verið vanhæfur að kveða upp úrskurð í máli Morten Messerschmidt varaformanns Þjóðarflokksins. Niðurstaða dómsins er því dæmd ómerk og henni vísað í hérað að nýju.
Tvö metin jafnhæf til að gegna embætti héraðsdómara
Dómnefnd gat ekki gert upp á milli tvegga umsækjenda um embætti héraðsdómara í Reykjavík. Nefndin telur Einar Karl Hallvarðsson ríkislögmann hins vegar hæfastan til að gegna embætti dómara við Héraðsdóm Suðurlands.
Suu Kyi dæmd í fjögurra ára fangelsi í morgun
Dómstóll herforingjastjórnarinnar í Mjanmar dæmdi Aung San Suu Kyi fyrrverandi leiðtoga landsins til fjögurra ára fangavistar í morgun. Hún hlaut dóminn fyrir undirróður og hvatningu til óhlýðni við herforingjastjórnina auk brota á sóttvarnarreglum.