Færslur: dómarar

Ögurstund í máli Djokovic í dag
Málflutningur stendur nú yfir í Melbourne þar sem serbneski tennisleikarinn Novak Djokovic verst því að verða vísað frá Ástralíu. Opna ástralska meistaramótið í tennis hefst á mánudag.
Djokovic bíður enn niðurstöðu
Serbneski tennisleikarinn Novak Djokovic er nú á farsóttarhóteli í Melbourne í Ástralíu þar sem hann bíður þess að beiðni hans um endurnýjun vegabréfsáritunar verði tekin fyrir. Honum var neitað um vegabréfsáritun öðru sinni í gær.
Refsing Ghislaine Maxell ákveðin í júní
Dómari ákveður refsingu Ghislaine Maxwell 28. júní næstkomandi en hún var sakfelld skömmu fyrir áramót fyrir mansal og að hafa tælt stúlkur undir lögaldri til fylgilags við Jeffrey Epstein.
Heimila endurupptöku tveggja sakamála úr Landsrétti
Tvö sakamál, dæmd í Landsrétti, verða tekin upp að nýju. Endurupptökudómur hefur heimilað það á grundvelli dóms yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu svonefnda.
Saknæmt að hvetja til minningarathafnar um Tiananmen
Dómstóll í Hong Kong felldi í gær dóm yfir lýðræðissinnaum Chow Hang-tung fyrir að hvetja til að haldin yrði minningarathöfn um mótmælin sem voru brotin á bak aftur á Tiananmen, Torgi hins himneska friðar, í Peking í Kína árið 1989.
04.01.2022 - 06:21
Þokast í átt að dómi yfir Ghislaine Maxwell
Nokkuð miðar í átt að niðurstöðu í sakamáli gegn Ghislaine Maxwell sem ákærð er fyrir að hafa aðstoðað barnaníðinginn Jeffrey Epstein við glæpi hans og jafnvel tekið þátt í þeim.
Líbanon
Alþjóðabankinn veitir líbönskum kennurum neyðaraðstoð
Alþjóðabankinn og samstarfsaðilar hans tilkynntu í dag þá ákvörðun sína að styrkja kennara í Líbanon. Rannsókn á tildrögum sprengingarinnar miklu í höfuðborginni Beirút árið 2020 tefst enn.
Dómur yfir varaformanni Danska þjóðarflokksins ógiltur
Eystri Landsréttur í Danmörku úrskurðaði í dag að héraðsdómari hefði verið vanhæfur að kveða upp úrskurð í máli Morten Messerschmidt varaformanns Þjóðarflokksins. Niðurstaða dómsins er því dæmd ómerk og henni vísað í hérað að nýju.
Tvö metin jafnhæf til að gegna embætti héraðsdómara
Dómnefnd gat ekki gert upp á milli tvegga umsækjenda um embætti héraðsdómara í Reykjavík. Nefndin telur Einar Karl Hallvarðsson ríkislögmann hins vegar hæfastan til að gegna embætti dómara við Héraðsdóm Suðurlands.
Suu Kyi dæmd í fjögurra ára fangelsi í morgun
Dómstóll herforingjastjórnarinnar í Mjanmar dæmdi Aung San Suu Kyi fyrrverandi leiðtoga landsins til fjögurra ára fangavistar í morgun. Hún hlaut dóminn fyrir undirróður og hvatningu til óhlýðni við herforingjastjórnina auk brota á sóttvarnarreglum.
Skotmaðurinn í Boulder of veikur fyrir réttarhöld
Ahmad Alissa sem ákærður er fyrir að hafa orðið tíu manns að bana í stórverslun í Colorado í Bandaríkjunum er að sögn dómara ófær um mæta fyrir rétt af heilsufarsástæðum.
04.12.2021 - 00:19
Dómarar í felum í Afganistan af ótta við hefndir
Fjöldi dómara fer nú huldu höfði í Afganistan. Þeir óttast um líf sitt eftir að hafa á ferlinum kveðið upp dóma yfir Talibönum, sem nú fara með stjórn landsins. Talibanar segjast enga ákvörðun hafa tekið varðandi örlög dómaranna, en ákvörðunin verði tekin með sjaría-lög til hliðsjónar
02.10.2021 - 21:09
Hjartsláttarlögin til umfjöllunar hjá alríkisdómara
Bandaríkjastjórn kallar eftir því að alríkisdómari ógildi hjartsláttarlögin svokölluðu, umdeild lög um þungunarrof sem tóku gildi í Texas-ríki 1. september síðastliðinn. Málið er nú til meðferðar hjá Robert Pitman umdæmisdómara í Texas.
Fyrirskipa aftöku þrátt fyrir miklar efasemdir um sekt
Dómstóll í Oklahóma-ríki í Bandaríkjunum hefur fyrirskipað að taka skuli fanga af lífi í nóvember næstkomandi. Þó eru uppi miklar efasemdir um sekt mannsins.
Upptöku Bitcoin og lagabreytingum mótmælt í El Salvador
Þúsundir íbúa Mið-Ameríkuríkisins El Salvador mótmæltu í gær ákvörðun stjórnvalda að taka rafmyntina Bitcoin upp sem lögeyri í landinu í síðustu viku. Eins er hörð andstaða við lagabreytingar sem óttast er að ógni lýðræði í landinu.
Fimm ár frá misheppnuðu valdaráni Tyrklandshers
Í dag eru fimm ár liðin frá misheppnaðri valdaránstilraun í Tyrklandi. Þá reyndu hermenn sem fullyrt var að væru hliðhollir múslímska útlagaklerknum Fethullah Gülen að koma forseta Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, frá völdum.
15.07.2021 - 13:50
Óvarlegar fullyrðingar um dóma grafa undan réttarríkinu
Stjórn Dómarafélags Íslands kveður það vera hlutverk sjálfstæðra dómstóla í réttarríki að hafa eftirlit með því að stjórnvöld virði þá skyldu sína að lagaheimild þurfi til að skerða frelsi borgaranna. Óvarlegar fullyrðingar um niðurstöðu dómstóla geti grafið undan stoðum réttarríkisins.