Færslur: Dögun

Herra Hnetusmjör og Huginn - Dögun
Á þröngskífunni Dögun ákváðu rapparinn Herra Hnetusmjör og söngvarinn Huginn að vinna saman heila plötu þar sem þeir væru báðir í öllum lögunum. Verkefnið snerist síðan um að gera poppaða stuðplötu með djammvæbi og kannski léttari undirtón sem stendur mittt á milli Hetjunnar í hverfinu og Eina stráks.
15.04.2019 - 11:42
Dögun á lista þeirra sem fæstir hafa kosið
Aðeins fjórir framboðslistar hafa fengið færri atkvæði í lýðveldissögunni en Dögun fékk í kosningunum á laugardag. Flokkurinn fékk 101 atkvæði í Suðurkjördæmi, eina kjördæminu þar sem Dögun bauð fram. Atkvæðafjöldinn er aðeins þriðjungur þess fjölda undirskrifta sem þurfti til að Dögun gæti farið í framboð í Suðurkjördæmi.
31.10.2017 - 15:38
Myndskeið
Allir forystumennirnir búnir að kjósa
Allir forystumenn stjórnmálaflokkanna voru búnir að kjósa á fimmta tímanum í dag. Kjörfundur stendur yfir allt til klukkan 22 í kvöld.
Tekist á í Suðurkjördæmi
Oddvitar og fulltrúar þeirra tíu flokka sem bjóða fram í Suðurkjördæmi gerður grein fyrir sínum sjónarmiðum og áherslum í kjördæmaþætti á Rás 2 í dag. Rætt var meðal annars um vegatolla og samgöngur í kjördæminu, virkjunaráform og stöðu ungs fólks í Suðurkjördæmi.
Vill afnema verðtrygginguna
Pálmey Gísladóttir, formaður Dögunar segir flokk sinn leggja mesta áherslu á að afnema verðtrygginguna, bæta kjör öryrkja og aldraðra og að ríkið beiti sér til að lækka húsnæðiskostnað almennings. Þá vill flokkurinn stofna samfélagsbanka.
23.10.2017 - 15:58
Vinstri-græn og Sjálfstæðisflokkur stærst
Vinstri-græn og Sjálfstæðisflokkurinn mælast með mest fylgi allra flokka rúmri viku fyrir kosningar, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Vinstri-græn mælast með rúmlega 23 prósenta fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn tæplega 23 prósenta fylgi. Munurinn er innan skekkjumarka. Litlar breytingar verða á fylgi flokka frá síðasta Þjóðarpúlsi en fylgi Bjartrar framtíðar fer úr þremur prósentum í rúmt eitt prósent.
Fréttaskýring
Hamskeri, þakdúkari og kerfóðrari í framboði
Einkaþjálfarar, viðburðastjórnendur og guðfræðingar eru á meðal frambjóðenda til alþingiskosninganna í lok mánaðarins. Framkvæmdastjórar, lögfræðingar, bændur og kennarar eru eftir sem áður stór hluti frambjóðenda. Starfsheiti eru tilgreind við nöfn flestra frambjóðenda á framboðslistum flokkanna. Fréttastofa fór yfir listana og kynnti sér starfsreynslu frambjóðenda.
Samfylkingin á uppleið
Vinstri græn mælast með mest fylgi allra flokka en Samfylkingin er í mestri sókn samkvæmt nýrri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið sem birt var í morgun. Vinstri græn mælast með rúmlega 27 prósenta fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn tæplega 23 prósent. Samfylkingin mælist með rúmlega fimmtán prósenta fylgi, sem er tvöfalt fylgi flokksins eins og það mældist í könnun Félagsvísindastofnunar fyrir hálfum mánuði.
Ellefu framboð þar sem þau eru flest
Framboðsfrestur fyrir Alþingiskosningarnar 28. október rann út núna klukkan tólf á hádegi. Níu flokkar bjóða fram í öllum kjördæmum og þrír í nokkrum þeirra.
Myndskeið
Leiðtogarnir settir í spyrilshlutverkið
„Við ætlum aðeins að skipta um gír en vitum ekki alveg hvaða,“ sagði Þóra Arnórsdóttir, annar af stjórnendum Leiðtogaumræðunnar á RÚV í kvöld þegar bryddað var upp á nýjum dagskrárlið – að bjóða hverjum leiðtoga upp á að bera fram eina spurningu til annars leiðtoga.
Myndskeið
Um þetta snúast kosningarnar að mati leiðtoga
Forystumenn þeirra 12 flokka sem bjóða fram í þingkosningunum þann 28. október fengu eina mínútu í upphafi Leiðtogaumræðunnar, sem sýndar voru í beinni útsendingu á RÚV, til að segja sína skoðun á því um hvað kosningarnar eiga að snúast.
Dögun býður ekki fram á landsvísu
Dögun hefur ákveðið að bjóða ekki fram á landsvísu í Alþingiskosningunum sem fram fara í lok mánaðarins.
02.10.2017 - 06:40
Langflestir stilla upp á framboðslista
Nær allir stjórnmálaflokkar ætla að stilla upp á framboðslista fyrir Alþingiskosningarnar 28. október. Forsvarsmenn flokkanna vísa margir hverjir í að það sé vegna tímasparnaðar því mjög stutt sé til kosninga. Píratar eru eini flokkurinn sem heldur prófkjör í öllum kjördæmum. Vinstri græn stilla upp í flestum kjördæmum en ekki er fullvíst að svo verði í Suðvesturkjördæmi. Það verður ákveðið á fundi kjördæmisráðs í Hafnarfirði í kvöld.
Tíu hyggja á framboð til sveitarstjórna
Að minnsta kosti tíu stjórnmálaflokkar stefna að framboði fyrir borgarstjórnarkosningar í Reykjavík á næsta ári. Undirbúningur fyrir kosningarnar er víða hafinn.
Fátæktargildrur og velferðarmál
Sérstaða minni flokka í velferðarmálum felst í stöðu formanns eins þeirra sem öryrkja, áherslu annarra á innflytjendamál og baráttu gegn auðvaldshagkerfi sem dregur úr möguleikum til að byggja upp velferðarkerfi. Þetta sögðu formenn og oddvitar fimm flokka í kappræðum leiðtoganna á RÚV í kvöld.
Húsnæðismál unga fólksins fyrirferðamest
Menntamál og húsnæðismál voru fyrirferðarmest í umræðuþætti þar sem frambjóðendur fimm flokka sem bjóða fram til kosninganna á laugardaginn ræddu málefni ungs fólks í sjónvarpssal fyrr í kvöld. Allir frambjóðendur voru á einu máli um nauðsyn þess að jafna launamun kynjanna.
Ruglandi bókstafir miðað við flokkaheiti
B fyrir Bjarta framtíð? F fyrir Framsóknarflokkinn? S fyrir Sjálfstæðisflokkinn? V fyrir Viðreisn? Nei, alls ekki. Listabókstafir fyrir Alþingiskosningarnar geta verið villandi. Sumir bókstafirnir eru eins og fyrsti bókstafurinn í nafni stjórnmálaflokksins. Fleiri bókstafir eiga þó ekkert skylt við nafn stjórnmálaflokksins og tilheyra jafnvel öðrum flokkum.
Tillaga Dögunar um samstarf var gjörningur
Tillaga Dögunar um mögulegt stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk var gjörningur. Flokkurinn sagðist í gær vera reiðubúinn í samstarf við flokkana eftir kosningar ef Dögun fengi fjármála-, innanríkis- og sjávarútvegsráðuneyti.
26.10.2016 - 15:27
Dögun vill þrjú ráðuneyti fyrir samstarf
Dögun lýsir yfir vilja til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk að loknum kosningum. Hins vegar setur Dögun fram ströng skilyrði fyrir stjórnarsamstarfinu, að því er fram kemur í tilkynningu frá flokknum.
25.10.2016 - 15:05
Píratar stærstir rúmri viku fyrir kosningar
Píratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn 8,8 prósent, Samfylkingin mælist með 6,5 prósenta fylgi, hálfu prósentustigi meira en Björt framtíð.
Brjálað að gera hjá litlu framboðunum
Minni framboð sem bjóða fram til Alþingis neyðast til að hafna tilboðum um að kynna stefnumál sín sökum manneklu. Þetta segja formenn fjögurra minnstu framboðanna. Formaður Dögunar vill þó fá að gera meira og formaður Flokks fólksins segir að það sé dásamlega gaman í kosningabaráttu.
Helga Þórðardóttir með RÚV-snappið í dag
Þessa dagana er RÚV-snappið í höndum fólks sem er í framboði í Alþingiskosningunum. Helga Þórðardóttir, formaður Dögunar, er með snappið í dag. Þar er hægt að fylgjast með því hvað hún tekur sér fyrir hendur.
19.10.2016 - 10:33
Allir sammála um sterka stöðu ríkissjóðs
Fulltrúar sex flokka sem bjóða fram til þingkosninga ræddu efnahagsmáli í umræðuþætti í sjónvarpssal sem lauk nú rétt fyrir fréttir. Allir voru þeir sammála um góðan árangur í ríkisfjármálum síðustu missera og sterka stöðu ríkissjóðs en ósammála voru þeir um hvaða áherslur ætti að leggja í þeirri stöðu sem nú er uppi. 
Dögun búin að fullmanna lista fyrir Kragann
Dögun hefur birt fullmannaðan framboðslista fyrir Suðvesturkjördæmi. Þetta er fyrsti fullmannaði framboðslistinn sem Dögun birtir fyrir Alþingiskosningarnar 2016. Efstur á listanum er Ragnar Þór Ingólfsson, sölustjóri. Í öðru sæti er Ásta Bryndís Schram, lektor og í því þriðja Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, stjórnmálafræðingur.
Sturla efstur á lista Dögunar í Suðurkjördæmi
Sturla Hólm Jónsson, atvinnubílstjóri og verktaki, sem bauð sig fram til embættis forseta Íslands í sumar, mun leiða lista Dögunar í Suðurkjördæmi í komandi Alþingiskosningum.