Færslur: Dmytro Kuleba

Macron vill hlífa Pútín við niðurlægingu
Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, gagnrýnir harðlega nálgun Emmanuel Macron, forseta Frakklands, í viðræðum við Vladimir Putin, forseta Rússlands. Macron hefur sagt það mikilvægt að stjórnvöldum í Rússlandi finnist þau ekki niðurlægð í vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Lavrov kveður hættu á heimsstyrjöld yfirvofandi
Utanríkisráðherra Úkraínu segir orð rússnesks kollega hans, um að þriðja heimsstyrjöldin geti verið yfirvofandi, til marks um að Rússum finnist stefna í ósigur. Orð utanríkissráðherra Rússlands féllu eftir að bandarískir ráðherrar hétu Úkraínu og fleiri ríkjum auknum fjárhags- og hernaðarstuðningi.
Kuleba og Lavrov báðir komnir til Tyrklands
Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu er kominn til Tyrklands til friðarviðræðna við Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands.
Fundur utanríkisráðherra Rússlands og Úkraínu 10. mars
Utanríkisráðherrar Úkraínu og Rússlands þeir Sergei Lavrov og Dmytro Kuleba ætla að hittast til viðræðna í Tyrklandi að undirlagi þarlendra stjórnvalda. Þetta verður fyrsti fundur utanríkisráðherranna frá því Rússar réðust inn í Úkraínu aðfaranótt 24. febrúar.
Úkraínudeilan
Úkraínustjórn krefst fundar með Rússum
Utanríkisráðherra Úkraínu segir rússnesk stjórnvöld hafa hunsað formlegar fyrirspurnir varðandi uppbyggingu herafla við landamæri ríkjanna. Hann segir næsta skref að funda um málið innan tveggja sólarhringa. Forseti landsins hefur boðið Bandaríkjaforseta heim.
Blinken heitir Úkraínumönnum fullum stuðningi
Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna heitir Úkraínumönnum fullum og kröftugum stuðningi láti Rússar verða af innrás í landið. Rússneskar hersveitir eru allt umhverfis landið.