Færslur: Demókratar

Biden telur Pútín kominn í sjálfheldu varðandi stríðið
Joe Biden Bandaríkjaforseti kveðst uggandi yfir því að Vladimír Pútín forseti Rússlands sé kominn í sjálfheldu með stríðið í Úkraínu. Biden telur hann í basli með að átta sig hvað hann skuli gera næst.
Öldungadeildin greiðir atkvæði um þungunarrofslög
Þingmenn öldungadeildar Bandaríkjaþings greiða á miðvikudag atkvæði um frumvarp til laga sem tryggja á rétt til þungunarrofs um landið allt. Ekki þykir líklegt að frumvarpið hljóti brautargengi. Ný skoðanakönnun sýnir afar ólíka afstöðu fylgjenda stóru flokkanna tveggja til málsins.
Væntanlegum úrskurði um þungunarrof mótmælt
Fjöldi fólks safnaðist í gær saman í borgum víðs vegar um Bandaríkin til að lýsa yfir stuðningi við að þungunarrof verði áfram löglegt í landinu. Óttast er að meirihluti hæstaréttar felli í sumar úr gildi úrskurð í máli sem tryggði stjórnarskrárvarinn rétt til þungunarrofs fyrir tæpri hálfri öld.
Madeleine Albright látin
Madeleine Albright, bandarískur stjórnmálamaður og fyrsti kvenkyns utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er látin 84 ára að aldri. Lést hún af völdum krabbameins.
23.03.2022 - 19:34
Nancy Pelosi stefnir að endurkjöri í haust
Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, lýsti gær í þeim vilja sínum að gefa kost á sér eitt kjörtímabil til viðbótar. Hún hefur setið á þingi allt frá árinu 1987 og búist hafði verið við að hún hygðist nú láta gott heita.
Biden fundar með öldungadeildarþingmönnum
Joe Biden Bandaríkjaforseti fundar í kvöld með tveimur öldungadeildarþingmönnum Demókrataflokksins sem lýst hafa efasemdum um að breyta leikreglum við atkvæðagreiðslur innan deildarinnar.
Biden segir brýnt að gera umbætur á kosningakerfinu
Joe Biden Bandaríkjaforseti segir brýnt að koma á umbótum í kosningakerfinu sem tryggi aukna þátttöku svartra og annarra stuðningsmanna Demókrataflokksins. Til að svo geti orðið gæti þurft að breyta reglum um atkvæðagreiðslu í öldungadeild Bandaríkjaþings tímabundið.
Fréttaskýring
Eitrað andrúmsloft og 700 ákærur ári eftir árásina
Bandarískir alríkissaksóknarar hafa ákært rúmlega sjö hundruð manns á því ári sem í dag er liðið frá árás stuðningsmanna Donalds Trump, þáverandi forseta, á bandaríska þinghúsið. Sjötíu og fjórir hafa fengið dóm fyrir aðild sína að árásinni og þar af tæpur helmingur verið dæmdur í fangelsi.
Öldungadeild Bandaríkjaþings hækkar skuldaþakið
Meirihlutinn í Öldungadeild Bandaríkjaþings sem skipaður er Demókrötum samþykkti í dag að hækka skuldaþak ríkisins. Mjög hefur verið deilt um hvaða leiðir skuli fara að því.
Viðbúnir straumi kvenna sem æskja þungunarrofs
Samtök meira en 40 stofnana í Kalíforníu í Bandaríkjunum vinna nú að gerð áætlunar um hvernig unnt verði að taka á móti konum sem sækjast eftir þungunarofi, annars staðar frá í landinu.
Fulltrúadeildin samþykkir bráðabirgðafjárlög
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í dag fjárveitingu sem nægir til að halda alríkisstofnunum gangandi ellefu vikur til viðbótar. Það kemur í veg fyrir kostnaðarsamar lokarnir stofnananna. Björninn er þó ekki alveg unninn.
Stefnir í lokun stofnana vegna ósamkomulags um fjárlög
Ótti um að loka þurfi mörgum bandarískum alríkisstofnunum jókst verulega í gær en þingmönnum tókst ekki að ná samkomulagi um fjárlög ríkisins. Tveir dagar eru til stefnu uns fjármagn verður uppurið og heimildir til fjárútláta þverr.
Aldursforsetinn sækist ekki eftir endurkjöri
Patrick Leahy, öldungadeildarþingmaður Demókrata frá Vermont, ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í kosningunum sem fram fara í Bandaríkjunum eftir ár. Þetta sagði hann í ávarpi í dag.
Musk spyr fylgjendur sína ráða um sölu hlutafjár
Stofnandi Tesla og SpaceX, frumkvöðullinn og auðkýfingurinn Elon Musk spurði fylgjendur sína í dag á Twitter hvort hyggilegt væri af honum að selja tíu prósent hlutafjár síns í bílaframleiðslunni.
07.11.2021 - 00:27
Mjótt á munum við ríkisstjórakosningar í New Jersey
Mjótt var á munum þegar Demókratinn Philip Murphy náði endurkjöri sem ríkisstjóri í New Jersey í Bandaríkjunum í dag. Niðurstöðurnar kunna að vera Joe Biden Bandaríkjaforseta nokkur huggun eftir ósigur frambjóðanda flokksins í Virgínuríki í gær.
Sigur Repúblikana í Virgínu áfall fyrir Biden
Frambjóðandi Repúblikanaflokksins, nýliðinn Glenn Youngkin hafði betur gegn Demókratanum Terry McAuliffe í kosningum um nýjan ríkisstjóra Virginíu í Bandaríkjunum. Niðurstaðan er sögð áfall fyrir Bandaríkjaforseta í aðdraganda mikilvægra þingkosninga á næsta ári.
Eric Adams nýr borgarstjóri í New York
Demókratinn Eric Adams hafði betur í dag gegn Curtis Sliwa framjóðanda Repúblikanaflokksins í kjöri um nýjan borgastjóra New York borgar í Bandaríkjunum. Adams verður 110. borgarstjórinn en aðeins einn forvera hans var hörundsdökkur.
Ríkisstjóri Texas bannar skyldubólusetningar
Gregg Abbott, ríkisstjóri Texas í Bandaríkjunum, hefur gefið út tilskipun þess efnis að óheimilt sé að skylda nokkurn til bólusetningar gegn COVID-19. Það er í andstöðu við tilskipun Joe Bidens Bandaríkjaforseta frá í september.
Ríkisstjóri Kalíforníu heldur velli
Gavin Newsom, ríkisstjóri Kalíforníu í Bandaríkjunum stóð af sér kröfu Repúblikana um að honum yrði vikið úr embætti. Fyrr á árinu var efnt til undirskrifarsöfnunar þess efnis vegna óánægju með viðbrögð Newsom við kórónuveirufaraldrinum.
Milljónir Bandaríkjamanna gætu orðið heimilislausar
Milljónir Bandaríkjamanna gætu staðið frammi fyrir því að verða bornir út af heimilum sínum á næstunni. Á sunnudag rennur út bann við útburðargerðum sem gilt hefur um gjörvöll Bandaríkin um ellefu mánaða skeið.
Ákæra til að halda Trump fjarri opinberum embættum
Demókratar á Bandaríkjaþingi, undir forystu Nancy Pelosi, eru staðráðnir í að ákæra Donald Trump forseta fyrir embættisglöp enda beri hann ábyrgð á árás áhangenda sinna á þinghúsið síðastliðinn miðvikudag.
Mike Pence andvígur því að víkja Trump úr embætti
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er andvígur því að beita því ákvæði bandarísku stjórnarskrárinnar sem heimilar brottvikningu forsetans. Fjöldi Demókrata og nokkur hópur Repúblikana hefur lagt hart að honum að fara þá leið.
Warnock lýsir yfir sigri í Georgíu – Afar mjótt á munum
Afar mjótt er á munum í kjöri tveggja öldungadeildarþingmanna í Georgíu þegar hlé var gert á talningu um miðnætti að staðartíma. Talningu verðu haldið áfram í bítið samkvæmt upplýsingum Reuters fréttastofunnar.
Þrýstir á ríkisstjóra Georgíu að ógilda niðurstöður
Donald Trump Bandaríkjaforseti þrýstir nú á Brian Kemp ríkisstjóra Georgíu að sjá til þess að sigur Joes Biden í ríkinu verði ógiltur. Forsetinn notaði Twitter aðgang sinn til að hvetja Kemp, sem er Repúblikani, til að kalla ríkisþingið saman í þessum tilgangi.
Nancy Pelosi áfram leiðtogi Demókrata í þinginu
Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, verður áfram leiðtogi Demókrataflokksins í þinginu. Líklegt þykir að hún verði endurkjörin forseti þingsins í janúar.