Færslur: Demókratar

Íranar og Rússar sakaðir um afskipti af kosningunum
Rússar og Íranar hafa komist yfir upplýsingar um bandaríska kjósendur segir John Ratcliffe yfirmaður leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna á blaðamannafundi FBI. Tilgangur ríkjanna sé að hafa áhrif á almenningsálit fólks.
Metfjöldi hefur þegar kosið í Bandaríkjunum
Tæplega 20 milljónir Bandaríkjamanna hafa nú kosið utankjörstaðar vegna forsetakosninganna þar vestra sem munu fara fram 3. nóvember, ýmist rafrænt, í póstkosningu eða á kjörstöðum.
Kennedy þurfti að láta í minni pokann í Massachusetts
Joe Kennedy III varð að láta í minni pokann fyrir öldungadeildarþingmanninum Ed Markey í forvali Demókrata í Massachusetts.
Telja óráðlegt að Trump heimsæki Kenosha
Demókratar óttast að aukin harka færist í mótmælin í Kenosha í Wisconsin-ríki ef Donald Trump Bandaríkjaforseti fylgir eftir áformum sínum um að heimsækja borgina. Mandela Barnes, vararíkisstjóri Demókrata í Wisconsin, telur að Trump ætti að hætta við heimsókn sína.
30.08.2020 - 19:14
Varaforsetaefni Bidens, forsetaefni eftir fjögur ár
Óðum styttist í að Joe Biden forsetaefni Demókrata í Bandaríkjunum tilkynni varaforsetaefni sitt.
Ágreiningur um bjargráð vestanhafs
Enn er langt í land að Demókratar og Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings nái samkomulagi um bjargráð fyrir efnahag landsins vegna áfalla af völdum kórónuveirufaraldursins.
Myndskeið
Ocasio-Cortez svarar fyrir sig í þrumuræðu á þinginu
Alexandria Ocasio-Cortez, þingmaður Demókrata fyrir New York, flutti óvænt ræðu á þinginu í gær vegna ummæla Repúblíkananans Ted Yoho. Blaðamaður heyrði til Yoho þar sem hann kallaði Ocasio-Cortez „ógeðslega“ og „helvítis tík“ í samtali við kollega sína.
Þrýsta á Biden að velja varaforsetaefni
Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, mætir nú síauknum þrýstingi frá eigin flokki um að greina frá því hvern hann velji sem varaforsetaefni. 
Facebook lokar 50 síðum tengdum Roger Stone
Samskiptamiðillinn Facebook lokaði í dag 50 síðum tengdum Roger Stone, fyrrverandi stjórnmálaráðgjafa Donald Trump Bandaríkjaforseta.
Myndskeið
Frambjóðendum Demókrata tíðrætt um Trump
Bernie Sanders sigraði í forvali forsetakosninganna í Bandaríkjunum í New Hampshire í gær, en mjótt var á munum. Flestum frambjóðendum Demókrata er tíðrætt um mikilvægi þess að koma í veg fyrir endurkjör Donalds Trumps.
Myndskeið
Forval fyrir forsetakosningar hefst formlega í dag
Forval fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum hefst formlega í dag þegar íbúar Iowa velja sér forsetaframbjóðendur. Allt frá árinu 2000 hafa þeir frambjóðendur Demókrata sem unnið hafa í Iowa endað sem forsetaefni flokksins.
Myndskeið
Sanders og Warren tókust ekki í hendur
Hernaðarumsvif í Miðausturlöndum og kyn frambjóðenda var meðal þess sem tekist var á um í kappræðum á CNN í gærkvöld. Frambjóðendur Demókrata mættust í sjónvarpssal, þremur vikum áður en flokksmenn geta byrjað að greiða atkvæði um næsta forsetaframbjóðanda flokksins.