Færslur: Delta

Omíkron smitast 70 sinnum hraðar en delta
Rannsóknir vísindamanna við Hong Kong-háskóla sýna að omíkron-afbrigði kórónuveirunnar smitast sjötíu sinnum hraðar en önnur afbrigði. Gera má ráð fyrir að það verði orðið ríkjandi í Evrópu um miðjan næsta mánuð.
15.12.2021 - 17:36
Sjónvarpsfrétt
41.000 Íslendingar enn óbólusettir
Yfir 40 þúsund Íslendingar, sextán ára og eldri, eru enn óbólusettir. 88 greindust með veiruna í gær, flestir utan sóttkvíar og bólusettir. Tugir framhaldsskólanema komu smitaðir til landsins frá Krít í fyrradag. Á einu og hálfu ári hafa nærri 50.000 manns farið í sóttkví á einhverjum tímapunkti.
25.07.2021 - 18:43
Delta margfalt meira smitandi þrátt fyrir bólusetningar
Nýgengi innanlandssmita er komið upp í 135 eftir að 88 greindust jákvæðir í gær, nær allir bólusettir og flestir utan sóttkvíar. Um 440 manns hafa greinst með Covid-19 undanfarna sex daga, meira en 300 voru utan sóttkvíar. Stór hópsýking greindist hjá framhaldsskólanemum eftir útskriftarferð erlendis. Yfirlögregluþjónn segir delta-afbrigðið svo smitandi að hver einstaklingur geti hæglega smitað yfir sjö manns, þó að allir séu bólusettir.
25.07.2021 - 12:22
Óhjákvæmileg fjölgun smita fylgir fjölgun ferðamanna
Íslensk erfðagreining vinnur að raðgreiningu fimm smita sem greindust í gær. Kári Stefánsson, forstjóri, segir fjöldann sem kemur núna yfir landamærin slíkan að búast megi við talsverðum fjölda smitaðra dag hvern.
Kórónuveirusmitum fjölgar í Danmörku
Kórónuveirufaraldurinn er í vexti í Danmörku ef marka má smitstuðulinn sem er kominn upp í 1,3 þar í landi. Danska heilbrigðisráðuneytið greinir frá þessu og að hlutfall delta-afbrigðisins hækki sífellt. 
Spegillinn
Delta, bólusetning og misskipting
Delta-afbrigði Covid er á góðri leið með að orsaka þriðju Covid-bylgjuna í Bretlandi. Það er þakkað bólusetningu að dauðsföllum þar af völdum Covid hefur ekki fjölgað að sama marki, alla vega ekki enn sem komið er. Bretland er ekki eina Evrópulandið þar sem delta-afbrigðið hefur farið á flug, en ekki einhlítt að eina ástæðan fyrir fjölgun tilfella í Bretlandi sé delta-afbrigðinu að kenna.
22.06.2021 - 17:00
Belgar bregðast við Delta-afbrigðinu með komubanni
Belgísk yfirvöld hafa ákveðið að banna tímabundið heimsóknir ferðafólks frá ríkjum utan Evrópusambandsins eigi síðar en frá og með 27. júní næstkomandi. Bretland er eitt þeirra 27 ríkja sem bannið tekur til, auk Indlands, Brasilíu og Suður-Afríku svo dæmi séu nefnd.
Delta-afbrigðið fer mikinn á Bretlandseyjum
Kórónuveirutilfellum á Bretlandseyjum hefur fjölgað nokkuð undanfarna viku. Langflest ný smit má rekja til svokallaðs Delta-afbrigðis, sem er mjög smitandi og talið eiga uppruna sinn á Indlandi.
Ferðamennirnir eru með delta-afbrigðið
Ferðamennirnir tveir sem reyndust smitaðir af kórónuveirunni eru með indverska afbrigði veirunnar sem einnig er nefnt delta-afbrigðið. Samkvæmt upplýsingum frá sóttvarnasviði embættis landlæknis hafa enginn önnur smit verið rakin til fólksins. Maðurinn og konan eru frá Miðausturlöndum og komu hingað fyrir tíu dögum. Smitin uppgötvuðust þegar þau undirbjuggu brottför frá Íslandi og fóru í skimun til að geta framvísað PCR-vottorði í því landi sem þau hugðust fara til.
Grímuskylda í Sydney vegna útbreiðslu delta-afbrigðis
Íbúar í Sydney í Ástralíu þurfa frá og með deginum í dag að bera grímur í strætisvögnum eða öðrum almenningsfarartækjum. Heilbrigðisyfirvöld tóku þá ákvörðun eftir að fjórða tilfellið af hinu mjög svo smitandi delta-afbrigði kórónuveirunnar greindist í borginni.
Myndskeið
Tíðin batnar í ferðaþjónustu
130 farþegar komu hingað frá Bandaríkjunum með fyrsta áætlunarflugi flugfélagsins Delta í morgun. Hjólin eru aðeins farin að snúast, segir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Forstjóri Icelandair segir mjög jákvætt að líf sé að færast í markaðinn, sérstaklega frá Bandaríkjunum.