Færslur: Deilur og stríð

Heimskviður
Fékk símtal frá systur í Maríupol eftir 56 daga þögn
Sergej Kjartan Artamanov fæddist í úkraínsku hafnarborginni Mariupol árið 1988. Hann hefur búið á Íslandi undanfarin tíu ár, en systir hans Natasha er enn í Mariupol, borginni sem hefur umsetin af rússneskum hermönnum frá upphafi stríðsins. Sergej segir sögu sína í nýjasta þætti Heimskviða og greinir frá því hvernig hann heyrði nýverið í systur sinni, í fyrsta sinn í 56 daga.
26.04.2022 - 09:22
Sjónvarpsfrétt
Mjög líklegt að rússneski herinn beiti kynferðisofbeldi
Ýmis merki eru um að rússneski herinn noti kynferðisofbeldi sem vopn í stríðinu í Úkraínu. Þetta segir Esther Hallsdóttr, íslenskur meistaranemi við Harvard, sem vinnur að rannsóknum um nauðganir sem vopn í stríði.
30.03.2022 - 20:00
Rússar segjast ætla að draga úr árásum við Kyiv
Rússar ætla að draga verulega úr hernaðaraðgerðum við höfuðborg Úkraínu Kyiv, að því er aðstoðar-varnarmálaráðherra Rússlands, sagði í samtali við rússneska fjölmiðilinn Tass. Þá hefur AFP fréttaveitan eftir einum samningamanna Úkraínu að svo geti farið að forsetar Úkraínu og Rússlands hittist á fundi þegar viðræðum, sem nú standa yfir í Istanbúl í Tyrklandi, lýkur.
29.03.2022 - 12:46
Alls ekki nóg að fordæma árásir Rússa
Óskar Hallgrímsson, sem býr í Kyiv í Úkraínu segir erfitt að verða vitni að hernaði Rússa í landinu og að mikil sorg ríki. Hann vill að þjóðarleiðtogar geri meira en að fordæma árásirnar.
08.03.2022 - 19:26
Hafa safnað vistum í byrgi og búa sig undir komu Rússa
Karl Þormóðsson, sem býr í borginni Zhaporozhye í austurhluta Úkraínu, býr sig undir komu innrásarhers Rússa. Hann hefur safnað vistum og reiknar með að halda til í neðanjarðarbyrgi.
Sjónvarpsfrétt
Viðbrögð Vesturlanda „hámark hysteríunnar“ segir Pútín
Símtal forseta Bandaríkjanna og Rússlands síðdegis er sagt hafa skilað litlum árangri. Sífellt fleiri ríki hvetja ríkisborgara sína til að flýja Úkraínu vegna mögulegrar innrásar Rússa. Vitað er um 16 Íslendinga í landinu.
12.02.2022 - 20:40
Viðtal
Efast um að Rússar ætli að ráðast inn í Úkraínu
Það er lítið rætt um að stríð sé yfirvofandi innan Rússlands og ekki að heyra að Úkraínumenn séu óttaslegnir, segir Valur Gunnarsson sagnfræðingur. Hann telur ólíklegt að Rússar ráðist inn í landið.
12.02.2022 - 19:44
Kalla heim starfsfólk sendiráðs Bandaríkjanna í Úkraínu
Bandaríkjamenn eru byrjaðir að kalla heim starfsfólk sendiráðsins í Úkraínu. Mörg ríki hafa beðið alla ríkisborgara að yfirgefa Úkraínu, til dæmis Þjóðverjar, Bretar, Norðmenn og Danir.
12.02.2022 - 13:04
Víða fundað í dag vegna Úkraínudeilunnar
Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, lýsti í dag yfir þakklæti fyrir stuðning Vesturveldanna vegna hersafnaðar Rússa við landamæri ríkjanna, sem hann sagði þann mesta síðan 2014. Aðildarríki Atlantshafsbandalagsins hafa ítrekað lýst yfir áhyggjum af því að um 100.000 rússneskir hermenn séu við landamærin og að innrás geti verið yfirvofandi. Rússnesk stjórnvöld hafa lýst því yfir að ekki standi til að ráðast inn í Úkraínu.
01.02.2022 - 15:03
Sjónvarpsfrétt
Staðan tekur á Úkraínumenn um allan heim
Vladyslav Pankovyi, sem er frá Úkraínu, en hefur á Íslandi síðustu ár, segir ástandið í heimalandinu taka á Úkraínumenn um allan heim. Fólkið treysti forseta landsins sem hefur hvatt til stillingar. 
31.01.2022 - 20:27
Sjónvarpsfrétt
Liðsafnaður við Úkraínu merki um undirbúning innrásar
Sérfræðingur í varnarmálum telur að liðsafnaður rússneska hersins við landamæri Úkraínu beri öll merki þess að verið sé að undirbúa innrás. Talsmaður stjórnvalda í Rússlandi segir að refsiaðgerðir gegn Rússlandsforseta hefðu skaðlegar pólitískar afleiðingar. 
Sjónvarpsfrétt
Mynd ársins breytti örlögum sýrlenskrar fjölskyldu
Sýrlenskir feðgar fá læknisaðstoð á Ítalíu eftir að ljósmynd af þeim var valin mynd ársins og hlaut heimsathygli. Skipuleggjendur verðlaunanna segja þetta sýna að ein ljósmynd geti breytt heilmiklu.
25.01.2022 - 19:50
Sjö látnir og hundruð slasaðir eftir mótmæli í Súdan
Minnst sjö féllu í átökum milli mótmælenda og hersins í Súdan í dag. Um 140 manns eru talin hafa slasast þegar herinn skaut á mótmælendur. Mótmælin urðu í kjölfarið á valdaráni hersins í landinu, þar sem þeir handtóku æstu ráðamenn og rufu fjarskipti. Breska ríkisútvarpið hefur eftir mótmælendum að neyðarástand ríki í landinu eftir valdtökuna.
25.10.2021 - 23:33
Sjónvarpsfrétt
Enn ein skammarleg tímamót í gleymda stríðinu í Jemen
Frá því stríðið hófst í Jemen hafa fjögur börn verið drepin eða alvarlega særð á degi hverjum. Talsmaður barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna sem er nýkominn frá Jemen segir að þessi versta mannúðarkrísa heims sé að falla í gleymskunnar dá.
19.10.2021 - 19:25
Dómarar í felum í Afganistan af ótta við hefndir
Fjöldi dómara fer nú huldu höfði í Afganistan. Þeir óttast um líf sitt eftir að hafa á ferlinum kveðið upp dóma yfir Talibönum, sem nú fara með stjórn landsins. Talibanar segjast enga ákvörðun hafa tekið varðandi örlög dómaranna, en ákvörðunin verði tekin með sjaría-lög til hliðsjónar
02.10.2021 - 21:09
Talibanar koma líkum fyrir á almannafæri
Talibanar í Afganistan komu í dag líkum fjögurra manna fyrir á almannafæri í borginni Herat. Mönnunum var gefið að sök að hafa rænt viðskiptajöfri og syni hans.
25.09.2021 - 16:20
Reiðubúin til viðræðna að uppfylltum ákveðnum skilyrðum
Systir leiðtoga Norður-Kóreu segir stjórnvöld í landinu reiðubúin að semja um formleg lok Kóreustríðsins að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Tilkynningin þykir nokkuð óvænt því að fyrr í vikunni lýstu stjórnvöld því yfir að viðræður væru ótímabærar.
24.09.2021 - 11:34
Sjónvarpsfrétt
„Hver banaði saklausum börnum?“
Aðstandendur tíu almennra borgara, sem voru myrtir í Kabúl í drónaárás Bandaríkjahers í lok ágúst, vilja að haldin verði réttarhöld. Herinn viðurkenndi í gær að árásin hafi verið mistök. Sjö börn voru á meðal fórnarlambanna, það yngsta tveggja ára.
18.09.2021 - 19:30
Æðsti leiðtogi Talibana staddur í Afganistan
Hibatullah Akhundzada, æðsti leiðtogi Talibana, er staddur í Afganistan en ekkert hafði spurst til hans frá því að Talibanar hertóku Afganistan um miðjan ágúst. Akhundzada hefur þá ekki enn gefið út neina yfirlýsingu. Talibanar hafa í gegnum tíðina haldið leiðtogum sínum úr sviðsljósinu en talsmaður þeirra segir hann nú ætla að koma fram fyrr en síðar. AFP fréttastofan greinir frá.
29.08.2021 - 19:05
Sprenging við Kabúl-flugvöll
Sprenging var við flugvöllinn í Kabúl í Afganistan rétt í þessu, að því er AP-fréttaveitan greinir frá. Þúsundir eru við flugvöllinn og freista þess að komast frá landinu eftir að Talibanar náðu þar völdum. Reuters greinir frá því að 13 manns hafi látist.
26.08.2021 - 13:51
Airbnb býður 20.000 Afgönum húsaskjól
Fyrirtækið Airbnb tilkynnti í gær fyrirætlanir sínar um að útvega 20,000 Afgönum á flótta húsaskjól víðs vegar um heiminn. Síðan Talibanar náðu völdum fyrr í mánuðinum hafa þúsundir verið fluttar dag hvern frá Afganistan.
25.08.2021 - 09:22
Leita allra leiða til að halda Kabúl-flugvelli opnum
Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, greindi breskum þingmönnum frá því nú síðdegis að bresk yfirvöld ætli að leita allra leiða til að halda flugvellinum í Kabúl opnum eftir 31. ágúst.
24.08.2021 - 19:46
Lýsti yfir áhyggum af stöðunni í austur-Úkraínu
Utanríkisráðherra lýsti yfir áhyggjum af stöðu mannréttinda á átakasvæðum í austanverðri Úkraínu í yfirlýsingu NB8-ríkjanna í mannréttindaráði Sameinuðu Þjóðanna í dag.
Rotta sest í helgan stein
Starfsævi forðarottunnar Magawa líður undir lok í dag eftir fimm ára starf á jarðsprengjusvæðum í Kambódíu. Það eru belgísku góðgerðarsamtökin, APOPO, sem sjá um að þjálfa nagdýr til að þefa uppi jarðsprengjur svo hægt sé að fjarlægja þær. Magawa hefur verið farsælasti starfskrafturinn frá upphafi en hún hefur þefað uppi 71 jarðsprengju í Kambódíu, þar af 38 sem enn voru virkar.
07.06.2021 - 15:57
Sjónvarpsfrétt
„Þótt ég sé fluttur frá Gaza er hugur minn þar“
Ragheb Besaiso, Palestínumaður búsettur á hér á landi, segir erfitt að sjá fréttir af mannfalli og neyð á Gaza, borginni sem hann ólst upp í. Brýnt sé að alþjóðasamfélagið þrýsti á Ísraela að tryggja tveggja ríkja lausn.
24.05.2021 - 19:57