Færslur: Davíð Roach Gunnarsson

Lestin
Breiður er vegurinn sem liggur til óeirða
Myrkt og gruggugt meistaraverk, There's a Riot Going on með Sly and the Family Stone, fagnaði hálfrar aldar afmæli nú á dögunum. Tónlistarrýnirinn Davíð Roach Gunnarsson skoðar feril Sly Stone og hans helstu verk.
Lestin
Teitur, Teitur, haltu mér
Tónlistarmaðurinn Teitur Magnússon er 33 ára gamall en hans þriðja breiðskífa sem kom út á dögunum heitir einmitt 33, og er 33 mínútna löng, og hvað eru margir þrír í því?
28.11.2021 - 15:01
Lestin
Birnir lætur gneista í tæpum glæðum
„Birnir kom mér á óvart og Bushido tekst að láta gneista í íslenskum rappglæðum sem ég hélt að væru alkulnaðar,“ segir Davíð Roach Gunnarsson um nýjustu plötu rapparans.
13.11.2021 - 09:00
Gagnrýni
Guðspjallamaðurinn Kanye kann sér ekki hóf
Það er alltaf stórviðburður þegar ný plata kemur frá Kanye West, skærustu og óútreiknanlegustu stjörnu í dægurtónlist samtímans. Nýútgefin plata hans, Donda, er í senn stórkostlega snjallt og meingallað listaverk, segir Davíð Roach Gunnarsson.
Pistill
Það er öllum, Skröttum og ömmu þeirra drullusama
Davíð Roach Gunnarsson sekkur sér í djöfullegan tónheim hljómsveitarinnar Skratta, sem sent hefur frá sér nýja plötu sem nefnist Hellraiser IV. „Á nýju plötunni hafa Skrattar tekið allt það sem gerir þá einstaka, skerpt á og gert meira af því.“
21.08.2021 - 10:37
Pistill
Flaggskipið heldur kúrsi á elleftu skífu GusGus
Í meira en aldarfjórðung hefur GusGus verið í framvarðasveit danstónlistarinnar. Meðlimaskipan hefur breyst reglulega í gegnum tíðina og nú hefur sveitin bætt við sig Margréti Rán Magnúsdóttur söngkonu úr hljómsveitinni Vök. Hún spilar stórt hlutverk á nýjustu plötu GusGus, Mobile Home. Davíð Roach Gunnarsson rýnir í plötuna.
12.06.2021 - 09:30
Pistill
Fram á nótt: Tónlistin og djammréttindi
Það er skrítið að hugsa til þess í dag að djass-tónlist, sem er nú einna helst dannað áhugamál hvítra miðaldra plús-karla með margar háskólagráður, hafi eitt sinn verið villtasta djammtónlistin og djassgeggjararnir rokkstjörnur síns tíma, segir Davíð Roach Gunnarsson.
09.06.2021 - 13:30
Pistill
Allir og Ash Walker elska sólskinið
Ash Walker hefur getið sér gott orð í danstónlistarsenu Lundúna með því að blanda saman sál, jazz, rhythma & blús, og latínusmellum. Tónlist hans er frábær ferðafélagi inn í sumarið, segir Davíð Roach Gunnarsson.
29.05.2021 - 14:18
Pistill
Listagrúppía bregður sér út á næturlífið
Fjörutíu ár eru liðin síðan fimmta stúdíó-plata jamaísku tónlistarkonunnar Grace Jones kom út. Sú heitir Nightclubbing og er í miklu uppáhaldi hjá tónlistargagnrýnanda Lestarinnar, Davíð Roach Gunnarssyni.
Gagnrýni
Franskur glimmergalsi valhoppar inn í sólsetrið
Franska listapönksveitin La Femme gaf út sína þriðju breiðskífu Paradigmes á dögunum en þau slógu í gegn með sinni fyrstu plötu Psycho Tropical Berlin árið 2013. Á Paradigmes hræra La Femme saman súrkálsrokki, nýbylgjustraumum, hugvíkkandi pönki og brimbrettapoppi saman á einstaklega skapandi og dillvænlegan hátt, segir Davíð Roach Gunnarsson tónlistarrýnir.
Pistill
Tónlist fyrir heiminn en ekki „heims“-tónlist
Ný breiðskífa Altın Gün er feikilega vel heppnað Miðausturlandafönk, segir Davíð Roach Gunnarsson tónlistarrýnir. „Smæð hlustendahóps Altın Gün og skortur á umfjöllun í meginstraumstónlistarmiðlum er mikil synd og hinn engilsaxneski heimur er að verða af miklu.“