Færslur: Davíð Oddsson

Segir Davíð Oddsson hafa fengið Jón Ásgeir á heilann
Einar Kárason, rithöfundur og höfundur Málsvörn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, segir Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og Seðlabankastjóra og síðar ritstjóra Morgunblaðsins, hafa fengið Jón Ásgeir á heilann upp úr aldamótunum.
5,5 meðmælendur fyrir hvert atkvæði
Fjórir frambjóðendur fengu fleiri undirskriftir á meðmælendalista sína fyrir forsetaframboð en atkvæði í sjálfum kosningunum. Þrír þeirra fengu margfalt fleiri meðmælendur en atkvæði.
Guðni með 38,7 prósent atkvæða
Guðni Th. Jóhannesson er með 38,7 prósent atkvæða (55.174) þegar talin hafa verið rúmlega 146.343 þúsund atkvæði, eða sem nemur 59,7 prósentum þeirra sem eru á kjörskrá. Guðni hefur tíu prósentustiga forskot á Höllu Tómasdóttur sem er með 28,7 prósent (40.768 atkvæði). Andri Snær Magnason er með 14,1 prósent (21.135) og Davíð Oddsson 13,6 prósent (19.775).
Lokatölur úr Reykjavík norður
Yfirkjörstjórn í Reykjavík norður var sú fyrsta á landinu til að ljúka talningu atkvæða í forsetakosningunum 2016. Guðni Th. Jóhannesson hlaut 36,0 prósent atkvæða í kjördæminu, (12.055 talsins). Andri Snær Magnason varð annar í kjördæminu með 23,8 prósent (7.964) og Halla Tómasdóttir þriðja með 22,0 prósent (7.363).
Mikill munur eftir kjördæmum
Andri Snær Magnason er sá forsetaframbjóðendanna sem á ólíkustu gengi að fagna eftir landshlutum. Hann fékk fjórfalt hærra atkvæðahlutfall í því kjördæmi þar sem hann nýtur mest stuðnings en þar sem hann á erfiðast uppdráttar. Andri Snær fékk 6,2 prósent þeirra atkvæða sem búið er að telja í Norðvesturkjördæmi en 23,9 prósent í Reykjavík norður.
Ánægður að hafa skellt sér í slaginn
Davíð Oddsson sagðist vera afskaplega ánægður með að hafa skellt sér í forsetakosningaslaginn þegar hann ávarpaði stuðningsmenn á kosningaskrifstofu sinni í kvöld. Hann kvaðst hafa fengið tækifæri til að ýta bábiljum til hliðar og þakkaði fyrir þann stuðning sem margir hefðu sýnt honum.
26.06.2016 - 00:26
Davíð brá sér í gervi Bubba kóngs í álverinu
Davíð Oddsson, forsetaframbjóðandi, er nú á ferð um Austurland og í hádeginu heimsóttu hann og kona hans, Ástríður Thorarensen, starfsmenn í álveri Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði. Davíð segist vera raunsær og bjartsýnn á lokametrum kosningabaráttunnar. Í álverinu sló hann á létta strengi og brá sér um stund í gervi Bubba kóngs sem hann lék á herranótt fyrir næstum hálfri öld. Rúnar Snær Reynisson fréttamaður RÚV á Austurlandi fylgdist með heimsókn Davíðs í álverið.
14.06.2016 - 18:40
Davíð Oddsson með RÚV-snappið í dag
Davíð Oddsson sér um Snapchat-reikning RÚV í dag. Þar er hægt að fylgjast með því hvað hann tekur sér fyrir hendur, en allir forsetaframbjóðendur fá RÚV-snappið í einn dag næstu virku daga.
14.06.2016 - 09:01
Baráttan um Bessastaði: Davíð Oddsson
Frambjóðendur til embættis forseta Íslands eru kynntir til sögunnar. Viðtal við forsetaframbjóðandann Davíð Oddsson.
10.06.2016 - 09:42
Forsetinn þarf að búa að reynslu
Davíð Oddsson segir þýðingarmikið að sá sem gegni embætti forseta Íslands sé maður með reynslu og kunni til verka, „en ekki menn sem hvergi hafa komið að ákvörðun á neinu - nema fyrir sjálfan sig. Og ég tala nú ekki um menn sem að ekki vilja kannast við þær afstöður og ákvarðanir sem þeir tóku bara fyrir fáeinum misserum.“ Þetta sagði forsetaframbjóðandinn Davíð Oddsson á Morgunvaktinni á Rás 1.
03.06.2016 - 10:53
Fylgi Guðna minnkar um tæp 14 prósent
Guðni Th. Jóhannesson mælist með 56,6% fylgi í nýrri skoðanakönnun MMR sem gerð var dagana 26. maí til 1. júní. Halla Tómasdóttir bætir við sig tæpum 5 prósentustigum og Davíð Oddson tveimur.
Davíð vill rannsaka kaupin á Búnaðarbankanum
Davíð Oddsson segir að eftir að hafa lesið Al Thani dóminn finnist sér líklegra en hitt að pottur hafi verið brotinn í kaupunum á Búnaðarbankanum. Umboðsmaður Alþingis hefur undir höndum nýjar upplýsingar um að þýski bankinn sem átti að vera kjölfestufjárfestir í bankanum hafi hugsanlega ekki verið raunverulegur fjárfestir. Davíð vill að málið verði rannsakað.
25.05.2016 - 19:39
Ríkið verði að greiða forseta laun
Ríkinu ber að greiða embættismönnum laun og því geta hvorki ráðherrar né forseti Íslands afsalað sér launum fyrir vinnu sína. Þetta hefur Kjarninn eftir Fjársýslu ríkisins og skrifstofustjóra hjá Kjara- og mannauðssýslu ríkisins. Davíð Oddsson hefur sagt í kosningabaráttunni að hann hyggist afsala sér launum verði hann forseti og Ögmundur Jónasson þáði ekki ráðherralaun heldur aðeins þingfararkaup þegar hann var ráðherra í tíð vinstristjórnarinnar sem var við völd á síðasta kjörtímabili.
18.05.2016 - 12:03
Forseti þarf að geta brugðist við
Davíð Oddsson, sem í gær tilkynnti um framboð sitt til forseta, segir að starf forseta sé um margt líkt öðrum mikilvægum störfum, svo sem störfum slökkviliðsmanna, lögreglumanna og lækna.
09.05.2016 - 18:01
Davíð Oddsson býður sig fram til forseta
Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra, ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Hann lýsti þessu yfir í þætti Páls Magnússonar, Sprengisandi á Bylgjunni.
08.05.2016 - 09:57