Færslur: David Fincher

Myndskeið
Mank fékk flestar tilnefningar til Óskarsverðlauna
Netflix-myndin Mank fékk flestar tilnefningar til Óskarsverðlauna í ár, 10 talsins. Kvikmynd David Fincher um Herman J. Mankiewicz, annan handritshöfunda Citizen Kane. Sex kvikmyndir hlutu svo sex tilnefningar hver. Í fyrsta sinn í sögunni eru tvær konur meðal þeirra fimm sem tilnefnd eru sem leikstjóri ársins
15.03.2021 - 18:23
Gagnrýni
Óvenjulegt meistaraverk Davids Finchers
Nýjasta kvikmynd leikstjórans Davids Finchers, Mank, sem kom út á Netflix í desember, er óður til gullára Hollywood og klassískrar kvikmyndagerðar fjórða og fimmta áratugarins. Þetta ástríðuverkefni leikstjórans nær að vera bæði persónulegt og pólitískt, segir Gunnar Theodór Eggertsson gagnrýnandi.
22.12.2020 - 08:14
Eitruð karlmennska sem undirtónn raðmorða
Sjónvarpsþáttaröðin Mindhunter er hugleiðing um karlmennsku í krísu, falin inn í vel gerðum lögguþáttum að sögn Áslaugar Torfadóttur, sjónvarpsrýnis Lestarinnar. Hún segir umfjöllunarefni þáttanna eiga sér hliðstæðu í umræðunni sem opnaðist í kjölfar falls Weinsteins og uppgangs myllumerkisins #metoo.
25.10.2017 - 14:17