Færslur: David Bowie

David Bowie - Ziggy Stardust
Plata þáttarins sem við heyrum amk. þrjú lög af er The Rise and Fall of Ziggy Stardust and the Spiders from Mars (oftast bara kölluð Ziggy Stardust) og er fimmta stúdíóplata David Bowie.
14.01.2022 - 20:39
Warner kaupir tónlistararfleifð Davids Bowies
Bandaríska tónlistarforlagið Warner Chappel Music tilkynnti í dag að það hefði keypt réttinn að öllum tónsmíðum breska tónlistarmannsins Davids Bowie. Kaupverðið er ekki gefið upp, en tímaritið Variety áætlar að það sé allt að 250 milljónir dollara, ríflega 32 milljarðar króna.
03.01.2022 - 17:33
David Bowie - Hunky Dory
Plata þáttarins sem við heyrum amk. þrjú lög af Hunky Dory, fjórða breiðskífa David Bowie, en hún kom út 17. desember 1971, fyrir bráðum hálfri öld. 
10.12.2021 - 18:23
Rokkaraljósmyndarinn Mick Rock er látinn
Breski ljósmyndarinn Mick Rock er látinn 72 ára að aldri en hann lést 18. nóvember fjórum dögum fyrir 73. afmælisdaginn. Hann á hálfrar aldar feril að baki og er þekktastur fyrir ljósmyndir af heimsfrægum rokkstjörnum á borð við Queen, Syd Barrett, Lou Reed, David Bowie auka fjölda annarra.
21.11.2021 - 01:47
Jón Óskar - Bowie og The Who
Gestur þáttarins að þessu sinni er myndlistarmaðurinn Jón Óskar. Hann mætir með uppáhalds Rokkplötuna klukkan 21.00. Vinur þáttarins sendir pistil og lag og óskalagasíminn opnar kl. 20.00 - 5687123.     
30.04.2021 - 17:23
Þegar vestrið uppgötvaði sovésku rokksnilldina
Fyrir 35 árum, árið 1986, kom út hin athyglisverða safnplata Red Wave. Með henni fengu vestrænir tónlistarunnendur í fyrsta skipti að heyra í neðanjarðarrokki sem kom handan járntjaldsins, tónlist sem var allt öðruvísi og líflegri en sú grámyglulega mynd sem birtist af Sovétríkjunum í fjölmiðlum.
David Bowie - Aladdin Sane
Plata þáttarins sem við heyrum amk. þrjú lög af er í tilefni dagsins platan Aladdin Sane með David Bowie sem kom út 13. Apríl 1973, en Bowie hefði orðið 74 ára í dag ef hann hefði lifað. 
08.01.2021 - 17:55
Myndskeið
„Ég hef aldrei beðið Jesú um neitt“
„Þetta er allt á mínum eigin forsendum,“ sagði tónlistargoðsögnin David Bowie um sérstöðu sína í tónlistar- og fatastíl í nýrri heimildarmynd sem sýnd er á RÚV í kvöld. Í myndinni eru meðal annars áður óbirt viðtöl við nokkra af fyrstu samstarfsmönnum Bowies.
06.01.2020 - 15:52
Bowie á Glastonbury 2000
Í Konsert vikunnar förum við á frábæra tónleika með engum öðrum en David Bowie. Við ætlum að hlusta á Bowie á Glastonbury Festival árið 2000, en hann var þar og þá eitt af aðal númerum hátíðarinnar.
21.11.2019 - 15:07
Eyþór Arnalds - Ramones og Bowie
Gestur þáttarins að þessu sinni er trommuleikarinn og oddviti Sjálfstæðismanna í Borgarstjórn og söngvarinn í Tappa Tíkarrassi, Eyþór Arnalds.
23.08.2019 - 18:47
Kvikmyndin um Bowie í óþökk aðstandenda
Birt hefur verið ljósmynd af leikaranum Johnny Flynn í hlutverki Davids Bowie í tengslum við ævisögulega kvikmynd sem til stendur að gera um þennan merka tónlistarmann.
21.08.2019 - 15:54
Major Tom er fimmtugur í dag 
Í dag er stór dagur fyrir Bowie-fylgjendur, en á þessum degi fyrir 50 árum síðan, þann 11. júlí árið 1969, gaf David Bowie út lagið Space Oddity. Þetta er eitt af hans stærri lögum og jafnframt lagið sem kom honum á kortið.
11.07.2019 - 15:47
Bowie, Wolf Alice og kristileg tónlist
Sunnudaginn 7. og mánudaginn 8. október verða tónleikar í Eldborg í Hörpu undir yfirskriftinni Celebrating David Bowie. Þetta eru tónleikar Bowie til heiðurs og hans tónlist.
29.09.2018 - 10:35
Fann fyrstu Bowie-upptökuna í brauðkörfu
Fyrsta upptakan sem vitað er um með David Bowie fannst á dögunum í gamalli brauðkörfu. Þar má heyra hinn sextán ára söngvara og saxófónleikara þenja raddböndin með sinni fyrstu hljómsveit, The Konrads.
23.07.2018 - 14:04
Grammy-Füzz og Golli-rót
Gestur þáttarins er Ingólfur Magnússon framkvæmdastjóri leigusviðs Exton sem er tækja og hljóðkerfaleiga og ein sú stærsta og elsta á landinu.
26.01.2018 - 13:29
Nýttu þér dauðann eins og þú nýtir lífið
Sumarið 1996 tók Sindri Freysson viðtal við rokkgoðið David Bowie á hótelherbergi í New York fyrir Morgunblaðið. Honum var úthlutað 15 mínútum til viðtalsins en það endaði í hálftíma og hefur Sindri nú gert útvarpsþátt úr viðtalinu.
08.01.2018 - 10:19
„Bowie var tónlistarlegt kjarnorkuver“
Sumarið 1996 hélt Sindri Freysson, rithöfundur og blaðamaður, til fundar við rokkgoðið David Bowie í hótelsvítu í New York. Bowie var þá væntanlegur til tónleikahalds á Íslandi. Viðtalið verður flutt í nýjum þætti í dag klukkan 16:05 á Rás 1. Sindri rifjaði upp aðdraganda verkefnisins og kynnin af goðinu.
05.01.2018 - 11:56
22 ára gamalt viðtal við David Bowie á Rás 1
Í 22 ár hefur Sindri Freysson geymt tvær forláta diktafón-spólur í plastpoka niðri í skúffu. Á þeim er upptaka af viðtali sem hann tók við rokkgoðið David Bowie sumarið 1996 á hótelherbergi í New York. Sindri, sem er mikill aðdáandi tónlistarmannsins sáluga, hefur nú unnið útvarpsþátt um þessa ferð sína. Hann verður á dagskrá Rásar 1 á föstudag kl. 16:05 en endurtekinn kl. 15 á sunnudag.
04.01.2018 - 13:03
Sjö lög um dauðann
Hinsta kveðja. Þetta margumtalaða andlát sem ekkert okkar sleppur við. Sum okkar fá langan aðdraganda og góðan undirbúningstíma fyrir eilífðina en hjá öðrum ber hann brátt að, eins og fall í hálku eða óvæntur og óútskýranlegur kláði.
02.01.2018 - 10:48
Víkingametall, Vilborg skáld og Ziggy Stardust
Vilborg hefur skrifað mikið af sögum sem gerast á víkingatímanum og nýjasta bókin heitir Blóðug jörð.
Endurunnið stórslys að yfirlögðu ráði
Hljómplatan Lodger með breska tónlistarmanninum David Bowie kom út í maí árið 1979, sú þriðja í hinni rómuðu Berlínar-trílógíu Bowies, sem hann vann með Brian Eno. Upptökustjórinn Tony Visconti hefur nú endurhljóðblandað Lodger og gefið út sem hluta af miklu safni sem kom út á dögunum, nefnist A New Career in a New Town, og hefur að geyma tónlist Bowies frá einu frjóasta skeiði hans, árunum 1977-1982.
08.10.2017 - 09:45
Ungir efnilegir, góðir, betri og frábærir-
Í Rokklandi dagsins koma við sögu Jonathan Wilson, Chance the Rapper, Fatboy Slim, Ian Hunter ofl.
Varaþingmaður og varaborgarfulltrúi og Cliff
Gestur Füzz í kvöld er Eva Einarsdóttir framkvæmdastjóri Bjartrar framtíðar sem er líka varaþingmaður og vara-borgarfulltrúi. Óskalagasíminn er 5687123
10.02.2017 - 19:02
Árið sem allir dóu...
Í fyrsta Rokklandi 2017 rifjum við upp eitthvað af því sem gerðist í Rokklandi 2016
07.01.2017 - 22:43
Fözz - Marshall, Hendrix, Dylan, Bowie og NOFX
Fuzz (Föss) er á dagskrá á fözztudagskvöldum frá 19.25-22.00 og þá er bara spilað rokk og meira rokk og það á að vera hátt.
14.10.2016 - 18:53